Menning

Lovísa Ósk nýr list­dans­stjóri Ís­lenska dans­flokksins

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir með Loga Einarssyni ráðherra.
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir með Loga Einarssyni ráðherra. Stjórnarráðið

Lovísa Ósk Gunnarsdóttur hefur verið skipuð í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins. Logi Einarsson, M-menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur skipað hana í embættið frá og með 1. ágúst næstkomandi. Í tilkynningu stjórnarráðsins kemur fram að alls hafi borist átta umsóknir um starfið.

Þar kemur einnig fram að Lovísa Ósk stundaði undirbúningsnám í dansi við Balletakademian í Stokkhólmi í Svíþjóð og lauk atvinnudansaranámi þaðan árið 2002.

Lovísa lauk meistaranámi í sviðslistum (MFA) við Listaháskóla Íslands árið 2020 og árið 2022 lauk hún MPM gráðu í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík.

Þá segir að Lovísa hafi um árabil starfað sem dansari í Íslenska dansflokknum en hafi auk þess verið sjálfstætt starfandi danshöfundur, dansari og listrænn stjórnandi og hlotið tilnefningar og verðlaun fyrir dansverk sín og túlkun.

Erna Ómarsdóttir sinnti embættinu á undan Lovísu Ósk. Í auglýsingu stjórnarráðsins í desember kom fram að hlutverk Íslenska dansflokksins sé að sýna dansverk, vera vettvangur fyrir framþróun og nýsköpun danslistar á Íslandi og glæða áhuga landsmanna á danslist.

Þá kom einnig fram að listdansstjóri er forstöðumaður Íslenska dansflokksins. Listdansstjóri veitir dansflokknum listræna forystu, stýrir starfsemi hans og rekstri og mótar listræna stefnu hans. Hann ræður aðra starfsmenn flokksins og er í fyrirsvari fyrir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.