Viðskipti innlent

Það er slúðrað mest í Reykjavík

Þetta er eins og að gefa út tímarit, en forsíðan breytist eftir því hvar þú ert staddur, segir framkvæmdastjóri Marriott Edition hótelanna. Mikil leynd hvílir yfir byggingunni og því hafa margar sögur komist á kreik.

Viðskipti innlent

Tólf starfsmönnum sagt upp hjá Heklu

Bílaumboðið Hekla sagði í dag upp tólf starfsmönnum. Uppsagnirnar eru þvert á deildir í fyrirtækinu en Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir að ástæða uppsagnanna sé samdráttur í bílasölu síðustu misseri.

Viðskipti innlent

Veltan helmingaðist á fimm árum

Velta Bílanausts dróst saman um helming frá 2013 fram að gjaldþroti félagsins. Uppsafnað tap nemur 600 milljónum króna. Félag í Toyota-samstæðunni keypti eignir úr búinu á 270 milljónir króna en AB varahlutir náðu til sín stórum umbo

Viðskipti innlent

Hagnast um 339 milljónir króna 

Framtakssjóðurinn Icelandic Tourism Fund, sem er í rekstri Landsbréfa, hagnaðist um 339 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um 28 milljónir króna frá fyrra ári, samkvæmt nýjum ársreikningi sjóðsins.

Viðskipti innlent

Keypti í Icelandair fyrir 700 milljónir 

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Managment, sem kom fyrst inn í hlutahafahóp Icelandair Group í síðasta mánuði, bætti við sig hlutum í flugfélaginu í lok síðustu viku fyrir jafnvirði um 700 milljónir króna og er sjóðurinn eftir kaupin orðinn stærsti hluthafi Icelandair.

Viðskipti innlent

Beiti sér gegn loftslagsbreytingum

Sérfræðingur segir að tengsl séu á milli ábyrgra fjárfestinga og betri ávöxtunar. Stefnusmiðir kalli í meira mæli eftir upplýsingum um hve ábyrgar fjárfestingar séu. Fjármálastofnanir séu undir auknum þrýstingi á að haga sér með

Viðskipti innlent

Álver Rio Tinto tapaði ríflega fimm milljörðum

Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með tapi upp á 42,1 milljón dala, jafnvirði um 5,2 milljarða króna miðað við núverandi gengi, á síðasta ári, samkvæmt nýjum ársreikningi álversins. Til samanburðar tapaði álverið 3,3 milljónum dala árið 2017.

Viðskipti innlent

Eignast helming í Íslenskum verðbréfum

Fyrrverandi eigendur Viðskiptahússins hafa eignast helmingshlut í Íslenskum verðbréfum í kjölfar kaupa síðarnefnda fyrirtækisins á því fyrrnefnda. Öllum skilyrðum fyrir kaupunum hefur verið fullnægt og var gengið endanlega frá þeim í byrjun vikunnar.

Viðskipti innlent