Viðskipti innlent

Fréttamynd

Helgi fær ekki á­heyrn Hæsta­réttar

Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, fær ekki áheyrn Hæstaréttar eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna. Starfsmennirnir stefndu Helga, sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir hefðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar

Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2024 var jákvæð um 10,7 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 8,1 milljarð króna árið 2023. Heildarafkoma ársins var jákvæð um 5,2 milljarð króna

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætta við Coda Terminal í Hafnar­firði

Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hersir til Símans

Hersir Aron Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Steindór Emil Sigurðsson hafa verið ráðnir til Símans. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Símanum

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mariam til Wisefish

Mariam Laperashvili hefur verið ráðin sem markaðsstjóri Wisefish, hugbúnaðarhús í viðskiptalausnum fyrir aðfangakeðju sjávarútvegs- og eldisfyrirtækja á heimsvísu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Macland gjald­þrota: „Bruninn fór með þetta“

Makkland ehf., sem rak tölvu- og símabúðina vinsælu Macland um árabil, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Eigandinn segir brunann í Kringlunni hafa gert út af við reksturinn. Starfsmenn hafi þegar fengið laun greidd og hann vonist til þess að birgjar fái sitt út úr þrotabúinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sól­rún tekur við af Kristínu Lindu

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, var í dag kjörin stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Hún tekur við embættinu af Kristínu Lindu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar, sem gegnt hefur stöðunni síðustu tvö ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lára nýr samskiptastjóri Reita

Lára Hilmarsdóttir er nýr samskiptastjóri Reita. Hún mun sinna samskipta- og markaðsmálum auk fjárfestatengsla og vinna náið með samstarfsaðilum innan og utan félagsins við fjölbreytt verkefni sem styðja við vaxtarstefnu og markmið félagsins.

Viðskipti innlent