Laun félagsmanna VR hækkuðu um 5%
Heildarlaun félagsmanna VR hækkuðu um fimm prósent, úr 249 þúsundum á mánuði í 273 þúsund, samkvæmt launakönnun félagsins. Afgreiðslufólk á kassa hefur lægstu mánaðarlaunin, 154 þúsund. Athygli vekur að æðstu stjórnendur eru ekki lengur launahæstir. Forstöðumenn og sviðsstjórar, sem eru svo til ný stétt, fá hærri mánaðarlaun, eða 424 þúsund. Markaðsstjórar eru í öðru sæti með 389 þúsund og hærri stjórnendur í því þriðja með 371 þúsund króna mánaðarlaun.