Viðskipti erlent

Alvarleg matvælakeppa í uppsiglingu í heiminum

Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu um birgðastöðu landsins í korni og sojabaunum benda til að alvarleg matvælakreppa sé í uppsiglingu í heiminum. Kreppan gæti orðið verri en sú sem skall á árið 2008 og hafði í för með sér blóðug uppþot í mörgum löndum.

Viðskipti erlent

Eigandi IKEA er auðugasti íbúi Sviss

Ingvar Kamprad eigandi IKEA er auðugasti íbúi Sviss samkvæmt nýjum lista sem tímaritið Bilanz hefur tekið saman um 300 auðugustu íbúa landsins. Samkvæmt Bilanz nemur auður Kamprad 38 milljörðum svissneskra franka eða sem svarar til tæplega 4.600 milljarða kr.

Viðskipti erlent

Dressmann og Rolling Stones í eina sæng

Norska herrafatakeðjan Dressmann og hljómsveitin Rolling Stones hafa náð samkomulagi um samstarf sín í millum. Þar að auki hefur Dressmann látið hanna nýtt lógó og ætlar að breyta innréttingum í verslunum sínum.

Viðskipti erlent

Norrænn markaður styður vöxtinn

Útflutningur frá Eistlandi nam 860 milljónum evra (132,4 milljörðum króna) í nóvember síðastliðnum samkvæmt bráðabirgðatölum eistnesku hagstofunnar. Aukning frá fyrra ári nemur 48 prósentum að því er fram kemur í umfjöllun Baltic Business News.

Viðskipti erlent

Portúgal slapp fyrir horn í bili

Það heppnaðist hjá stjórnvöldum í Portúgal að sleppa fyrir horn í ríkisskuldabréfaútboði sínu í morgun. Það var dýrkeypt en vextirnir sem fengust voru þó undir 7% sem gert hefðu skuldir landsins ósjálfbærar.

Viðskipti erlent

Örlög Portúgals ráðast á morgun

Margir telja að Portúgal rambi nú á barmi þjóðargjaldþrots en örlög landsins munu væntanlega ráðast á morgun. Þá ætla portúgölsk stjórnvöld að bjóða út fimm og tíu ára ríkisskuldabréf. Fari vextirnir af tíu ára bréfunum yfir 7% í útboðinu eru allar líkur á að Portúgalir kasti handklæðinu í hringinn og leiti ásjár ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).

Viðskipti erlent

Fjárfesting dróst saman

Hagvöxtur í ríkjunum sextán sem mynda evrusvæðið varð minni á þriðja fjórðungi síðasta árs en spáð hafði verið. Það dró úr fjárfestingu og neysla almennings jókst minna en spár gerðu ráð fyrir.

Viðskipti erlent

Járnblendiverksmiðjan í kínverska eigu

Viðskipti með hlutabréf í norska iðnaðarrisanum Orkla voru stöðvuð um tíma í kauphöllinni í Osló í morgun. Þetta gerðist eftir að Orkla staðfesti samningaviðræður við kínverska félagið China National Bluestar um kaup þess á Elkem, þar á meðal járnblendiverksmiðju þess á Grundartanga.

Viðskipti erlent

DuPont gerir 740 milljarða tilboð í Danisco

Bandaríski efnarisinn DuPont hefur gert 6,3 milljarða dollara eða rúmlega 740 milljarða kr. tilboð í danska matvælafyrirtækið Danisco. Danisco framleiðir m.a. ýmis aukaefni og ensím til matvælagerðar og segir DuPont að framleiðsla Danisco passi vel við starfsemi sína.

Viðskipti erlent

Rífandi gangur hjá House of Fraser

Rífandi gangur var í jólaversluninni hjá bresku tískuverslunarkeðjunni House of Fraser. Salan jókst um 8,5% á síðustu fimm vikunum fyrir jólin miðað við sama tímabil árið áður. John King forstjóri keðjunnar segir að ef veðrið hefði ekki verið eins slæmt og raun bar vitni hefði mátt mæla aukninguna í tveggja stafa tölu.

Viðskipti erlent

Borguðu þó nokkra milljarða fyrir Hotel D´Angleterre

Viðskiptablaðið Börsen segir að kaupverðið sem Henning Remmen og fjölskylda borguðu skilanefnd Landsbankans fyrir Hotel D´Angleterre hlaupi á einhverjum hundruðum milljóna danskra kr. eða a.m.k. að sex til átta milljarða kr. Þetta hefur blaðið hefur heimildum úr danska hótelgeiranum.

Viðskipti erlent