Viðskipti erlent

Skilanefnd Kaupþings krefur Tchenguiz um 35 milljarða

Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt breska fjárfestinum Robert Tchenguiz og krafið hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða kr. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield sem skilanefndin telur að hafi átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á áli í niðursveiflu

Heimsmarkaðsverð á áli hefur verið í niðursveiflu þessa vikuna eftir að orðrómur komst á kreik í upphafi vikunnar um að Kínverjar ætluðu að hefja framleiðslu á ný í nokkrum álvera sinna sem staðið hafa lokuð um hríð.

Viðskipti erlent

Chrysler lokar 800 bílasölum

Bílaframleiðandinn Chrysler mun á næstunni loka 800 af 3.200 bílasölum sínum í Bandaríkjunum til að vinna sig hraðar út úr gjaldþrotinu, sem hluti fyrirtækisins sætti.

Viðskipti erlent

Segir hættu á lækkuðu lánshæfismati Bandaríkjanna

Bandaríkin eiga á hættu að lánshæfismat landsins verði lækkað úr toppeinkunninni AAA í fyrsta sinn síðan árið 1917. Þetta kemur fram í lesendabréfi sem David Walker fyrrum ríkisendurskoðandi Bandaríkjanna skrifar í Financial Times í dag og hefur farið sem logi um akur á viðskiptavefum heimsins.

Viðskipti erlent

ESB sektaði Intel um 180 milljarða króna

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska örgjörvaframleiðandann Intel um jafnvirði ríflega 180 milljarða íslenskra króna, fyrir að hamla samkeppni og brjóta gegn samkeppnislögum. Sektin er sú hæsta sem sambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki

Viðskipti erlent

Danir hætta við neyðaraðstoð til Lettlands

Danski seðlabankinn, Nationalbanken, hefur ákveðið að framlengja ekki gjaldmiðlaskipasamningi sínum við Lettland sem hefur veitt Lettlandi mikilvæga neyðaraðstoð í formi aðgengis að evrum í skiptum fyrir lats. Um er að ræða samskonar samning og Ísland hefur við seðlabanka í þremur Norðurlandanna.

Viðskipti erlent