Viðskipti erlent

Bankar í Egyptalandi lokaðir vegna ótta um áhlaup

Vegna ótta um gífurlegt áhlaup á egypska banka hafa stjórnvöld í Egyptlandi ákveðið að allir bankar landsins verði lokaðir fyrstu um sinn eða þar til meiri ró kemst á í landinu.

Bankakerfi landsins er að hluta til í ríkiseigu og reyna frammámenn í ríkisbönkunum nú að fullvissa almenning um að nægilegt sé til af lausafé í þeim til að mæta væntanlegu útstreymi þegar bankanir opna að nýju, að því er segir í frétt á Bloomberg um málið.

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Egyptalands vegna ástandsins. Þá hefur skuldatryggingaálag landsins rokið upp og nemur nú tæpum 400 punktum. Í upphafi mánaðar var lægra en Íslands eða um 250 punktar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×