Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-3 | Lennon gerði gæfumuninn í Kórnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2020 20:45 Steven Lennon byrjaði tímabilið með því að skora tvö mörk gegn HK. vísir/bára Líkt og á síðasta tímabili lagði FH HK að velli í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla. Lokatölur að þessu sinni, 2-3 FH-ingum í vil. Steven Lennon gerði gæfumuninn í Kórnum í kvöld en hann skoraði fyrstu tvö mörk FH og átti stóran þátt í því þriðja sem var sjálfsmark Leifs Andra Leifssonar, fyrirliða HK. Valgeir Valgeirsson og Ásgeir Marteinsson skoruðu mörk HK-inga sem voru full gestrisnir í kvöld. Í fyrsta sinn síðan 2016 var Atli Guðnason í byrjunarliði FH í fyrsta leik. Og hann þakkaði traustið með því að leggja upp mark fyrir Lennon á 19. mínútu. Atli setti boltann þá inn fyrir í fyrstu snertingu, Alexander Freyr Sindrason ætlaði að skýla boltanum en það tókst ekki betur en svo að Lennon laumaðist fram fyrir hann og skoraði. HK-ingar voru afar ryðgaðir í upphafi leiks og eftir stundarfjórðung voru tveir leikmenn farnir af velli vegna meiðsla, þeir Bjarni Gunnarsson og Arnar Freyr Ólafsson. Sigurður Hrannar Björnsson kom í markið í stað Arnars Freys og hann varði vel frá Jónatan Inga Jónssyni á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir slæm mistök Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik átti HK góða sókn. Hörður Árnason sendi fyrir frá vinstri, boltinn fór í hönd nafna hans, Inga Gunnarssonar, og barst til Ólafs Arnar Eyjólfssonar. Hann sendi fyrir á Valgeir sem skoraði með föstu skoti. Áfall fyrir FH-inga sem voru sterkari í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér mörg færi. HK-ingar þorðu að halda boltanum meira í seinni hálfleik og áttu ágætar sóknir. FH-ingar voru þó alltaf hættulegri og Sigurður þurfti tvisvar að taka á honum stóra sínum til að verja frá Lennon. Sigurður hafði átt ljómandi fína innkomu en gerði sig sekan um slæm mistök á 85. mínútu. Hann missti þá fyrirgjöf Daníels Hafsteinssonar frá sér og aftur var Lennon fyrstur að átta sig og skoraði. Tveimur mínútum síðar tapaði HK boltanum á miðjunni, FH geystist í skyndisókn, Lennon gaf fyrir frá vinstri og boltinn fór af Leifi Andra og í netið. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma minnkaði Ásgeir muninn í 2-3 eftir misskilning milli Gunnars Nielsen og Guðmundar Kristjánssonar. Nær komust heimamenn hins vegar ekki og gestirnir úr Hafnarfirði fögnuðu sigri. Af hverju vann FH? FH var heilt yfir sterkari aðilinn og erfitt að mótmæla því að sigurinn hafi verið sanngjarn. Hafnfirðingar þurftu þó að sýna þolinmæði og hún var dyggð að þessu sinni. Skiptingar Ólafs Kristjánssonar, þjálfara FH, heppnuðust vel en bæði Daníel og Þórir Jóhann Helgason hleyptu meira lífi í leik gestanna. Varnarleikur HK var góður á síðasta tímabili og mistökin sem liðið gerði í fyrsta og öðru marki FH voru úr karakter. Svo máttu HK-ingar engan veginn við því að missa Arnar Frey og Bjarna, eina alvöru framherja liðsins, af velli. Hverjir stóðu upp úr? Lennon byrjar tímabilið af feykilegum krafti. Hann var líklegur allan tímann og skilaði tveimur mörkum og átti sendinguna sem skapaði sjálfsmark Leifs Andra. Á hinum kantinum, þeim hægri, var Jónatan sprækur og Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, átti góðan leik. Guðmann Þórisson var einnig afar traustur. Ólafur Örn var besti leikmaður HK í leiknum og Valgeir átti góða spretti. Sigurður varði nokkrum sinnum vel en gerði sig sekan um slæm mistök í öðru marki FH. Hvað gekk illa? Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, sem tók út leikbann í dag, hlýtur að taka fyrir augun þegar hann horfir aftur á leikinn og mistökin sem sínir menn gerðu. Alexander, sem átti ágæta innkomu í lið HK í fyrra, var afar mistækur í kvöld og vill eflaust gleyma frammistöðu sinni í þessum leik sem fyrst. Þá verða HK-ingar að vona að meiðsli Arnars Freys og Bjarna séu ekki alvarleg því breiddin í leikmannahópi liðsins er lítil og það má ekki við miklum skakkaföllum. Hvað gerist næst? HK á afar krefjandi leik fyrir höndum í næstu umferð þegar liðið sækir Íslandsmeistara KR heim á laugardaginn. Degi síðar fær FH ÍA í heimsókn en bæði þessi lið eru með þrjú stig eftir 1. umferðina. Ólafur: Fínt að hafa fríska og unga menn til að sprengja þetta upp FH - KA. Pepsi deild karla, sumarið 2019. Knattspyrna, fótbolti.Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir „Eins og er búið að minna okkur ansi oft á höfum við ekki riðið feitum hesti frá leikjum hér. Við vorum búnir að tala um að þetta gæti tekið tíma og það var raunin,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir sigurinn á HK í kvöld. FH komst yfir á 19. mínútu með marki Stevens Lennon en Valgeir Valgeirsson jafnaði fyrir HK í uppbótartíma fyrri hálfleiks. „Auðvitað var fúlt að markið þeirra skyldi falla rétt fyrir hálfleik. Það var góður tími fyrir þá, vondur fyrir okkur. En við hreinsuðum það hratt úr kerfinu og áfram gakk,“ sagði Ólafur. Varamennirnir Daníel Hafsteinsson og Þórir Jóhann Helgason áttu góða innkomu í lið FH í seinni hálfleik og sá fyrrnefndi lagði upp annað mark liðsins fyrir Lennon á 85. mínútu. Tveimur mínútum síðar kom þriðja mark FH. „Þeir eru gríðarlega krafmiklir. Leikmyndin var eins og við gátum ímyndað okkur hún að yrði, að við þyrftum að setja ferska og kröftuga stráka inn á,“ sagði Ólafur. Í fyrsta sinn í fjögur ár var Atli Guðnason í byrjunarliði FH í 1. umferð. Ólafur skillti honum upp sem fremsta miðjumanni. „Atli var góður í holunni í fyrri hálfleik og lagði fyrsta markið frábærlega upp. Í upphafi seinni hálfleiks var ekki jafn mikið pláss fyrir hann og við duttum aðeins út úr leiknum. Þá var fínt að hafa fríska og unga menn til að sprengja þetta upp,“ sagði Ólafur. „Okkur tilgangur var að ná í þrjú stig og hvernig þau komu og hvernig það leit út skiptir bara engu máli. Í byrjun móts skiptir öllu að hala inn stig.“ Viktor Bjarki: Þeir voru ekki tæpir fyrir leik Viktor Bjarki sagði að sínir menn hefðu gert sig seka um dýr mistök gegn FH í kvöld.vísir/daníel Viktor Bjarki Arnarsson stýrði HK gegn FH í leiknum í kvöld í fjarveru Brynjars Björns Gunnarssonar, þjálfara liðsins, sem tók út leikbann. Viktor sagði að klaufaleg mistök hefðu orðið HK-ingum að falli í kvöld. „Það kostaði okkur þrjú mörk í dag. Mörkin voru of ódýr,“ sagði Viktor. HK-ingar virkuðu ryðgaðir framan af leik en héldu boltanum betur í seinni hálfleik og litu betur út. Viktor fannst sem sínir menn væru með ágætis tök á leiknum þar til undir lokin þegar tvö síðustu mörk FH-inga komu. „Við vorum með leikinn eins og við vildum hafa hann. Við stilltum honum upp svona. Mörkin voru full auðveld fyrir minn smekk,“ sagði Viktor. Eftir stundarfjórðung höfðu tveir leikmenn HK farið af velli vegna meiðsla, þeir Bjarni Gunnarsson og Arnar Freyr Ólafsson. „Þeir voru ekki tæpir fyrir leik. Það var mjög vont að þurfa að skipta tveimur mönnum út af í fyrri hálfleik og eiga ekki ferska menn í þeim seinni. Það var kannski munurinn á liðunum. Þeir gátu sett ferska leikmenn inn á,“ sagði Viktor að lokum. Pepsi Max-deild karla
Líkt og á síðasta tímabili lagði FH HK að velli í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla. Lokatölur að þessu sinni, 2-3 FH-ingum í vil. Steven Lennon gerði gæfumuninn í Kórnum í kvöld en hann skoraði fyrstu tvö mörk FH og átti stóran þátt í því þriðja sem var sjálfsmark Leifs Andra Leifssonar, fyrirliða HK. Valgeir Valgeirsson og Ásgeir Marteinsson skoruðu mörk HK-inga sem voru full gestrisnir í kvöld. Í fyrsta sinn síðan 2016 var Atli Guðnason í byrjunarliði FH í fyrsta leik. Og hann þakkaði traustið með því að leggja upp mark fyrir Lennon á 19. mínútu. Atli setti boltann þá inn fyrir í fyrstu snertingu, Alexander Freyr Sindrason ætlaði að skýla boltanum en það tókst ekki betur en svo að Lennon laumaðist fram fyrir hann og skoraði. HK-ingar voru afar ryðgaðir í upphafi leiks og eftir stundarfjórðung voru tveir leikmenn farnir af velli vegna meiðsla, þeir Bjarni Gunnarsson og Arnar Freyr Ólafsson. Sigurður Hrannar Björnsson kom í markið í stað Arnars Freys og hann varði vel frá Jónatan Inga Jónssyni á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir slæm mistök Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik átti HK góða sókn. Hörður Árnason sendi fyrir frá vinstri, boltinn fór í hönd nafna hans, Inga Gunnarssonar, og barst til Ólafs Arnar Eyjólfssonar. Hann sendi fyrir á Valgeir sem skoraði með föstu skoti. Áfall fyrir FH-inga sem voru sterkari í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér mörg færi. HK-ingar þorðu að halda boltanum meira í seinni hálfleik og áttu ágætar sóknir. FH-ingar voru þó alltaf hættulegri og Sigurður þurfti tvisvar að taka á honum stóra sínum til að verja frá Lennon. Sigurður hafði átt ljómandi fína innkomu en gerði sig sekan um slæm mistök á 85. mínútu. Hann missti þá fyrirgjöf Daníels Hafsteinssonar frá sér og aftur var Lennon fyrstur að átta sig og skoraði. Tveimur mínútum síðar tapaði HK boltanum á miðjunni, FH geystist í skyndisókn, Lennon gaf fyrir frá vinstri og boltinn fór af Leifi Andra og í netið. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma minnkaði Ásgeir muninn í 2-3 eftir misskilning milli Gunnars Nielsen og Guðmundar Kristjánssonar. Nær komust heimamenn hins vegar ekki og gestirnir úr Hafnarfirði fögnuðu sigri. Af hverju vann FH? FH var heilt yfir sterkari aðilinn og erfitt að mótmæla því að sigurinn hafi verið sanngjarn. Hafnfirðingar þurftu þó að sýna þolinmæði og hún var dyggð að þessu sinni. Skiptingar Ólafs Kristjánssonar, þjálfara FH, heppnuðust vel en bæði Daníel og Þórir Jóhann Helgason hleyptu meira lífi í leik gestanna. Varnarleikur HK var góður á síðasta tímabili og mistökin sem liðið gerði í fyrsta og öðru marki FH voru úr karakter. Svo máttu HK-ingar engan veginn við því að missa Arnar Frey og Bjarna, eina alvöru framherja liðsins, af velli. Hverjir stóðu upp úr? Lennon byrjar tímabilið af feykilegum krafti. Hann var líklegur allan tímann og skilaði tveimur mörkum og átti sendinguna sem skapaði sjálfsmark Leifs Andra. Á hinum kantinum, þeim hægri, var Jónatan sprækur og Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, átti góðan leik. Guðmann Þórisson var einnig afar traustur. Ólafur Örn var besti leikmaður HK í leiknum og Valgeir átti góða spretti. Sigurður varði nokkrum sinnum vel en gerði sig sekan um slæm mistök í öðru marki FH. Hvað gekk illa? Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, sem tók út leikbann í dag, hlýtur að taka fyrir augun þegar hann horfir aftur á leikinn og mistökin sem sínir menn gerðu. Alexander, sem átti ágæta innkomu í lið HK í fyrra, var afar mistækur í kvöld og vill eflaust gleyma frammistöðu sinni í þessum leik sem fyrst. Þá verða HK-ingar að vona að meiðsli Arnars Freys og Bjarna séu ekki alvarleg því breiddin í leikmannahópi liðsins er lítil og það má ekki við miklum skakkaföllum. Hvað gerist næst? HK á afar krefjandi leik fyrir höndum í næstu umferð þegar liðið sækir Íslandsmeistara KR heim á laugardaginn. Degi síðar fær FH ÍA í heimsókn en bæði þessi lið eru með þrjú stig eftir 1. umferðina. Ólafur: Fínt að hafa fríska og unga menn til að sprengja þetta upp FH - KA. Pepsi deild karla, sumarið 2019. Knattspyrna, fótbolti.Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir „Eins og er búið að minna okkur ansi oft á höfum við ekki riðið feitum hesti frá leikjum hér. Við vorum búnir að tala um að þetta gæti tekið tíma og það var raunin,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir sigurinn á HK í kvöld. FH komst yfir á 19. mínútu með marki Stevens Lennon en Valgeir Valgeirsson jafnaði fyrir HK í uppbótartíma fyrri hálfleiks. „Auðvitað var fúlt að markið þeirra skyldi falla rétt fyrir hálfleik. Það var góður tími fyrir þá, vondur fyrir okkur. En við hreinsuðum það hratt úr kerfinu og áfram gakk,“ sagði Ólafur. Varamennirnir Daníel Hafsteinsson og Þórir Jóhann Helgason áttu góða innkomu í lið FH í seinni hálfleik og sá fyrrnefndi lagði upp annað mark liðsins fyrir Lennon á 85. mínútu. Tveimur mínútum síðar kom þriðja mark FH. „Þeir eru gríðarlega krafmiklir. Leikmyndin var eins og við gátum ímyndað okkur hún að yrði, að við þyrftum að setja ferska og kröftuga stráka inn á,“ sagði Ólafur. Í fyrsta sinn í fjögur ár var Atli Guðnason í byrjunarliði FH í 1. umferð. Ólafur skillti honum upp sem fremsta miðjumanni. „Atli var góður í holunni í fyrri hálfleik og lagði fyrsta markið frábærlega upp. Í upphafi seinni hálfleiks var ekki jafn mikið pláss fyrir hann og við duttum aðeins út úr leiknum. Þá var fínt að hafa fríska og unga menn til að sprengja þetta upp,“ sagði Ólafur. „Okkur tilgangur var að ná í þrjú stig og hvernig þau komu og hvernig það leit út skiptir bara engu máli. Í byrjun móts skiptir öllu að hala inn stig.“ Viktor Bjarki: Þeir voru ekki tæpir fyrir leik Viktor Bjarki sagði að sínir menn hefðu gert sig seka um dýr mistök gegn FH í kvöld.vísir/daníel Viktor Bjarki Arnarsson stýrði HK gegn FH í leiknum í kvöld í fjarveru Brynjars Björns Gunnarssonar, þjálfara liðsins, sem tók út leikbann. Viktor sagði að klaufaleg mistök hefðu orðið HK-ingum að falli í kvöld. „Það kostaði okkur þrjú mörk í dag. Mörkin voru of ódýr,“ sagði Viktor. HK-ingar virkuðu ryðgaðir framan af leik en héldu boltanum betur í seinni hálfleik og litu betur út. Viktor fannst sem sínir menn væru með ágætis tök á leiknum þar til undir lokin þegar tvö síðustu mörk FH-inga komu. „Við vorum með leikinn eins og við vildum hafa hann. Við stilltum honum upp svona. Mörkin voru full auðveld fyrir minn smekk,“ sagði Viktor. Eftir stundarfjórðung höfðu tveir leikmenn HK farið af velli vegna meiðsla, þeir Bjarni Gunnarsson og Arnar Freyr Ólafsson. „Þeir voru ekki tæpir fyrir leik. Það var mjög vont að þurfa að skipta tveimur mönnum út af í fyrri hálfleik og eiga ekki ferska menn í þeim seinni. Það var kannski munurinn á liðunum. Þeir gátu sett ferska leikmenn inn á,“ sagði Viktor að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti