Viðskipti innlent

Vísa frá kæru Hreyfils í Hopp-máli

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað kæru leigubílastöðvarinnar Hreyfils á hendur Samkeppniseftirlitinu frá. Kæra Hreyfils sneri að bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins að Hreyfli sé óheimilt að banna eða hamla leigubílstjórum sem eru í þjónustu Hreyfils, að nýta sér jafnframt þjónustu annarra leigubifreiðastöðva.

Viðskipti innlent

Allt grænt í Kaup­höllinni

Hlutabréf allra skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni nema tveggja hækkuðu í verði í dag. Þrjú þeirra hækkuðu um meira en sex prósent og hlutabréf Icelandair hækkuðu mest, eða um 6,45 prósent.

Viðskipti innlent

Pink Iceland verð­launuð í annað skipti

Pink Iceland hlaut Nýsköpunarverðlaun og Skriðuklaustur í Fljótsdal Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023. Verðlaunin voru afhent á 25 ára afmælisráðstefnu samtakanna á Hilton Reykjavík Nordica í gær.

Viðskipti innlent

Atli, Sól­rún og Tinna ráðin til Motus

Innheimtufyrirtækið Motus hefur ráðið til starfa þau Atla Hjaltested, Sólrúnu Dröfn Björnsdóttur og Tinnu Björk Bryde. Atli er nýr viðskiptastjóri, Sólrún er nýr vörustjóri innheimtu og Tinna nýr viðskiptaþróunarstjóri.

Viðskipti innlent

Leiðir ný­sköpun og þróun hjá Héðni

Véltæknifyrirtækið Héðinn hefur ráðið Daníel Frey Hjartarson sem yfirmann nýsköpunar og þróunar hjá fyrirtækinu. Þar mun Daníel meðal annars leiða verkefni í vöruþróun, nýsköpun og sjálfbærni. Daníel hefur þegar hafið störf.

Viðskipti innlent

Telja fast­eignir og lausa­fé Vísis ehf. vel tryggt

Staðan á Reykjanesskaga hefur ekki áhrif á starfsemi útgerðarinnar Vísis en fiskvinnsla í Grindavík hefur stöðvast. Stjórnendur vinna við að bregðast við aðstæðum og munu taka ákvarðanir í samræmi við þróun mála. Stjórnendur telja fasteignir og lausafé félagsins í Grindavík vera vel tryggt.

Viðskipti innlent