Viðskipti innlent

Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa

Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag.

Viðskipti innlent

Fast­eigna­mar­tröð sem endaði far­sæl­lega

Hjón í fasteignaleit voru við það að leggja upp laupana og fara til Tenerife þegar tilboð þeirra var samþykkt eftir nítján mánaða þrautagöngu. Þau segja flestallt vinna á móti fyrstu kaupendum og ekkert útlit fyrir að staðan á fasteignamarkaði komi til með að skána á næstunni. Þegar séreignaúrræði stjórnvalda brást tóku þau yfirdrátt til að brúa bilið á lokametrunum.

Viðskipti innlent

Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt

Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum.

Viðskipti innlent

Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg

Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna.

Viðskipti innlent

Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum

Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna.

Viðskipti innlent