Fischer gæti fengið vegabréf 17. desember 2004 00:01 Fari svo að Bobby Fischer fái að fara til Íslands og nýti sér dvalarleyfi sem honum hefur verið boðið, er síður en svo öruggt að hann setjist hér að. Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar segir að hugsanlega eigi Fischer rétt á svokölluðu útlendingavegabréfi. Það er veitt útlendingum sem hvorki eiga né geta orðið sér úti um vegabréf í heimalandi sínu. "Með slíku vegabréfi og dvalarleyfi hér gæti Fischer ferðast um að vild". Hrafn Jökulsson, varaforseti Skáksambands Íslands segir ólíklegt að Fischer setjist að hér á landi til langframa: "Markmið okkar hefur heldur aldrei verið að koma honum í íslenska landsliðið í skák, heldur að leysa þetta óleysanlega mál. Það verður Fischer í sjálfsvald sett hvar hann kýs síðan að vera." Miyoko Watai hin japanska unnusta Bobby Fischers skýrði frá því á blaðamannafundi í Tókíó í fyrrinótt að Fischer væri ánægður með að hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi. "Hann var mjög glaður að heyra þessar góðu fréttir, en óttast að Bandaríkin og Japan spilli málinu." Masako Suzuki, lögmaður Fischers segir hugsanlegt að Japan muni vísa honum úr landi og til Íslands. Fulltrúi japanska útlendingaeftirlitsins útilokaði ekki þann möguleika en sagði það erfitt því Fischer hefði ekki gilt vegabréf. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að ef taflmennska Fischers hafi verið brot á viðskiptabanninu á Júgóslavíu, sé það brot fyrnt, samkvæmt íslenskum lögum.Þetta kom fram í viðtali Ríkisútvarpsins-hljóðvarps við Davíð í gær. Hann benti á að Íslendingar, rétt eins og Bandaríkjamenn, hafi tekið þátt í viðskiptabanninu sem sett var á Júgóslavíu 1992. Utanríkisráðherra sagðii bandaríska sendiherranum frá ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar á miðvikudag. Hann segir engin formleg viðbrögð eða athugasemdir hafa borist frá bandarískum stjórnvöldum. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fari svo að Bobby Fischer fái að fara til Íslands og nýti sér dvalarleyfi sem honum hefur verið boðið, er síður en svo öruggt að hann setjist hér að. Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar segir að hugsanlega eigi Fischer rétt á svokölluðu útlendingavegabréfi. Það er veitt útlendingum sem hvorki eiga né geta orðið sér úti um vegabréf í heimalandi sínu. "Með slíku vegabréfi og dvalarleyfi hér gæti Fischer ferðast um að vild". Hrafn Jökulsson, varaforseti Skáksambands Íslands segir ólíklegt að Fischer setjist að hér á landi til langframa: "Markmið okkar hefur heldur aldrei verið að koma honum í íslenska landsliðið í skák, heldur að leysa þetta óleysanlega mál. Það verður Fischer í sjálfsvald sett hvar hann kýs síðan að vera." Miyoko Watai hin japanska unnusta Bobby Fischers skýrði frá því á blaðamannafundi í Tókíó í fyrrinótt að Fischer væri ánægður með að hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi. "Hann var mjög glaður að heyra þessar góðu fréttir, en óttast að Bandaríkin og Japan spilli málinu." Masako Suzuki, lögmaður Fischers segir hugsanlegt að Japan muni vísa honum úr landi og til Íslands. Fulltrúi japanska útlendingaeftirlitsins útilokaði ekki þann möguleika en sagði það erfitt því Fischer hefði ekki gilt vegabréf. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að ef taflmennska Fischers hafi verið brot á viðskiptabanninu á Júgóslavíu, sé það brot fyrnt, samkvæmt íslenskum lögum.Þetta kom fram í viðtali Ríkisútvarpsins-hljóðvarps við Davíð í gær. Hann benti á að Íslendingar, rétt eins og Bandaríkjamenn, hafi tekið þátt í viðskiptabanninu sem sett var á Júgóslavíu 1992. Utanríkisráðherra sagðii bandaríska sendiherranum frá ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar á miðvikudag. Hann segir engin formleg viðbrögð eða athugasemdir hafa borist frá bandarískum stjórnvöldum.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira