Viðskipti erlent

Madoff dæmdur í 150 ára fangelsisvist

Fjársvikarinn Bernhard Madoff var í dag dæmur í 150 ára fangelsisvist eins og raunar var viðbúið.

Fjársvikamál Madoffs er eitt það stærsta sinnar tegundar á Wall Street, en hann var ákærður fyrir að hafa dregið að sér allt að 50 milljarða dollara með svikum á tuttugu ára tímabili.

Madoff rak umfangsmikla fjársvikamillu og beitti svokölluðu Ponzi-svindli til að ná fé út úr viðskiptavinum sínum en það felst í því að greiða fjárfestum arð með fé sem aðrir fjárfestar höfðu lagt til fyrirtækis hans.

Talið er að um sé að ræða stærsta fjársvikamál þeirrar tegundar sem nokkurn tímann hefur komist upp um í heiminum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×