Viðskipti erlent

Eigendur grískra skuldabréfa fá ekki allt greitt

Þeir sem sitja uppi með grísk ríkisskuldabréf geta ekki búist við því að fá þau að fullu endurgreidd nema lánakostnaður gríska ríkisins lækki. Þetta segir Andrew Wilson fjárfestingastjóri hjá Goldman Sachs Group í London.

"Ef við fáum ekki fram dramatískar breytingar á vöxtum, einkum hjá löndum eins og Grikklandi eru allar líkur á því að við munum upplifa eitthvert form á endurskipulagningu skulda eftir 2011," segir Wilson í samtali við sjónvarpsstöð Bloomberg fréttaveitunnar.

Grikkland setti í gang evrópsku skuldakreppuna þegar fjárfestar fóru að efast um getu landsins til að greiða skuldir sínar í upphafi síðasta árs. Að lokum neyddist Grikkland til að leita á náðir ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Skuldakreppan í verst settu löndunum á evru-svæðinu hefur valdið því að..." mikill fjöldi fjárfesta er nú á skjálftavaktinni," segir Wilson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×