Viðskipti erlent Tekjurnar af myndinni Avatar orðnar 125 milljarðar Tekjurnar af myndinni Avatar eru orðnar meiri en milljarður dollara eða rúmlega 125 milljarðar kr. Þar með er myndin orðin sú fjórða söluhæsta í sögunni eftir aðeins 17 daga í sýningu. Viðskipti erlent 4.1.2010 09:14 Möller-Mærsk leigir herskip til að verjast sjóræningjum Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk hefur gripið til þess ráðs að leigja herskip og hermenn af stjórnvöldum í Tanzaníu. Á herskipið að verja flutningaskip Möller-Mærsk úti fyrir ströndum Sómalíu. Viðskipti erlent 4.1.2010 08:48 iPhone fær samkeppni frá Google Eigendur Google ætla í þessari viku að setja á markað nýjan síma í samkeppni við Apple fyrirtækið sem framleiðir iPhone. Viðskipti erlent 3.1.2010 11:59 Talið að fjöldi fólks geti misst vinnuna vegna afskipta stjórnvalda Talið er að 25 þúsund störf muni tapast á næstu áratugum ef svokallað Samkeppnispróf sem ríkisstjórnin þar í landi hefur boðað, ganga eftir. Viðskipti erlent 2.1.2010 19:54 Wikileaks lokað tímabundið vegna fjárhagsvanda Stjórnendur Wikileaks vefjarins heyja harða baráttu þessa dagana til þess að halda vefnum gangandi áfram. Þeir hafa því ákveðið að birta ekki neinar færslur á vefnum til 6. janúar næstkomandi. Eftir því sem fram kemur á forsíðu vefsins munu þeir einbeita sér að því næstu dagana að fjármagna rekstur vefjarins. Viðskipti erlent 2.1.2010 13:40 Hlutabréfamarkaðir hækkuðu mikið á árinu Hlutabréfamarkaðir á flestum stöðum í heiminum hafa verið á uppleið síðan í mars, en þá náðu þeir botninum á nýliðnu ári. Þetta kemur fram á fréttavef BBC Viðskipti erlent 2.1.2010 11:43 Fullyrt að Sullivan og Gold kaupi 50% í West Ham Breska blaðið Sunday Mirror fullyrðir að kaupsýslumennirnir David Sullivan og David Gold muni kaupa 50% hlut í West Ham af CB Holding, dótturfélagi Straums. Kaupsamningurinn nemi 50 milljónum punda, eða 10 milljörðum króna. Hugsanlega verði gengið frá kaupunum innan sjö daga. Viðskipti erlent 2.1.2010 00:01 Elín ráðin forstjóri Bankasýslunnar Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur ráðið Elínu Jónsdóttur sem forstjóra stofnunarinnar frá og með 1. janúar 2010. Elín hefur starfað fyrir rannsóknarnefnd Alþingis frá því í sumar en hún var auk þess skipaður umsjónarmaður lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í júní. Viðskipti erlent 30.12.2009 15:41 Ár fokdýrra björgunaraðgerða Árið 2009 einkenndist öðru fremur af erfiðri glímu við heimskreppuna miklu. Fyrstu raunverulegu batamerkin sáust kannski í ágúst þegar Frakkland, Þýskaland og Japan skriðu út úr samdráttarskeiði og gátu státað af svolitlum hagvexti. Viðskipti erlent 30.12.2009 05:00 Ætla að hafa reksturinn óbreyttan Sala á sænska bílaframleiðandanum Volvo frá bandaríska félaginu Ford Motor Co. til kínverska bílaframleiðandans Zhejiang Geely Group gengur líkast til í gegn á fyrsta fjórðungi næsta árs. Viðskipti erlent 28.12.2009 03:30 Barbie fór í lýtaaðgerð og hefur aldrei selst jafn illa Hin síunga Barbie á heldur betur undir högg að sækja þessa daganna en samkvæmt The Guardian þá hefur sala á goðsagnakenndu dúkkunni í Bretlandi dregist saman um 42 prósent. Þess í stað hefur Lego, Playmobil og fleiri leikföng í svipuðum dúr aukið sölu sína um 20 til 40 prósent. Viðskipti erlent 27.12.2009 00:00 West Ham: Straumi liggur ekkert á að selja Stjórn enska úrvalsdeildarliðsins West Ham hefur sett yfirlýsingu inn á heimasíðu West Ham. Þar segir að CB Holding, eigenda liðsins sem er að mestu í eigu Straums, liggi ekkert á að selja West Ham. Í yfirlýsingunni segir að hún sé sett á heimasíðuna vegna mikilla vangaveltna í fjölmiðlum um framtíð West Ham. Viðskipti erlent 26.12.2009 15:58 Vilja rannsókn á 110 milljarða yfirfærslu til Kaupþings Kröfuhafar í dótturfélag Kaupþings á eyjunni Mön, Kaupthing Singer & Friedlander Isle of Man (KSFIOM), vilja að rannsókn fari fram á 550 milljón punda eða rúmlega 110 milljarða kr. yfirfærslu frá KSFIOM til Singer & Friedlander banka Kaupþins í London korteri fyrir hrun bankans í fyrra. Viðskipti erlent 25.12.2009 13:05 Dómarar meta sérfróð vitni vegna Actavis Totowa Fjórir dómarar frá þremur ríkjum Bandaríkjanna munu koma saman í Charleston í Vestur-Virgínu til þess að aðstoða við að meta sérfróð vitni máli hundruð manna gegn lyfjafyrirtækinu Actavis Totowa, sem er dótturfélag Actavis, og Mylan Pharmaceuticals, vegna hjartalyfsins Digitek, en lyfið er talið hafa valdið fjölda fólks heilsutjóni. Viðskipti erlent 24.12.2009 10:10 Vilja selja Volvo til Kína Bandaríski bílaframleiðandinn Ford stefnir á að selja sænska bílaframleiðandann Volvo til kínversks fyrirtækis. Skrifað hefur verið undir bráðabirgðasamkomulag við Geely bílaverksmiðjurnar og er búist við að skrifað verði undir snemma á nýju ári. Verðmiðinn hefur ekki verið gerður opinber en búist er við því að Kínverjarnir þurfi að borga allt að tveimur milljörðum bandaríkjadala fyrir hið sögufræga merki. Viðskipti erlent 23.12.2009 15:52 Hagnaður Ratiopharm umfram væntingar Hagnaður þýska samheitalyfjafyrirtækisins Ratiopharm verður töluvert umfram eigin væntingar í ár. Ratiopharm reiknaði með að brúttóhagnaðurinn, það er hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármálaliði, yrði 200 milljónir evra en hann stefni í að verða 300 milljónir evra eða um 55 milljarðar kr. Viðskipti erlent 22.12.2009 13:31 Danir óttast innbrotabylgju um jólin Jólin eru veisla fyrir innbrotsþjófa í Danmörku þar sem um helmingur þjóðarinnar er að heiman á aðfangadag. Í ár óttast Danir innbrotabylgju um jólin að því er segir í frétt á börsen.dk. Viðskipti erlent 22.12.2009 12:52 Ræstingarfólk verðmætara en bankamenn Ræstingarfólk á spítölum eru samfélaginu verðmætari en bankamenn. Þetta leiðir ný rannsókn frá fyrirtækinu New Econmics Foundations í ljós. Viðskipti erlent 22.12.2009 12:22 Hlutir í Alcoa hækkuðu um tæp 8% á Wall Street Hlutir í bandaríska álrisanum Alcoa hækkuðu um 7,9% á Wall Street í gærdag eftir að greiningardeild Morgan Stanley uppfærði verðmat sitt á hlutunum. Alcoa er sem kunnugt er móðurfélag Fjarðaráls austur á fjörðum. Viðskipti erlent 22.12.2009 10:16 Danmörk siglir út úr kreppunni Eftir nokkra ársfjórðunga í röð með neikvæðum hagvexti mældist loksins jákvæður hagvöxtur í Danmörku á þriðja ársfjórðungi ársins. Þetta eru óvæntar fréttir fyrir sérfræðinga sem töldu að hagvöxturinn myndi standa í stað á fjórðungnum. Viðskipti erlent 22.12.2009 09:52 Tony Fernandes hættur við að kaupa West Ham Tony Fernandes er hættur við að kaupa West Ham en á tímabili leit út fyrir að hann myndi festa kaup á 51% hlut í liðinu. Voru samningaviðræður hafnar og Fernandes búinn að hitta m.a. Gianfranco Zola framkvæmdastjóra liðsins. Viðskipti erlent 22.12.2009 09:35 Dauður banki greiðir starfsmönnum stóra bónusa Fjárfestingarbankinn Lehman Brothers er dauður fyrir löngu síðan en það kemur ekki í veg fyrir að bankinn greiði starfsmönnum sínum stóra bónusa. Lehman Brothers varð gjaldþrota með miklum hvelli í fyrrahaust og miða margir upphaf fjármálakreppunnar við hrun bankans. Viðskipti erlent 22.12.2009 08:53 Bloomberg: Lokafrestur settur á tilboð í West Ham Eigendur West Ham hafa þrjár vikur til að svara tilboðinu frá David Gold og David Sullivan í liðið. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun um söluna á West Ham á Bloomberg fréttaveitunni. Viðskipti erlent 22.12.2009 08:25 Stjörnufjárfestir græðir 320 milljarða á bankakaupum Bandaríski vogunarsjóðurinn Appaloosa Management mun að öllum líkindum hagnast um 7 milljarða dollara í ár. Það þýðir að forstjóri sjóðsins, David Trepper, mun persónulega græða um 2,5 milljarða dollara eða um 320 milljarða kr. á árinu. Viðskipti erlent 21.12.2009 09:58 Avatar sló aðsóknarmet á heimsvísu um helgina Kvikmyndin Avatar halaði inn rúmar 232 milljónir dollara eða tæpa 30 milljarða kr. yfir helgina á heimsvísu. Century Fox segir að þetta sé stærsta opunarhelgi frumsamdar myndar í sögunni og þar með langbesta opnunarhelgi þrívíddarmyndar frá upphafi. Viðskipti erlent 21.12.2009 09:20 Versti áratugur fyrir hlutabréf í sögu Wall Street Áratugurinn sem nú er að renna sitt skeið er sá versti í sögu Wall Street hvað hlutabréf varðar. Hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu um 0,5% að jafnaði á hverju ári á þessu tímabili. Viðskipti erlent 21.12.2009 09:04 SAAB úr sögunni Bandaríski bílarisinn General Motors hefur tekið ákvörðun um að leggja niður dótturfélagið SAAB, stolt sænskrar bílaframleiðslu til 60 ára. Viðræður um að selja fyrirtækið til hollensks lúxusbílaframleiðanda fóru út um þúfur í dag og því hefur verið ákveðið að leggja SAAB niður á næstunni. Viðskipti erlent 18.12.2009 16:23 Lánshæfismat Danske Bank lækkað, horfur neikvæðar Matsfyrirtækið Standard & Poors hefur lækkað lánshæfismat sitt fyrir Danske Bank úr A niður í A+ með neikvæðum horfum. Viðskipti erlent 18.12.2009 14:58 Kvennalið í fótbolta selur stefnumót með leikmönnum Norska kvennaliðið í fótbolta, Trondheim Örn, rambar nú á barmi gjaldþrots og hefur gripið til óvenjulegrar fjáröflunnar. Hver sem er getur nú boðið í nýársstefnumót með leikmönnum liðsins sem eru flestar síðhærðar ljóskur að sögn börsen.dk. Viðskipti erlent 18.12.2009 13:28 NunaMinerals framlengir samstarfið við Rio Tinto Grænlenska námufélagið NunaMinerals hefur framlengt samstarfssamning sín um við Rio Tinto Mining and Exploration sem er eitt af dótturfélögum Rio Tinto. Rio Tinto er eitt stærsta námufélags heimsins en það á m.a. álverið í Straumsvík. Viðskipti erlent 18.12.2009 09:33 « ‹ 278 279 280 281 282 283 284 285 286 … 334 ›
Tekjurnar af myndinni Avatar orðnar 125 milljarðar Tekjurnar af myndinni Avatar eru orðnar meiri en milljarður dollara eða rúmlega 125 milljarðar kr. Þar með er myndin orðin sú fjórða söluhæsta í sögunni eftir aðeins 17 daga í sýningu. Viðskipti erlent 4.1.2010 09:14
Möller-Mærsk leigir herskip til að verjast sjóræningjum Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk hefur gripið til þess ráðs að leigja herskip og hermenn af stjórnvöldum í Tanzaníu. Á herskipið að verja flutningaskip Möller-Mærsk úti fyrir ströndum Sómalíu. Viðskipti erlent 4.1.2010 08:48
iPhone fær samkeppni frá Google Eigendur Google ætla í þessari viku að setja á markað nýjan síma í samkeppni við Apple fyrirtækið sem framleiðir iPhone. Viðskipti erlent 3.1.2010 11:59
Talið að fjöldi fólks geti misst vinnuna vegna afskipta stjórnvalda Talið er að 25 þúsund störf muni tapast á næstu áratugum ef svokallað Samkeppnispróf sem ríkisstjórnin þar í landi hefur boðað, ganga eftir. Viðskipti erlent 2.1.2010 19:54
Wikileaks lokað tímabundið vegna fjárhagsvanda Stjórnendur Wikileaks vefjarins heyja harða baráttu þessa dagana til þess að halda vefnum gangandi áfram. Þeir hafa því ákveðið að birta ekki neinar færslur á vefnum til 6. janúar næstkomandi. Eftir því sem fram kemur á forsíðu vefsins munu þeir einbeita sér að því næstu dagana að fjármagna rekstur vefjarins. Viðskipti erlent 2.1.2010 13:40
Hlutabréfamarkaðir hækkuðu mikið á árinu Hlutabréfamarkaðir á flestum stöðum í heiminum hafa verið á uppleið síðan í mars, en þá náðu þeir botninum á nýliðnu ári. Þetta kemur fram á fréttavef BBC Viðskipti erlent 2.1.2010 11:43
Fullyrt að Sullivan og Gold kaupi 50% í West Ham Breska blaðið Sunday Mirror fullyrðir að kaupsýslumennirnir David Sullivan og David Gold muni kaupa 50% hlut í West Ham af CB Holding, dótturfélagi Straums. Kaupsamningurinn nemi 50 milljónum punda, eða 10 milljörðum króna. Hugsanlega verði gengið frá kaupunum innan sjö daga. Viðskipti erlent 2.1.2010 00:01
Elín ráðin forstjóri Bankasýslunnar Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur ráðið Elínu Jónsdóttur sem forstjóra stofnunarinnar frá og með 1. janúar 2010. Elín hefur starfað fyrir rannsóknarnefnd Alþingis frá því í sumar en hún var auk þess skipaður umsjónarmaður lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í júní. Viðskipti erlent 30.12.2009 15:41
Ár fokdýrra björgunaraðgerða Árið 2009 einkenndist öðru fremur af erfiðri glímu við heimskreppuna miklu. Fyrstu raunverulegu batamerkin sáust kannski í ágúst þegar Frakkland, Þýskaland og Japan skriðu út úr samdráttarskeiði og gátu státað af svolitlum hagvexti. Viðskipti erlent 30.12.2009 05:00
Ætla að hafa reksturinn óbreyttan Sala á sænska bílaframleiðandanum Volvo frá bandaríska félaginu Ford Motor Co. til kínverska bílaframleiðandans Zhejiang Geely Group gengur líkast til í gegn á fyrsta fjórðungi næsta árs. Viðskipti erlent 28.12.2009 03:30
Barbie fór í lýtaaðgerð og hefur aldrei selst jafn illa Hin síunga Barbie á heldur betur undir högg að sækja þessa daganna en samkvæmt The Guardian þá hefur sala á goðsagnakenndu dúkkunni í Bretlandi dregist saman um 42 prósent. Þess í stað hefur Lego, Playmobil og fleiri leikföng í svipuðum dúr aukið sölu sína um 20 til 40 prósent. Viðskipti erlent 27.12.2009 00:00
West Ham: Straumi liggur ekkert á að selja Stjórn enska úrvalsdeildarliðsins West Ham hefur sett yfirlýsingu inn á heimasíðu West Ham. Þar segir að CB Holding, eigenda liðsins sem er að mestu í eigu Straums, liggi ekkert á að selja West Ham. Í yfirlýsingunni segir að hún sé sett á heimasíðuna vegna mikilla vangaveltna í fjölmiðlum um framtíð West Ham. Viðskipti erlent 26.12.2009 15:58
Vilja rannsókn á 110 milljarða yfirfærslu til Kaupþings Kröfuhafar í dótturfélag Kaupþings á eyjunni Mön, Kaupthing Singer & Friedlander Isle of Man (KSFIOM), vilja að rannsókn fari fram á 550 milljón punda eða rúmlega 110 milljarða kr. yfirfærslu frá KSFIOM til Singer & Friedlander banka Kaupþins í London korteri fyrir hrun bankans í fyrra. Viðskipti erlent 25.12.2009 13:05
Dómarar meta sérfróð vitni vegna Actavis Totowa Fjórir dómarar frá þremur ríkjum Bandaríkjanna munu koma saman í Charleston í Vestur-Virgínu til þess að aðstoða við að meta sérfróð vitni máli hundruð manna gegn lyfjafyrirtækinu Actavis Totowa, sem er dótturfélag Actavis, og Mylan Pharmaceuticals, vegna hjartalyfsins Digitek, en lyfið er talið hafa valdið fjölda fólks heilsutjóni. Viðskipti erlent 24.12.2009 10:10
Vilja selja Volvo til Kína Bandaríski bílaframleiðandinn Ford stefnir á að selja sænska bílaframleiðandann Volvo til kínversks fyrirtækis. Skrifað hefur verið undir bráðabirgðasamkomulag við Geely bílaverksmiðjurnar og er búist við að skrifað verði undir snemma á nýju ári. Verðmiðinn hefur ekki verið gerður opinber en búist er við því að Kínverjarnir þurfi að borga allt að tveimur milljörðum bandaríkjadala fyrir hið sögufræga merki. Viðskipti erlent 23.12.2009 15:52
Hagnaður Ratiopharm umfram væntingar Hagnaður þýska samheitalyfjafyrirtækisins Ratiopharm verður töluvert umfram eigin væntingar í ár. Ratiopharm reiknaði með að brúttóhagnaðurinn, það er hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármálaliði, yrði 200 milljónir evra en hann stefni í að verða 300 milljónir evra eða um 55 milljarðar kr. Viðskipti erlent 22.12.2009 13:31
Danir óttast innbrotabylgju um jólin Jólin eru veisla fyrir innbrotsþjófa í Danmörku þar sem um helmingur þjóðarinnar er að heiman á aðfangadag. Í ár óttast Danir innbrotabylgju um jólin að því er segir í frétt á börsen.dk. Viðskipti erlent 22.12.2009 12:52
Ræstingarfólk verðmætara en bankamenn Ræstingarfólk á spítölum eru samfélaginu verðmætari en bankamenn. Þetta leiðir ný rannsókn frá fyrirtækinu New Econmics Foundations í ljós. Viðskipti erlent 22.12.2009 12:22
Hlutir í Alcoa hækkuðu um tæp 8% á Wall Street Hlutir í bandaríska álrisanum Alcoa hækkuðu um 7,9% á Wall Street í gærdag eftir að greiningardeild Morgan Stanley uppfærði verðmat sitt á hlutunum. Alcoa er sem kunnugt er móðurfélag Fjarðaráls austur á fjörðum. Viðskipti erlent 22.12.2009 10:16
Danmörk siglir út úr kreppunni Eftir nokkra ársfjórðunga í röð með neikvæðum hagvexti mældist loksins jákvæður hagvöxtur í Danmörku á þriðja ársfjórðungi ársins. Þetta eru óvæntar fréttir fyrir sérfræðinga sem töldu að hagvöxturinn myndi standa í stað á fjórðungnum. Viðskipti erlent 22.12.2009 09:52
Tony Fernandes hættur við að kaupa West Ham Tony Fernandes er hættur við að kaupa West Ham en á tímabili leit út fyrir að hann myndi festa kaup á 51% hlut í liðinu. Voru samningaviðræður hafnar og Fernandes búinn að hitta m.a. Gianfranco Zola framkvæmdastjóra liðsins. Viðskipti erlent 22.12.2009 09:35
Dauður banki greiðir starfsmönnum stóra bónusa Fjárfestingarbankinn Lehman Brothers er dauður fyrir löngu síðan en það kemur ekki í veg fyrir að bankinn greiði starfsmönnum sínum stóra bónusa. Lehman Brothers varð gjaldþrota með miklum hvelli í fyrrahaust og miða margir upphaf fjármálakreppunnar við hrun bankans. Viðskipti erlent 22.12.2009 08:53
Bloomberg: Lokafrestur settur á tilboð í West Ham Eigendur West Ham hafa þrjár vikur til að svara tilboðinu frá David Gold og David Sullivan í liðið. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun um söluna á West Ham á Bloomberg fréttaveitunni. Viðskipti erlent 22.12.2009 08:25
Stjörnufjárfestir græðir 320 milljarða á bankakaupum Bandaríski vogunarsjóðurinn Appaloosa Management mun að öllum líkindum hagnast um 7 milljarða dollara í ár. Það þýðir að forstjóri sjóðsins, David Trepper, mun persónulega græða um 2,5 milljarða dollara eða um 320 milljarða kr. á árinu. Viðskipti erlent 21.12.2009 09:58
Avatar sló aðsóknarmet á heimsvísu um helgina Kvikmyndin Avatar halaði inn rúmar 232 milljónir dollara eða tæpa 30 milljarða kr. yfir helgina á heimsvísu. Century Fox segir að þetta sé stærsta opunarhelgi frumsamdar myndar í sögunni og þar með langbesta opnunarhelgi þrívíddarmyndar frá upphafi. Viðskipti erlent 21.12.2009 09:20
Versti áratugur fyrir hlutabréf í sögu Wall Street Áratugurinn sem nú er að renna sitt skeið er sá versti í sögu Wall Street hvað hlutabréf varðar. Hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu um 0,5% að jafnaði á hverju ári á þessu tímabili. Viðskipti erlent 21.12.2009 09:04
SAAB úr sögunni Bandaríski bílarisinn General Motors hefur tekið ákvörðun um að leggja niður dótturfélagið SAAB, stolt sænskrar bílaframleiðslu til 60 ára. Viðræður um að selja fyrirtækið til hollensks lúxusbílaframleiðanda fóru út um þúfur í dag og því hefur verið ákveðið að leggja SAAB niður á næstunni. Viðskipti erlent 18.12.2009 16:23
Lánshæfismat Danske Bank lækkað, horfur neikvæðar Matsfyrirtækið Standard & Poors hefur lækkað lánshæfismat sitt fyrir Danske Bank úr A niður í A+ með neikvæðum horfum. Viðskipti erlent 18.12.2009 14:58
Kvennalið í fótbolta selur stefnumót með leikmönnum Norska kvennaliðið í fótbolta, Trondheim Örn, rambar nú á barmi gjaldþrots og hefur gripið til óvenjulegrar fjáröflunnar. Hver sem er getur nú boðið í nýársstefnumót með leikmönnum liðsins sem eru flestar síðhærðar ljóskur að sögn börsen.dk. Viðskipti erlent 18.12.2009 13:28
NunaMinerals framlengir samstarfið við Rio Tinto Grænlenska námufélagið NunaMinerals hefur framlengt samstarfssamning sín um við Rio Tinto Mining and Exploration sem er eitt af dótturfélögum Rio Tinto. Rio Tinto er eitt stærsta námufélags heimsins en það á m.a. álverið í Straumsvík. Viðskipti erlent 18.12.2009 09:33