Aðför að atvinnuvegunum 5. desember 2004 00:01 Skiptar skoðanir eru um vaxtahækkun Seðlabankans frá því í síðustu viku. Einar Oddur Kristjánsson telur þær auka á ójafnvægið í samfélaginu og tefla framtíð atvinnuveganna í tvísýnu. Seðlabankastjóri segist ekki tjá sig um gagnrýni stjórnmálamanna á aðgerðir bankans. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti talsvert í síðastliðinni viku og bar málið á góma í umræðum um fjárlög á Alþingi fyrir helgi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýndi bankann harkalega vegna þeirra gengishækkana sem af framtakinu leiða. "Það hlýtur að vera mjög ámælisvert og ástæða til þess að tala til þessara manna í fullri alvöru," sagði hann á föstudaginn. Einar Oddur finnur vaxtahækkununum flest til foráttu. "Vaxtahækkanir auka á það ójafnvægi sem er í þessu þjóðfélagi. Gengið hækkar og setur framleiðsluatvinnuvegina alveg út á gaddinn," segir hann og kveðst ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn hafi í tvö ár horft aðgerðalaus á viðskiptabankana taka hundruðir milljarða króna í erlendum lánum til að lána einstaklingum landinu. "Mér finnst þetta ofboðslegur glannaháttur," bætir hann við og segir að hægur vandi sé fyrir bankann að hækka kröfur um eiginfjárhlutfall lánastofnana eða beita svonefndri bindiskyldu þannig að stærri hluti fjármagns sé bundinn inni í bankanum. Engum dylst að þensluáhrifa er farið að gæta í samfélaginu, einkum vegna hækkunar eldsneytisverðs og íbúðarverðs. Einar telur orsök íbúðarverðs vera aukið framboð lánsfjár. "Seðlabankinn horfir á það brostnum augum að allt þetta fé streymi inn í landið. Síðan þykist þessi sami seðlabanki geta sagt okkur sem erum að halda utan um ríkisfjármálin til syndanna. Mér gremst þetta. Það verður að tala við þessa menn með tveimur hrútshornum," segir hann en telur þó ofmælt að hann hafi stungið upp á að bankastjórarnir yrðu reknir, því hafi hann eingöngu varpað fram í hálfkæringi í andsvörum. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði í samtali við blaðið að bankinn tjái sig aldrei um gagnrýni stjórnmálamanna á störf sín. Á þeirri reglu verði ekki gerð undantekning nú. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um vaxtahækkun Seðlabankans frá því í síðustu viku. Einar Oddur Kristjánsson telur þær auka á ójafnvægið í samfélaginu og tefla framtíð atvinnuveganna í tvísýnu. Seðlabankastjóri segist ekki tjá sig um gagnrýni stjórnmálamanna á aðgerðir bankans. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti talsvert í síðastliðinni viku og bar málið á góma í umræðum um fjárlög á Alþingi fyrir helgi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýndi bankann harkalega vegna þeirra gengishækkana sem af framtakinu leiða. "Það hlýtur að vera mjög ámælisvert og ástæða til þess að tala til þessara manna í fullri alvöru," sagði hann á föstudaginn. Einar Oddur finnur vaxtahækkununum flest til foráttu. "Vaxtahækkanir auka á það ójafnvægi sem er í þessu þjóðfélagi. Gengið hækkar og setur framleiðsluatvinnuvegina alveg út á gaddinn," segir hann og kveðst ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn hafi í tvö ár horft aðgerðalaus á viðskiptabankana taka hundruðir milljarða króna í erlendum lánum til að lána einstaklingum landinu. "Mér finnst þetta ofboðslegur glannaháttur," bætir hann við og segir að hægur vandi sé fyrir bankann að hækka kröfur um eiginfjárhlutfall lánastofnana eða beita svonefndri bindiskyldu þannig að stærri hluti fjármagns sé bundinn inni í bankanum. Engum dylst að þensluáhrifa er farið að gæta í samfélaginu, einkum vegna hækkunar eldsneytisverðs og íbúðarverðs. Einar telur orsök íbúðarverðs vera aukið framboð lánsfjár. "Seðlabankinn horfir á það brostnum augum að allt þetta fé streymi inn í landið. Síðan þykist þessi sami seðlabanki geta sagt okkur sem erum að halda utan um ríkisfjármálin til syndanna. Mér gremst þetta. Það verður að tala við þessa menn með tveimur hrútshornum," segir hann en telur þó ofmælt að hann hafi stungið upp á að bankastjórarnir yrðu reknir, því hafi hann eingöngu varpað fram í hálfkæringi í andsvörum. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði í samtali við blaðið að bankinn tjái sig aldrei um gagnrýni stjórnmálamanna á störf sín. Á þeirri reglu verði ekki gerð undantekning nú.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent