Viðskipti erlent

Annar bandarískur stórbanki laus úr kreppunni

Bandaríski stórbankinn JP Morgan skilar afargóðu uppgjöri eftir fyrsta ársfjórðung ársins. Er JP Morgan annar stórbankinn vestanhafs sem skilar góðum hagnaði í ár en Goldman Sachs skilaði nýlega svo góðu uppgjöri að það kom flestum í opna skjöldu.

Viðskipti erlent

Sér glitta í vonarneista í hagkerfinu

Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagðist sjá glitta í vonarneista í efnahag landsins. Þetta sagði hann á fundi með háskólanemum við Georgetown University í dag. Hann varaði menn þó við að botninum væri þegar náð.

Viðskipti erlent

Hlutabréf í Royal Unibrew rjúka upp í verði

Mikill skriður hefur verið á verði hlutabréfa í bruggverksmiðjunum Royal Unibrew í kauphöllinni í Kauðmannahöfn í morgun. Hefur verðið á bréfunum hækkað um 22% m.v. stöðuna á þeim fyrir páska. Stoðir er einn stærsti hluthafinn með fimmtungshlut.

Viðskipti erlent

Bjartsýni á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum

Nokkur bjartsýni ríkir á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Það skýrist af afkomutölum bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs, sem var talsvert betri en spár gerðu ráð fyrir. Helst eru það fjármálafyrirtæki sem draga vísitölur á mörkuðunum upp.

Viðskipti erlent

Goldman Sachs fyrsti bankinn á leið út úr kreppunni

Goldman Sachs skilaði hagnaði upp á 1,8 milljarða dollara eða rúmlega 200 milljarða kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Er þetta uppgjör töluvert umfram væntingar sérfræðinga og virðist Goldman vera fyrsti bandaríski bankinn sem er að komast út úr fjármálakreppunni.

Viðskipti erlent

Útrásarvíkingarnir sjást ekki á Íslandi

Útrásarvíkingarnir voru eitt sinn hetjur á Íslandi, hetjur sem færðu landinu stolt um leið og þeir keyptu upp eignir í Bretlandi og víða um Evrópu. En fall bankanna og krónunnar hefur lækkað rostann í þessu litla landi. Þúsundir íslendinga hafa tapað ævisparnaðinum, atvinnuleysi er komið yfir 9% og stýrivextir daðra við 18%. Mótmæli hafa fellt ríkisstjórnina og bankastjóra seðlabankans. Með þessum orðum hefst grein eftir Rowena Mason í breska blaðinu Daily Telagraph í dag.

Viðskipti erlent

Skilanefndin og Tchenguiz deila um Somerfield

Skilanefnd Kaupþings og breski auðkýfingurinn Robert Tchenguiz eiga nú í deilum um hvernig skipta eigi söluverði verslunarkeðjunnar Somerfield. Þetta kemur fram í the Observer í dag. Kaupþing og Tchenguiz áttu hlut í Somerfield en verslunarkeðjan var seld í mars fyrir tæplega 30 milljarða króna.

Viðskipti erlent

Ódýrara að kaupa nýjan bíl heldur en notaðan

Í Bretlandi eru nú sumar bifreiðar ódýrari heldur en notaðar. Þetta er þó mismunandi eftir tegundum. Fjármálakreppan hefur haft þessi áhrif. Neytendur geta sparað allt að 1000 pund eða rúmlega 190 þúsund íslenskar krónur ef þeir kaupa nýja bifreið í stað bifreiðar sem búið er að aka nokkur þúsund kílómetra.

Viðskipti erlent

Samrunaviðræður Yahoo og Microsoft hafnar að nýju

Viðræður um samruna Yahoo og Microsoft eru hafnar á nýjan leik en upp úr slitnaði í maraþonviðræðum stjórnenda fyrirtækjanna um samruna þeirra í lok síðasta árs. Jerry Yang, fyrrum forstjóri Yahoo, var þá sakaður um að hafa verið helsti þröskuldurinn sem Microsoft komst ekki yfir þegar fyrirtækið gerði tilboð í Yahoo.

Viðskipti erlent

Beðnir um að lækka eigin laun

Framkvæmdastjórar og aðrir yfirmenn banka- og tryggingarstofnana í Kína hafa verið beðnir um að lækka eigin laun til að draga úr bilinu á milli þeirra og almennra launamanna í landinu.

Viðskipti erlent