Menning

Áfengislaus fjölskyldustaður

Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um heilsu líkama og sálar. Ég var nýlega staddur í Bandaríkjunum sem er ekki í frásögur færandi nema vegna staðarins sem ég dvaldi á. Ég fór í tveggja vikna heimsókn til Yogi Shanti Desai sem hefur margoft sótt Ísland heim. Þessi stutta grein fjallar ekki um dvöl mína hjá honum heldur frekar þann bæ sem Yogi Shanti Desai býr í. Bærinn heitir Ocean City og finnst í New Jersey en það er til annar bær með sama nafni í Maryland. Það merkilega við þennan bæ í NJ er að þar má hvergi selja áfengi. Þar er engin áfengisverslun, hvergi er selt áfengi við ströndina, á veitingastöðum eða kaffihúsum. Íbúafjöldi allt árið er um 15 þúsund en á sumrin tífaldast sá fjöldi iðulega og þar búa allt að 150 þúsund manns. Og af hverju sækir fólk í Ocean City? Vegna þess að bærinn er áfengislaus fjölskyldustaður. Ég var þar um hvítasunnuna en þá halda Bandaríkjamenn upp á Memorial Day. Þá fylltist ströndin af fjölskyldum og ég skal segja ykkur að ég hef aldrei upplifað jafn góða stemningu á neinni sólarströnd, nema þá kannski mannlausri strönd í Ástralíu. Ég myndi gjarnan vilja upplifa þessa stemningu hér á landi og spyr því: Hvaða íslenska bæjarfélag hefur hugrekki til að bjóða fjölskyldum upp á áfengislausa og áhyggjulausa umgjörð?





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.