Viðskipti erlent

Lækkun á mörkuðum Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu lækkuðu í verði í dag en nú er síðasti dagur fjárhagsársins í Japan og fleiri löndum álfunnar. Nikkei-hlutabréfavísitalan féll um eitt og hálft prósent og eru fjárfestar taldir hafa áhyggjur af afkomu fjármálastofnana víða um heim eftir að ríkisstjórnir í Evrópu þurftu að koma þarlendum bönkum til aðstoðar til að forða þeim frá hruni.

Viðskipti erlent

Forseti skammar bílarisana

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær nýjar rekstraráætlanir bílarisanna General Motors og Chrysler óásættanlega og væri réttast að fyrirtækin færu í greiðslustöðvun til að knýja fram endurskipulagningu í rekstri þeirra. Gangi það eftir geta fyrirtækin átt von á að fá viðbótarlán úr ríkissjóði.

Viðskipti erlent

Sarkozy hótar að ganga út af leiðtogafundi

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hótar að ganga út af leiðtogafundi G20 ríkjanna sem hefst í London á fimmtudaginn. Leiðtogar 20 mestu efnahagsríkja heims mæta á fundinn en þar stendur til að finna leiðir til að stýra efnahagskerfi heimsins út úr kreppunni.

Viðskipti erlent

Sharíabankar vekja athygli víða um heim

Fjárfestingar í takt við boðskap Kóranins er eitt mest ört vaxandi fyrirbærið á mörkuðum í London þessi misserin og verður ef til vill ein af mikilvægustu tekjulindum bankanna í náinni framtíð, að mati Richards Thomas, stjórnarformanns Gatehouse Bank.

Viðskipti erlent

Fjárfestir fær 2,5 milljarða uppgjör frá Kaupþingi

Norski fjárfestirinn Christian Sveaas bíður nú eftir að 139 milljónir norskra kr. eða um 2,5 milljarðar kr. rúlli inn á reikning sinn frá Kaupþingi. Bankinn hefur samykkt að greiða þessa upphæð til Sveaas en hún fraus inni í Kaupþingi þegar bankinn hrundi s.l. haust.

Viðskipti erlent

Forstjóri GM segir af sér

Rick Wagoner, forstjóri General Motors, sagði af sér í gær eftir að bandarísk stjórnvöld fóru fram á það við hann. Nú stefnir í að ríkisstjórnin komi bílaframleiðandanum til bjargar í annað skiptið með því að lána fyrirtækinu peninga og Chrysler-bílaverksmiðjunum um leið.

Viðskipti erlent

Lækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun og varð lækkunin í sumum tilfellum töluverð, til dæmis hjá japanska Mizuho-bankanum sem lækkaði um tæp níu prósent. Þá lækkuðu bréf námafyrirtækisins Billington um rúm fjögur prósent í kjölfar verðlækkunar á olíu og kopar.

Viðskipti erlent

Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum

Íslendingar mæta nú breskum fyrirtækjum af hörku þar sem ríkisstjórn landsins gerir allt til þess að hámarka verðmæti eigna, ef marka má orð bankamanns sem tekur þátt í björgunaraðgerðum. Það er breska blaðið Guardian sem fjallar um málið í dag undir fyrirsögninn, „Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum“.

Viðskipti erlent

Bretland gæti þurft á aðstoð AGS að halda

Bretar gætu þurft á aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að halda vegna efnahagsvandans. Þetta segir fjárfestirinn George Soros í dag en hann græddi einn milljarð bandaríkjadollara á svarta miðvikudeginum árið 1992. Hann segir Bretland standa brothætt gagnvart efnahagsvandanum sem nú ríður yfir heiminn.

Viðskipti erlent

Ekki eyða um efni fram

Með hunrdað milljóna punda auð í vasanum er Simon Cowell líklega síðasti maðurinn sem þú vilt heyra gefa ráð um hvernig megi sigrast á efnahagskreppunni. Fyrir tuttugu árum missti Simon sig hinsvegar aðeins í lántökum og í kjölfarið missti hann húsið sitt, spariféð og Porche bifreið sína. Það má því segja að hann geti samsvarað sér með illa stöddum almúganum sem fylgist með sjónvarpsþáttum hans.

Viðskipti erlent

Kröfuhafar í þrotabú Sterling fá ekkert

Kröfuhafar í þrotabú Sterling flugfélagsins í Danmörku fá ekkert upp í kröfur sínar. Á vefsíðunni business.dk segir að þeir smáaurar sem fundust á kistubotni félagsins fari í að greiða upp í kröfur frá ábyrgðasjóði launa í Danmörku.

Viðskipti erlent

Asíubréf hækka í kjölfar hækkunar vestra

Asísk hlutabréf hækkuðu í verði í morgun og er þetta fimmti dagurinn í röð sem hækkun verður á mörkuðum í Asíu. Hækkanirnar fylgja hækkunum á Wall Street síðustu daga en sérfræðingar segja þetta þó ekki einskær merki um að efnahagsástand heimsins sé að batna að ráði. Fjárfestar séu hins vegar vongóðir og séu nú farnir að taka aukna áhættu á ný eftir hrunið.

Viðskipti erlent

Svaraði fyrir milljóna dala bónusgreiðslur

Einn stjórnenda AIG, trygginga- og fjárfestingafélagsins, varði ákvörðun félagsins um að greiða starfsmönnum 165 milljónir bandaríkjadala í bónusgreiðslur. Hann sagði að greiðslurnar hefðu verið nauðsynlegar til þess að halda starfsfólki í vinnu. Maðurinn, sem heitir Stephen L. Blake og er

Viðskipti erlent