Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. apríl 2025 08:02 Til að koma starfsseminni af stað seldi pabbi Karls Arnar Arnarssonar, framkvæmdastjóra Loftmynda, einbýlishús fjölskyldunnar og leigði flugvél og myndavélar. Síðan eru liðin 36 ár en í viðtalinu rifjar Karl upp tæknina, hvernig Ísland hefur breyst, kjaftshöggið frá ríkinu og það hvernig jarðtengingin hans á endanum er fjölskyldan en ekki vinnan. Vísir/Anton Brink „Jú, jú, pabbi kemur hingað daglega. Orðinn 82 ára. Pabbi kemur oftast eftir hádegi og er þá aðallega að laga hæðarlínur og fleira sem honum finnst skemmtilegt og hann er mjög góður í,“ segir Karl Arnar Arnarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Loftmynda um föður sinn; Örn Arnar Ingólfsson og þann sem fór með þá frumkvöðlastarfsemi af stað fyrir 36 árum síðan að leggja grunninn að fyrsta íslenska Íslandskortinu; Unnu af Íslendingum. Loftmyndir eru þó fyrirtæki sem fæstir vita um. Nema þá kannski verkfræðingar og sveitarfélög, Vegagerðin, Rarik og sambærilegir aðilar. Því það sem Loftmyndir gera er að mynda Ísland, hæðarmæla og skrá í svo miklum smáatriðum að aðeins skeikar um 25 sentímetra hið mesta ef fólk fer með gps tæki á staðsetningarpunkt af korti frá Loftmyndum. Þessar loftmyndir og kort eru síðan nýtt fyrir vinnu við deiliskipulag, fyrir eigna- og lóðamörk jarða, skiptinu lands eða afmörkun. Til dæmis vegna sumahúsalóða innan jarða og svo framvegis. Það tók fyrirtækið níu ár að búa til kort af Íslandi öllu. Enda veðurfarið á Íslandi einfaldlega þannig að ekki er við ráðið. „Til dæmis tók það okkur sex ár að ná myndum af Tröllaskaga. Því Tröllaskagi er einfaldlega svæði þar sem það er nánast aldrei skýlaust,“ segir Karl Arnar og útskýrir: „Ef ský er á himni, myndast skuggi á landsvæði og því er ekki hægt að taka loftmyndir fyrir kort nema þegar veðrið er gott og himininn alveg skýfrír.“ Ísland er alltaf á ferðinni, segir Karl og nefnir til dæmis að á Suðurlandi séu staðir sem hafi færst um tugi sentímetra frá því að Loftmyndir fóru að mynda Ísland. Lengst af fyrir þann tíma voru grunnar að Íslandskortum unnir af útlendingum; Sérstaklega Ameríkönum og Dönum. Ísland á iði Það felst heilmikill fróðleikur í að ræða við Karl Arnar. Sem í áratugi hefur vasast í því einna helst að taka loftmyndir af Íslandi. Enda viðurkennir hann að vinnan er áhugamál númer eitt. Og kannski það eina! Ísland er alltaf á ferðinni. Ekki aðeins að jöklarnir séu að hopa vegna hlýnandi veðurfars, eða að hér séu eldgos og flóð, heldur eru líka flekahreyfingar sem eru að breyta legu og landi. Það þekkjast því alveg staðir á Suðurlandi sem hafa færst um tugi sentímetra einfaldlega vegna þess að flekaskilin eru að tosa landið í sundur.“ Loftmyndir eru teknar úr flugvélum. Sem einfaldlega fljúga eftir línu og síðan til baka, næstu línu og til baka og koll af kolli. Línu eftir línu því hvert smáatriði þarf að nást á mynd. „Það halda mjög margir að í dag séu svona myndir teknar af drónum. Sem er mikill misskilningur því drónar ná ekki að mynda svona stór svæði eins og við erum að taka og fyrir utan það hvað það er miklu dýrara að senda til dæmis mannskap á Vestfirði til að mynda eitthvað svæði með drónum,“ segir Karl og bætir við: „Við hoppum bara upp í flugvél, fljúgum vestur og myndum og menn eru síðan komnir aftur í bæinn seinnipartinn og sofa í sínu rúmi um nóttina.“ Myndavélabúnaðurinn er afar sérstakur. Líkist einna helst lítilli frystikistu. „Það er auðvitað komin kynslóð núna sem finnst þessi tækni ekkert merkileg enda vön að hafa allt í símanum eða app til að leysa úr öllum málum. Þessari kynslóð finnst því ekkert merkilegt að vera með mynd af landinu. Hið rétta er þó að tækninni hefur fleygt gríðarlega fram síðustu áratugi og átakið í kringum það að gera hlutina nákvæmari og betur verið mikið,“ segir Karl og útskýrir hvernig hlutir sem eitt sinn tók marga daga að vinna að, er núna hægt að gera á örskömmum tíma í tölvum. „Við höfum verið tíu starfsmenn hjá Loftmyndum í yfir tuttugu ár. Ellefu með pabba. Samt hefur fyrirtækið stækkað og verkefnin stækkað mikið. Á móti kemur hefur tækninni fleygt þannig fram að þótt reksturinn sé orðinn meiri og stærri en hann áður var, þarf ekki lengur jafn margt fólk til að vinna vinnuna.“ Efri fv.: Daði Björnsson, Hrafnhildur Loftsdóttir, Hrannar Hauksson, Sindri Már Ingason og Haraldur Ingi Haraldsson. Sitjandi eru feðgarnir Örn og Karl. Gott dæmi um hversu mikil tækniþróunin hefur verið er að í yfir tuttugu ár hafa starfsmenn Loftmynda verið um tíu talsins, verkefnin þó stækkað í umsvifum og orðið fleiri.Vísir/Anton Brink Seldi einbýlishúsið fyrir reksturinn Þótt það sé ákveðin tíska að tala um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í dag, heyrum við sjaldnar sögur af eldri frumkvöðlafyrirtækjum. Sem Loftmyndir flokkast þó sannarlega undir. Saga fyrirtækisins hófst árið 1989 en þá fór Arnar faðir Karls af stað með fyrirtæki sem hét Ísgraf og lagði grunninn að Loftmyndum, í samvinnu við verkfræðistofu sem þá hét Hönnun og ráðgjöf, varð síðar Mannvit en heitir í dag Cowi. Loftmyndir var síðan stofnað árið 1996 og var félaginu Ísgraf því endanlega lokað í fyrra, enda starfsemin fyrir nokkuð löngu síðan öll komin í Loftmyndir. Karl hefur verið með frá byrjun. „Ég fór í menntaskóla því það gerðu það allir eftir grunnskóla. En það vafðist nokkuð fyrir mér hvað ég ætti síðan að gera. Prófaði mig aðeins áfram í háskóla en Fór síðan í rafeindavirkjun og kláraði það,“ segir Karl Arnar sem er fæddur árið 1963. „Í sömu viku og ég kláraði námið, var pabbi að byrja með fyrirtækið. Ég ætlaði þá að fara að vinna hjá voða fínu fyrirtæki en þetta sem pabbi var að gera togaði alltaf í mig þannig að ég ákvað frekar að fara að vinna með honum. Sem var auðvitað launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin,“ segir Karl og hlær. Svona eins og gengur og gerist í sprotafyrirtækjum. Samningur feðganna var þó sá að umsamin voru laun sem námu fjörtíu þúsund krónum á mánuði. Þessi laun yrðu greidd þegar reksturinn hefði bolmagn til. „Það tók okkur tvö ár að fá fyrsta reikninginn greiddan. En það var þegar Vegagerðin keypti af okkur bút sem reyndist þeim mjög vel og eftir það fór boltinn að rúlla og vísir af tekjum fór að sýna sig.“ Faðir Karls gekk þó alla leið sem frumkvöðull: Seldi einbýlishúsið til að fjármagna startið; leigja flugvél og myndavél og fara að safna loftmyndum af landinu. „Ég minnist þess að fyrstu árin var pabbi að fara niður í vinnu á kvöldin og um helgar til að halda tölvukeyrslum í gangi sem þá tóku oft marga daga að klárast.“ Snemma var stefnan tekin á þann stóra draum sem þótti þá, að ná myndum af öllu Íslandi þannig að til yrði íslenskur og mjög nákvæmur kortagrunnur að styðjast við. Sem tókst; Á níu árum eins og áður sagði! Í dag eru myndirnar hins vegar uppfærðar reglulega. „Það eru teknar myndir af til dæmis Reykjavík og þéttbýliskjörnum einu sinni á ári, sumum svæðum annað hvert ár. En almennt eru kröfur í dag um gögn orðnar miklu meiri en áður var og allt þarf þetta því að vera uppfært reglulega og viðhaldið sem nákvæmast,“ segir Karl. Karl man vel eftir því hversu oft pabbi hans, Örn, þurfti að fara niður í vinnu á kvöldin og um helgar til að græja eitthvað sem tók tæknina langan tíma að gera eitt sinn, en nú aðeins örskamma stund. Enn mætir Örn í vinnuna eftir hádegi alla daga. Nú orðinn 82 ára!Vísir/Anton Brink Kjaftshöggið frá ríkinu Það er skelfilegt til þess að hugsa ef sprotafyrirtæki í dag geta átt von á því að ríkið tilkynni að það ætli í sams konar rekstur eftir þrjátíu til fjörtíu ára starf. Þetta getur þó vel gerst, því í það minnsta hefur það gerst hjá Loftmyndum. „Sem ég viðurkenni auðvitað að er algjört kjaftshögg,“ segir Karl. Þannig var að í den eins og sagt er, sáu Landmælingar Íslands um að mynda bút og bút fyrir stóra aðila eins og Vegagerðina og fleiri. „Einu kortagrunnarnir sem náðu yfir allt landið voru samt bara gamlir danskir og amerískir grunnar. Landmælingar Íslands voru síðan stofnun sem endurvann þessi gögn en það að eiga Íslandskort unnið af Íslendingum varð ekki að veruleika fyrr en okkur tókst það,“ segir Karl og bætir við: „Það sem Landmælingar gerðu var að mynda búta og búta eftir þörfum. Til dæmis fyrir aðila eins og Vegagerðina og eftir pöntun hverju sinni. En það voru aldrei teknar myndir af landinu í heild sinni,“ segir Karl og bætir við að þetta hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að það var svo góður grundvöllur fyrir því að fara í reksturinn á sínum tíma. Fyrir tveimur árum síðan, tilkynnti ríkið hins vegar að nú ætlaði það sjálft í kortagerð af landinu; Sumsé, að fara í sambærilegan rekstur og Loftmyndir. „Skýringuna segja þeir vera að allir eigi að geta fengið þessi gögn ókeypis. Sem þýðir að ríkið vill að skattpeningar séu notaðir því auðvitað yrði þetta aldrei ókeypis. Hjá okkur er þetta hins vegar þannig að það eru aðeins þeir sem þurfa að nota myndirnar, sem greiða fyrir þær,“ segir Karl og augljóst að honum finnst engin glóra í þessari stefnu ríkisins. „Þeir eru með hugmyndir um að klára þetta verkefni á þremur árum. Sem tók okkur níu ár. Og áætla kostnaðinn um 250 milljónir króna. Sem telur þá ekki til viðhaldið við myndatökurnar, háupplausnar myndir af öllum þéttbýlisstöðum og mælingar,“ segir Karl og telur líklegt að réttara væri að tala um að minnsta kosti milljarð í kostnað. Karl segir sérstöðuna á Íslandi vera all nokkra og því geti ríkið ekki borið sig saman við önnur lönd í þessu. „Erlendis er þetta víðast hvar hluti af starfsemi hersins, en Ísland er herlaust land og það á því ekki við. Síðan er veðurfarið hérna einfaldlega þannig að það er ekki samanburðarhæft hversu miklu flóknari og tímafrekara það er að taka loftmyndir af svæðum hér miðað við víða erlendis,“ segir Karl. Enn sem komið er, hefur ríkinu þó ekki tekist ætlunarverkið. Tveir erlendir aðilar hafi verið fengnir til verksins; Annar aðilinn kom aldrei en hinn náði að gera lítið. Því já; Veðrið býður einfaldlega ekki upp á að þriggja ára áætlun standist og það vita forsprakkarar Loftmynda vel. Það þýðir ekkert að vinna svona verkefni með því að fylgjast með veðurspánni þrjá daga fram í tímann. Við vöknum klukkan fjögur á næturnar til að skoða hvernig útlitið er fyrir daginn, skoðum myndir frá gervitunglum og vefmyndavélum til að sjá hvernig útlitið er. Því ef það er heiðskírt og gott veður þurfa menn að vera tilbúnir til að stökkva upp í flugvél og mynda.“ Karl segir kjaftshöggið frá ríkinu leiðinda upplifun. Á sama tíma og hann hefur svo sem ekki mikla trú á að ríkinu takist tilætlunarverkið. Nema þá með óheyrilegum kostnaði. „En það er súrt að standa frammi fyrir því eftir margra áratuga starf, vitandi vits að við erum að gera góða hluti á mjög hagkvæman hátt, með módel sem tryggir að það eru eingöngu notendur sem greiða fyrir vörurnar sem þeir þurfa, tilkynni ríkið að það ætli í þennan rekstur. Í raun er verið að segja að þessi 30 ára loftmyndasaga sem við búum nú þegar yfir skipti engu máli.“ Karl segir það vissulega kjaftshögg að ríkið tilkynni allt í einu samkeppni eftir hátt í fjörtíu ára starfsemi sem er hagstæð og kallar ekki á að það sé verið að nota skattfé í rekstur á félagi sem Karl segir án efa muni kalla á að minnsta kosti milljarð frá ríkinu; eitt sé að koma grunninum á fót en hitt sé að viðhalda honum.Vísir/Anton Brink Gleði og gaman Lífið er þó varla bara vinna. Enda er Karl fimm barna faðir, giftur Rakel Eddu Ólafsdóttur leikskólakennara. „Við byrjuðum ung saman, 16 til 17 ára og eigum fimm börn. Stundum hittir maður fólk sem jesúsar sig yfir þeim fjölda en ég segi alltaf að þetta sé ekkert mál,“ segir Karl og hlær. „Að eignast fyrsta barnið eru smá viðbrigði og að eignast barn númer tvö er kannski auka álag. En þegar þú ert kominn í að eignast barn númer fjögur eða fimm, ertu löngu orðinn svo rútenaraður í hlutverkinu að þetta er orðið eins og sumarfrí, eðlilegasti hlutur í heimi!“ Þó fæddust börnin á fimmtán ára tímabili hjá Karli og Rakel; það fyrsta þegar þau voru 28 ára og það yngsta þegar þau voru 43 ára. „Að umgangast börn og eiga börn er ákveðin jarðtenging við það sem skiptir á endanum mestu máli í lífinu. Því það er ekki vinnan.“ Karl segir starfshóp Loftmynda samanstanda af miklum snillingum. Enda sé það með ólíkindum hvað fámennur hópur af góðu fólki geti afrekað. Margt má líka minnast á af vinnustaðnum sem verður að teljast nokkuð skemmtilegt. Til dæmis var ákveðið fyrir mörgum árum síðan að í stað þess að halda upp á árshátíð árlega, býður fyrirtækið starfsfólki og mökum í nokkra daga ferð til útlanda á þriggja ára fresti. Nú síðast til Svartfjallalands en í svona ferðir hefur hópurinn farið í sex eða sjö skipti. Þá hefur fyrirtækið verið að færa sig upp á skaftið með fjögurra daga vinnuviku. „Við erum nú búin að ná þessu þannig að í jólamánuðinum og heitustu mánuði ársins vinnum við bara fjóra daga,“ segir Karl og útskýrir að markmiðið með þessu sé einfaldlega að fólk geti varið meiri tíma með sínum nánustu. Sumarið er þó vertíðartíminn. Þá eru mestu líkurnar á að hægt sé að mynda svæðin um Ísland. En skilur fólk almennt hvað fyrirtækið gerir? „Nei,“ svarar Karl og hlær. „Enn í dag er það þannig að ef ég er að tala við Jón eða Gunnu úti í bæ, skilur margt fólk ekki hvað við erum að gera. Þótt tæknigeirinn eins og verkfræðingar, Vegagerðin eða Rarik þekki okkur vel,“ segir Karl og útskýrir líka að þegar einstaklingar þurfa að fá kort, til dæmis út af eignarmörkum á jörðum, þá fari þau kaup fram í gegnum sveitarfélögin, sem eru með samninga við Loftmyndir. Flaggskipið er vefsíðan www.map.is þar sem viðskiptavinir geta birt sín eigin kort og Loftmyndir sjá síðan um þróun og rekstur, þótt gögnin flæði inn á kortin úr hinum ýmsu tölvukerfum viðskiptavina. „Einstaklingar geta auðvitað enn keypt af okkur Íslandskort en almennt kaupa einstaklingar loftmyndir og kort í gegnum sveitarfélögin sem eru öll með samninga við okkur. Almennt eru kröfur hins opinbera að aukast á landeigendur, allt frá þeim sem eiga heilu jarðirnar niður í sumarhúsaeigendur. Þessi hópur þarf að skila inn gögnum til hins opinbera um sínar landeignir í mikilli nákvæmni og það eru þá okkar gögn sem fólk er að styðjast við.“ Það sem almenningur getur líka skoðað, er Ísland í þrívídd með meiri nákvæmni en áður. Því í fyrra opnaði fyrirtækið vefsíðuna 3d.map.is sem er opið öllum og þar er meira að segja hægt að skoða öll hæðargögn sem fyrirtækið hefur safnað frá upphafi. Í stað þess að halda árshátíð árlega, býður fyrirtækið starfsfólki og mökum til útlanda í nokkra daga ferð á þriggja ára fresti. Þessi mynd var tekin í Svartfjallalandi en nú þegar hefur hópurinn farið í sex eða sjö svona utanlandsferðir. Kom einhvern tíma upp sú staða á upphafsárunum að þið væruð nálægt því að gefast upp eða hætta? „Nei það kom reyndar aldrei upp. Enda höfum við alltaf haft svo mikla trú á verkefninu. Upphaflega sáum við fyrir okkur að fara í samstarf við Landmælingar og samnýta myndatökur með þeim. Verðskráin sem þeir gáfu okkur samt upp sýndi að sú hugmynd var fullkomlega óraunhæf,“ segir Karl og bætir við: „Við fórum því bara hina leiðina, að leigja vélar og tæki þar til við náðum að fjárfesta sjálfir í okkar eigin búnaði. En þá einfaldlega með því að safna pening fyrir því vegna þess að það var engin fjármögnun fyrir reksturinn önnur en að pabbi lagði sitt eigið fé inn og síðan var það vinnan okkar og okkar starfsfólks.“ Tímasetningin var hins vegar góð því fljótlega eftir að starfsemin fór af stað, komu tölvurnar svo ekki sé talað um byltinguna sem fylgdi internetinu. Árið 2015, tók Karl formlega við rekstrinum af föður sínum, en eigendahópurinn samanstendur nú af fimm aðilum; Þeim feðgum, verkfræðistofunni Cowi og tveimur starfsmönnum. Karl segir gott að geta leitað til föður síns. „Enda er hann svakalega minnugur. Það er hægt að fletta upp í honum með allt; spyrja hvað einhver karl eða kerling sagði fyrir tíu árum síðan og það bara kemur!“ Karl lýsir starfinu sínu þó ekki sem hefðbundnu skrifstofustarfi. Ég segi oft að maður sé frekar eins og bóndi eða sjómaður. Ef grasið er þurrt þarf einfaldlega að hlýða guði og fara í að raka saman grasið. Á sama hátt erum við háð veðrinu; Ef það er skýfrítt einhver staðar þá verðum við bara að stökkva af stað. Svo ekki sé talað um eldgos eða flóð því þá þarf alltaf að fara af stað og uppfæra öll gögn.“ Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir „Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01 Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. 14. mars 2021 08:01 Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00 Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00 „Krakkar sem gistu hjá okkur vissu ekki hvað var að gerast!“ „Við vorum með fjórar til fimm stórar klukkur sem hringdu á hálftíma fresti, en við heyrðum auðvitað ekki neitt,“ segir Hjördís Viðarsdóttir, verslunarstjóri í Klukkunni og hlær. 16. júní 2024 08:01 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Sjá meira
Loftmyndir eru þó fyrirtæki sem fæstir vita um. Nema þá kannski verkfræðingar og sveitarfélög, Vegagerðin, Rarik og sambærilegir aðilar. Því það sem Loftmyndir gera er að mynda Ísland, hæðarmæla og skrá í svo miklum smáatriðum að aðeins skeikar um 25 sentímetra hið mesta ef fólk fer með gps tæki á staðsetningarpunkt af korti frá Loftmyndum. Þessar loftmyndir og kort eru síðan nýtt fyrir vinnu við deiliskipulag, fyrir eigna- og lóðamörk jarða, skiptinu lands eða afmörkun. Til dæmis vegna sumahúsalóða innan jarða og svo framvegis. Það tók fyrirtækið níu ár að búa til kort af Íslandi öllu. Enda veðurfarið á Íslandi einfaldlega þannig að ekki er við ráðið. „Til dæmis tók það okkur sex ár að ná myndum af Tröllaskaga. Því Tröllaskagi er einfaldlega svæði þar sem það er nánast aldrei skýlaust,“ segir Karl Arnar og útskýrir: „Ef ský er á himni, myndast skuggi á landsvæði og því er ekki hægt að taka loftmyndir fyrir kort nema þegar veðrið er gott og himininn alveg skýfrír.“ Ísland er alltaf á ferðinni, segir Karl og nefnir til dæmis að á Suðurlandi séu staðir sem hafi færst um tugi sentímetra frá því að Loftmyndir fóru að mynda Ísland. Lengst af fyrir þann tíma voru grunnar að Íslandskortum unnir af útlendingum; Sérstaklega Ameríkönum og Dönum. Ísland á iði Það felst heilmikill fróðleikur í að ræða við Karl Arnar. Sem í áratugi hefur vasast í því einna helst að taka loftmyndir af Íslandi. Enda viðurkennir hann að vinnan er áhugamál númer eitt. Og kannski það eina! Ísland er alltaf á ferðinni. Ekki aðeins að jöklarnir séu að hopa vegna hlýnandi veðurfars, eða að hér séu eldgos og flóð, heldur eru líka flekahreyfingar sem eru að breyta legu og landi. Það þekkjast því alveg staðir á Suðurlandi sem hafa færst um tugi sentímetra einfaldlega vegna þess að flekaskilin eru að tosa landið í sundur.“ Loftmyndir eru teknar úr flugvélum. Sem einfaldlega fljúga eftir línu og síðan til baka, næstu línu og til baka og koll af kolli. Línu eftir línu því hvert smáatriði þarf að nást á mynd. „Það halda mjög margir að í dag séu svona myndir teknar af drónum. Sem er mikill misskilningur því drónar ná ekki að mynda svona stór svæði eins og við erum að taka og fyrir utan það hvað það er miklu dýrara að senda til dæmis mannskap á Vestfirði til að mynda eitthvað svæði með drónum,“ segir Karl og bætir við: „Við hoppum bara upp í flugvél, fljúgum vestur og myndum og menn eru síðan komnir aftur í bæinn seinnipartinn og sofa í sínu rúmi um nóttina.“ Myndavélabúnaðurinn er afar sérstakur. Líkist einna helst lítilli frystikistu. „Það er auðvitað komin kynslóð núna sem finnst þessi tækni ekkert merkileg enda vön að hafa allt í símanum eða app til að leysa úr öllum málum. Þessari kynslóð finnst því ekkert merkilegt að vera með mynd af landinu. Hið rétta er þó að tækninni hefur fleygt gríðarlega fram síðustu áratugi og átakið í kringum það að gera hlutina nákvæmari og betur verið mikið,“ segir Karl og útskýrir hvernig hlutir sem eitt sinn tók marga daga að vinna að, er núna hægt að gera á örskömmum tíma í tölvum. „Við höfum verið tíu starfsmenn hjá Loftmyndum í yfir tuttugu ár. Ellefu með pabba. Samt hefur fyrirtækið stækkað og verkefnin stækkað mikið. Á móti kemur hefur tækninni fleygt þannig fram að þótt reksturinn sé orðinn meiri og stærri en hann áður var, þarf ekki lengur jafn margt fólk til að vinna vinnuna.“ Efri fv.: Daði Björnsson, Hrafnhildur Loftsdóttir, Hrannar Hauksson, Sindri Már Ingason og Haraldur Ingi Haraldsson. Sitjandi eru feðgarnir Örn og Karl. Gott dæmi um hversu mikil tækniþróunin hefur verið er að í yfir tuttugu ár hafa starfsmenn Loftmynda verið um tíu talsins, verkefnin þó stækkað í umsvifum og orðið fleiri.Vísir/Anton Brink Seldi einbýlishúsið fyrir reksturinn Þótt það sé ákveðin tíska að tala um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í dag, heyrum við sjaldnar sögur af eldri frumkvöðlafyrirtækjum. Sem Loftmyndir flokkast þó sannarlega undir. Saga fyrirtækisins hófst árið 1989 en þá fór Arnar faðir Karls af stað með fyrirtæki sem hét Ísgraf og lagði grunninn að Loftmyndum, í samvinnu við verkfræðistofu sem þá hét Hönnun og ráðgjöf, varð síðar Mannvit en heitir í dag Cowi. Loftmyndir var síðan stofnað árið 1996 og var félaginu Ísgraf því endanlega lokað í fyrra, enda starfsemin fyrir nokkuð löngu síðan öll komin í Loftmyndir. Karl hefur verið með frá byrjun. „Ég fór í menntaskóla því það gerðu það allir eftir grunnskóla. En það vafðist nokkuð fyrir mér hvað ég ætti síðan að gera. Prófaði mig aðeins áfram í háskóla en Fór síðan í rafeindavirkjun og kláraði það,“ segir Karl Arnar sem er fæddur árið 1963. „Í sömu viku og ég kláraði námið, var pabbi að byrja með fyrirtækið. Ég ætlaði þá að fara að vinna hjá voða fínu fyrirtæki en þetta sem pabbi var að gera togaði alltaf í mig þannig að ég ákvað frekar að fara að vinna með honum. Sem var auðvitað launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin,“ segir Karl og hlær. Svona eins og gengur og gerist í sprotafyrirtækjum. Samningur feðganna var þó sá að umsamin voru laun sem námu fjörtíu þúsund krónum á mánuði. Þessi laun yrðu greidd þegar reksturinn hefði bolmagn til. „Það tók okkur tvö ár að fá fyrsta reikninginn greiddan. En það var þegar Vegagerðin keypti af okkur bút sem reyndist þeim mjög vel og eftir það fór boltinn að rúlla og vísir af tekjum fór að sýna sig.“ Faðir Karls gekk þó alla leið sem frumkvöðull: Seldi einbýlishúsið til að fjármagna startið; leigja flugvél og myndavél og fara að safna loftmyndum af landinu. „Ég minnist þess að fyrstu árin var pabbi að fara niður í vinnu á kvöldin og um helgar til að halda tölvukeyrslum í gangi sem þá tóku oft marga daga að klárast.“ Snemma var stefnan tekin á þann stóra draum sem þótti þá, að ná myndum af öllu Íslandi þannig að til yrði íslenskur og mjög nákvæmur kortagrunnur að styðjast við. Sem tókst; Á níu árum eins og áður sagði! Í dag eru myndirnar hins vegar uppfærðar reglulega. „Það eru teknar myndir af til dæmis Reykjavík og þéttbýliskjörnum einu sinni á ári, sumum svæðum annað hvert ár. En almennt eru kröfur í dag um gögn orðnar miklu meiri en áður var og allt þarf þetta því að vera uppfært reglulega og viðhaldið sem nákvæmast,“ segir Karl. Karl man vel eftir því hversu oft pabbi hans, Örn, þurfti að fara niður í vinnu á kvöldin og um helgar til að græja eitthvað sem tók tæknina langan tíma að gera eitt sinn, en nú aðeins örskamma stund. Enn mætir Örn í vinnuna eftir hádegi alla daga. Nú orðinn 82 ára!Vísir/Anton Brink Kjaftshöggið frá ríkinu Það er skelfilegt til þess að hugsa ef sprotafyrirtæki í dag geta átt von á því að ríkið tilkynni að það ætli í sams konar rekstur eftir þrjátíu til fjörtíu ára starf. Þetta getur þó vel gerst, því í það minnsta hefur það gerst hjá Loftmyndum. „Sem ég viðurkenni auðvitað að er algjört kjaftshögg,“ segir Karl. Þannig var að í den eins og sagt er, sáu Landmælingar Íslands um að mynda bút og bút fyrir stóra aðila eins og Vegagerðina og fleiri. „Einu kortagrunnarnir sem náðu yfir allt landið voru samt bara gamlir danskir og amerískir grunnar. Landmælingar Íslands voru síðan stofnun sem endurvann þessi gögn en það að eiga Íslandskort unnið af Íslendingum varð ekki að veruleika fyrr en okkur tókst það,“ segir Karl og bætir við: „Það sem Landmælingar gerðu var að mynda búta og búta eftir þörfum. Til dæmis fyrir aðila eins og Vegagerðina og eftir pöntun hverju sinni. En það voru aldrei teknar myndir af landinu í heild sinni,“ segir Karl og bætir við að þetta hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að það var svo góður grundvöllur fyrir því að fara í reksturinn á sínum tíma. Fyrir tveimur árum síðan, tilkynnti ríkið hins vegar að nú ætlaði það sjálft í kortagerð af landinu; Sumsé, að fara í sambærilegan rekstur og Loftmyndir. „Skýringuna segja þeir vera að allir eigi að geta fengið þessi gögn ókeypis. Sem þýðir að ríkið vill að skattpeningar séu notaðir því auðvitað yrði þetta aldrei ókeypis. Hjá okkur er þetta hins vegar þannig að það eru aðeins þeir sem þurfa að nota myndirnar, sem greiða fyrir þær,“ segir Karl og augljóst að honum finnst engin glóra í þessari stefnu ríkisins. „Þeir eru með hugmyndir um að klára þetta verkefni á þremur árum. Sem tók okkur níu ár. Og áætla kostnaðinn um 250 milljónir króna. Sem telur þá ekki til viðhaldið við myndatökurnar, háupplausnar myndir af öllum þéttbýlisstöðum og mælingar,“ segir Karl og telur líklegt að réttara væri að tala um að minnsta kosti milljarð í kostnað. Karl segir sérstöðuna á Íslandi vera all nokkra og því geti ríkið ekki borið sig saman við önnur lönd í þessu. „Erlendis er þetta víðast hvar hluti af starfsemi hersins, en Ísland er herlaust land og það á því ekki við. Síðan er veðurfarið hérna einfaldlega þannig að það er ekki samanburðarhæft hversu miklu flóknari og tímafrekara það er að taka loftmyndir af svæðum hér miðað við víða erlendis,“ segir Karl. Enn sem komið er, hefur ríkinu þó ekki tekist ætlunarverkið. Tveir erlendir aðilar hafi verið fengnir til verksins; Annar aðilinn kom aldrei en hinn náði að gera lítið. Því já; Veðrið býður einfaldlega ekki upp á að þriggja ára áætlun standist og það vita forsprakkarar Loftmynda vel. Það þýðir ekkert að vinna svona verkefni með því að fylgjast með veðurspánni þrjá daga fram í tímann. Við vöknum klukkan fjögur á næturnar til að skoða hvernig útlitið er fyrir daginn, skoðum myndir frá gervitunglum og vefmyndavélum til að sjá hvernig útlitið er. Því ef það er heiðskírt og gott veður þurfa menn að vera tilbúnir til að stökkva upp í flugvél og mynda.“ Karl segir kjaftshöggið frá ríkinu leiðinda upplifun. Á sama tíma og hann hefur svo sem ekki mikla trú á að ríkinu takist tilætlunarverkið. Nema þá með óheyrilegum kostnaði. „En það er súrt að standa frammi fyrir því eftir margra áratuga starf, vitandi vits að við erum að gera góða hluti á mjög hagkvæman hátt, með módel sem tryggir að það eru eingöngu notendur sem greiða fyrir vörurnar sem þeir þurfa, tilkynni ríkið að það ætli í þennan rekstur. Í raun er verið að segja að þessi 30 ára loftmyndasaga sem við búum nú þegar yfir skipti engu máli.“ Karl segir það vissulega kjaftshögg að ríkið tilkynni allt í einu samkeppni eftir hátt í fjörtíu ára starfsemi sem er hagstæð og kallar ekki á að það sé verið að nota skattfé í rekstur á félagi sem Karl segir án efa muni kalla á að minnsta kosti milljarð frá ríkinu; eitt sé að koma grunninum á fót en hitt sé að viðhalda honum.Vísir/Anton Brink Gleði og gaman Lífið er þó varla bara vinna. Enda er Karl fimm barna faðir, giftur Rakel Eddu Ólafsdóttur leikskólakennara. „Við byrjuðum ung saman, 16 til 17 ára og eigum fimm börn. Stundum hittir maður fólk sem jesúsar sig yfir þeim fjölda en ég segi alltaf að þetta sé ekkert mál,“ segir Karl og hlær. „Að eignast fyrsta barnið eru smá viðbrigði og að eignast barn númer tvö er kannski auka álag. En þegar þú ert kominn í að eignast barn númer fjögur eða fimm, ertu löngu orðinn svo rútenaraður í hlutverkinu að þetta er orðið eins og sumarfrí, eðlilegasti hlutur í heimi!“ Þó fæddust börnin á fimmtán ára tímabili hjá Karli og Rakel; það fyrsta þegar þau voru 28 ára og það yngsta þegar þau voru 43 ára. „Að umgangast börn og eiga börn er ákveðin jarðtenging við það sem skiptir á endanum mestu máli í lífinu. Því það er ekki vinnan.“ Karl segir starfshóp Loftmynda samanstanda af miklum snillingum. Enda sé það með ólíkindum hvað fámennur hópur af góðu fólki geti afrekað. Margt má líka minnast á af vinnustaðnum sem verður að teljast nokkuð skemmtilegt. Til dæmis var ákveðið fyrir mörgum árum síðan að í stað þess að halda upp á árshátíð árlega, býður fyrirtækið starfsfólki og mökum í nokkra daga ferð til útlanda á þriggja ára fresti. Nú síðast til Svartfjallalands en í svona ferðir hefur hópurinn farið í sex eða sjö skipti. Þá hefur fyrirtækið verið að færa sig upp á skaftið með fjögurra daga vinnuviku. „Við erum nú búin að ná þessu þannig að í jólamánuðinum og heitustu mánuði ársins vinnum við bara fjóra daga,“ segir Karl og útskýrir að markmiðið með þessu sé einfaldlega að fólk geti varið meiri tíma með sínum nánustu. Sumarið er þó vertíðartíminn. Þá eru mestu líkurnar á að hægt sé að mynda svæðin um Ísland. En skilur fólk almennt hvað fyrirtækið gerir? „Nei,“ svarar Karl og hlær. „Enn í dag er það þannig að ef ég er að tala við Jón eða Gunnu úti í bæ, skilur margt fólk ekki hvað við erum að gera. Þótt tæknigeirinn eins og verkfræðingar, Vegagerðin eða Rarik þekki okkur vel,“ segir Karl og útskýrir líka að þegar einstaklingar þurfa að fá kort, til dæmis út af eignarmörkum á jörðum, þá fari þau kaup fram í gegnum sveitarfélögin, sem eru með samninga við Loftmyndir. Flaggskipið er vefsíðan www.map.is þar sem viðskiptavinir geta birt sín eigin kort og Loftmyndir sjá síðan um þróun og rekstur, þótt gögnin flæði inn á kortin úr hinum ýmsu tölvukerfum viðskiptavina. „Einstaklingar geta auðvitað enn keypt af okkur Íslandskort en almennt kaupa einstaklingar loftmyndir og kort í gegnum sveitarfélögin sem eru öll með samninga við okkur. Almennt eru kröfur hins opinbera að aukast á landeigendur, allt frá þeim sem eiga heilu jarðirnar niður í sumarhúsaeigendur. Þessi hópur þarf að skila inn gögnum til hins opinbera um sínar landeignir í mikilli nákvæmni og það eru þá okkar gögn sem fólk er að styðjast við.“ Það sem almenningur getur líka skoðað, er Ísland í þrívídd með meiri nákvæmni en áður. Því í fyrra opnaði fyrirtækið vefsíðuna 3d.map.is sem er opið öllum og þar er meira að segja hægt að skoða öll hæðargögn sem fyrirtækið hefur safnað frá upphafi. Í stað þess að halda árshátíð árlega, býður fyrirtækið starfsfólki og mökum til útlanda í nokkra daga ferð á þriggja ára fresti. Þessi mynd var tekin í Svartfjallalandi en nú þegar hefur hópurinn farið í sex eða sjö svona utanlandsferðir. Kom einhvern tíma upp sú staða á upphafsárunum að þið væruð nálægt því að gefast upp eða hætta? „Nei það kom reyndar aldrei upp. Enda höfum við alltaf haft svo mikla trú á verkefninu. Upphaflega sáum við fyrir okkur að fara í samstarf við Landmælingar og samnýta myndatökur með þeim. Verðskráin sem þeir gáfu okkur samt upp sýndi að sú hugmynd var fullkomlega óraunhæf,“ segir Karl og bætir við: „Við fórum því bara hina leiðina, að leigja vélar og tæki þar til við náðum að fjárfesta sjálfir í okkar eigin búnaði. En þá einfaldlega með því að safna pening fyrir því vegna þess að það var engin fjármögnun fyrir reksturinn önnur en að pabbi lagði sitt eigið fé inn og síðan var það vinnan okkar og okkar starfsfólks.“ Tímasetningin var hins vegar góð því fljótlega eftir að starfsemin fór af stað, komu tölvurnar svo ekki sé talað um byltinguna sem fylgdi internetinu. Árið 2015, tók Karl formlega við rekstrinum af föður sínum, en eigendahópurinn samanstendur nú af fimm aðilum; Þeim feðgum, verkfræðistofunni Cowi og tveimur starfsmönnum. Karl segir gott að geta leitað til föður síns. „Enda er hann svakalega minnugur. Það er hægt að fletta upp í honum með allt; spyrja hvað einhver karl eða kerling sagði fyrir tíu árum síðan og það bara kemur!“ Karl lýsir starfinu sínu þó ekki sem hefðbundnu skrifstofustarfi. Ég segi oft að maður sé frekar eins og bóndi eða sjómaður. Ef grasið er þurrt þarf einfaldlega að hlýða guði og fara í að raka saman grasið. Á sama hátt erum við háð veðrinu; Ef það er skýfrítt einhver staðar þá verðum við bara að stökkva af stað. Svo ekki sé talað um eldgos eða flóð því þá þarf alltaf að fara af stað og uppfæra öll gögn.“
Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir „Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01 Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. 14. mars 2021 08:01 Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00 Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00 „Krakkar sem gistu hjá okkur vissu ekki hvað var að gerast!“ „Við vorum með fjórar til fimm stórar klukkur sem hringdu á hálftíma fresti, en við heyrðum auðvitað ekki neitt,“ segir Hjördís Viðarsdóttir, verslunarstjóri í Klukkunni og hlær. 16. júní 2024 08:01 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Sjá meira
„Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01
Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. 14. mars 2021 08:01
Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00
Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00
„Krakkar sem gistu hjá okkur vissu ekki hvað var að gerast!“ „Við vorum með fjórar til fimm stórar klukkur sem hringdu á hálftíma fresti, en við heyrðum auðvitað ekki neitt,“ segir Hjördís Viðarsdóttir, verslunarstjóri í Klukkunni og hlær. 16. júní 2024 08:01