Allt gjafasæði keypt frá Danmörku 17. desember 2004 00:01 Allt gjafasæði sem notað er til tæknifrjóvgunar hér á landi er keypt inn frá dönskum sæðisbaka, að sögn Þórðar Óskarssonar læknis á tæknifrjóvgunardeild Art Medica í Kópavogi. Umræða hefur verið í gangi um tæknifrjóvgun í kjölfar ákvörðunar forráðamanna Art Medica um að greiða hérlendum konum fyrir egg til frjóvgunar. Hvað varðar öflun sæðis er það með öðrum hætti. "Við kaupum inn allt gjafasæði frá þessum danska banka," sagði Þórður. "Við þekkjum hvernig hann vinnur og treystum sýnum hans. Það er mjög hagkvæmt að gera þetta með þessum hætti, auk þess sem enginn sæðisbanki er til hér á landi, þar sem sæðið gæti verið tilbúið þegar á þyrfti að halda." Spurður um verð á einingu sæðis, kominni hingað til lands sagði Þórður að skammturinn væri á bilinu 12 - 14.000 krónur. Veriðið gæti þó verið meira ef um magnafslátt væri að ræða. Þá ætti eftir að falla til kostnaður við meðferðina sjálfa, það er að koma sæðisfrumunum fyrir, fylgjast með egglosi og fleira. Þórður sagði að vel væri hægt, tæknilega séð að karlmönnum hér og frjóvga egg konu með því. "Þá verður að koma beiðni frá viðkomandi pari, um að það kjósi íslenskan gjafa. Ef til vill myndu þau vilja einhvern ákveðinn gjafa, sem er alveg heimilt. En þá yrðum við að tala við hann og rannsaka hann. Hann yrði að undirgangast prufur og skila inn sýni, sem við yrðum að geyma í hálft ár. Að því liðnu yrðum við að endurtaka allar rannsóknir á honum aftur. Við yrðum að vinna eftir nákvæmlega sömu reglum og gilda í sæðisbankanum sem við verslum við. Það myndi tefja meðferðina um hálft ár ef þessi leið væri farin, en vissulega er hún heimil." Þórður sagði að gera mætti ráð fyrir að til yrðu 4 - 5 börn á ári með gjafasæði. Það hlutfall í blöndun þjóðarinnar sem væri tilkomið með því væri því aðeins brotabrot af allri þeirri blöndun landsmanna við aðrar þjóðir. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Allt gjafasæði sem notað er til tæknifrjóvgunar hér á landi er keypt inn frá dönskum sæðisbaka, að sögn Þórðar Óskarssonar læknis á tæknifrjóvgunardeild Art Medica í Kópavogi. Umræða hefur verið í gangi um tæknifrjóvgun í kjölfar ákvörðunar forráðamanna Art Medica um að greiða hérlendum konum fyrir egg til frjóvgunar. Hvað varðar öflun sæðis er það með öðrum hætti. "Við kaupum inn allt gjafasæði frá þessum danska banka," sagði Þórður. "Við þekkjum hvernig hann vinnur og treystum sýnum hans. Það er mjög hagkvæmt að gera þetta með þessum hætti, auk þess sem enginn sæðisbanki er til hér á landi, þar sem sæðið gæti verið tilbúið þegar á þyrfti að halda." Spurður um verð á einingu sæðis, kominni hingað til lands sagði Þórður að skammturinn væri á bilinu 12 - 14.000 krónur. Veriðið gæti þó verið meira ef um magnafslátt væri að ræða. Þá ætti eftir að falla til kostnaður við meðferðina sjálfa, það er að koma sæðisfrumunum fyrir, fylgjast með egglosi og fleira. Þórður sagði að vel væri hægt, tæknilega séð að karlmönnum hér og frjóvga egg konu með því. "Þá verður að koma beiðni frá viðkomandi pari, um að það kjósi íslenskan gjafa. Ef til vill myndu þau vilja einhvern ákveðinn gjafa, sem er alveg heimilt. En þá yrðum við að tala við hann og rannsaka hann. Hann yrði að undirgangast prufur og skila inn sýni, sem við yrðum að geyma í hálft ár. Að því liðnu yrðum við að endurtaka allar rannsóknir á honum aftur. Við yrðum að vinna eftir nákvæmlega sömu reglum og gilda í sæðisbankanum sem við verslum við. Það myndi tefja meðferðina um hálft ár ef þessi leið væri farin, en vissulega er hún heimil." Þórður sagði að gera mætti ráð fyrir að til yrðu 4 - 5 börn á ári með gjafasæði. Það hlutfall í blöndun þjóðarinnar sem væri tilkomið með því væri því aðeins brotabrot af allri þeirri blöndun landsmanna við aðrar þjóðir.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira