Halldór fær enga hveitibrauðsdaga 15. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar Halldór Ásgrímsson tekur í dag við embætti forsætisráðherra er það í skugga vaxandi efasemda um styrk ríkisstjórnarinnar og samheldni stjórnarflokkanna. Svið stjórnmálanna hefur gerbreyst frá því að hann og Davíð Oddsson gengu frá verkaskiptingu sinni við stjórnarmyndunina fyrir hálfu öðru ári. Stjórnarflokkarnir fengu þá báðir slæma kosningu og endurnýjað samstarf þeirra var frá upphafi á veikum grunni byggt. En það sem síðan hefur gerst í landsmálum hefur því miður ekki orðið til að auka trú á flokkana, forystumenn þeirra og möguleika ríkisstjórnarinnar til að takast á við brýn úrlausnarefni samtímans af þrótti og einurð. Halldór Ásgrímsson er boðinn velkominn til starfa sem skipstjórinn á þjóðarskútunni. Hann á að baki langan og í höfuðatriðum farsælan stjórnmálaferil. Fáir stjórnmálamenn búa að meiri reynslu og þekkingu en hann. Við hljótum því að mega treysta því að hann gangi fumlaust til starfa og hefjist handa um að koma þeim verkefnum, sem ríkisstjórnin ætlar að sinna, í hraðan gang. Hann getur hins vegar ekki ætlast til þess að njóta hveitibrauðsdaga í embætti eins og nýir ráðherrar hafa fengið heldur verður hann þegar á næstu vikum að láta verkin sýna merkin. Ráðgjafar fyrrverandi forsætisráðherra hafa að undanförnu verið að ota að Halldóri lista með málaflokkum sem þeir vilja að hann setji á oddinn. Eru þar efst á blaði ný fjölmiðlalög, lög gegn hringamyndun í viðskiptalífinu og stjórnarskrárbreytingar í því augnamiði að fella synjunarvald forseta Íslands úr gildi. Allt eru þetta mál sem sjálfsagt er að ræða og sinna með sínum hætti en ekkert þeirra getur talist forgangsmál. Miklu stærri og brýnni úrlausnarefni bíða ríkisstjórnar Halldórs Ásgrímssonar. Hver eru þessi verkefni? Auk hinnar sjálfsögðu kröfu að stjórnin leggi sitt af mörkum til að halda efnahagslífinu áfram í jafnvægi með almennum og hefðbundnum ráðstöfunum og tryggja öryggi lands og þjóðar eru það einkum þrjú svið sem mikilvægt er að ríkisstjórnin einbeiti sér að. Nærtækast er að nefna fyrst sölu Símans. Tíminn til þess ætti að vera einkar heppilegur núna þegar vinna þarf gegn vaxandi þenslu og eyðslu í þjóðfélaginu. Skoðanamunur um léttvæg aukaatriði má ekki tefja þetta mál. Í öðru lagi þarf að lækka skatta í samræmi við fyrirheit stjórnarsáttmálans. Í tengslum við það verður ríkisstjórnin að sýna hugrekki og rifa seglin í ríkisbúskapnum. Er í því sambandi meðal annars eðlilegt að líta til óhóflegs kostnaðar og bruðls í utanríkisþjónustunni eins og forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans hefur bent á. Vonandi sýnir hinn nýi utanríkisráðherra meiri tilþrif á því sviði en fyrirrennari hans. Í þriðja lagi þarf að takast á við endurskipulagningu mennta- og heilbrigðiskerfisins með það að leiðarljósi að nýta enn frekar en gert hefur verið yfirburði einkaframtaks og einkarekstrar. Samfylkingin hefur unnið að því að móta tillögur á þessum sviðum og nýi forsætisráðherrann á að vera nógu stór til að þora að leita eftir samstarfi við stjórnarandstöðuna um hugmyndir og tillögur. Samráðsstjórnmál eru kall tímans eftir það skipbrot sem valdboðsstjórnmálin biðu í sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar Halldór Ásgrímsson tekur í dag við embætti forsætisráðherra er það í skugga vaxandi efasemda um styrk ríkisstjórnarinnar og samheldni stjórnarflokkanna. Svið stjórnmálanna hefur gerbreyst frá því að hann og Davíð Oddsson gengu frá verkaskiptingu sinni við stjórnarmyndunina fyrir hálfu öðru ári. Stjórnarflokkarnir fengu þá báðir slæma kosningu og endurnýjað samstarf þeirra var frá upphafi á veikum grunni byggt. En það sem síðan hefur gerst í landsmálum hefur því miður ekki orðið til að auka trú á flokkana, forystumenn þeirra og möguleika ríkisstjórnarinnar til að takast á við brýn úrlausnarefni samtímans af þrótti og einurð. Halldór Ásgrímsson er boðinn velkominn til starfa sem skipstjórinn á þjóðarskútunni. Hann á að baki langan og í höfuðatriðum farsælan stjórnmálaferil. Fáir stjórnmálamenn búa að meiri reynslu og þekkingu en hann. Við hljótum því að mega treysta því að hann gangi fumlaust til starfa og hefjist handa um að koma þeim verkefnum, sem ríkisstjórnin ætlar að sinna, í hraðan gang. Hann getur hins vegar ekki ætlast til þess að njóta hveitibrauðsdaga í embætti eins og nýir ráðherrar hafa fengið heldur verður hann þegar á næstu vikum að láta verkin sýna merkin. Ráðgjafar fyrrverandi forsætisráðherra hafa að undanförnu verið að ota að Halldóri lista með málaflokkum sem þeir vilja að hann setji á oddinn. Eru þar efst á blaði ný fjölmiðlalög, lög gegn hringamyndun í viðskiptalífinu og stjórnarskrárbreytingar í því augnamiði að fella synjunarvald forseta Íslands úr gildi. Allt eru þetta mál sem sjálfsagt er að ræða og sinna með sínum hætti en ekkert þeirra getur talist forgangsmál. Miklu stærri og brýnni úrlausnarefni bíða ríkisstjórnar Halldórs Ásgrímssonar. Hver eru þessi verkefni? Auk hinnar sjálfsögðu kröfu að stjórnin leggi sitt af mörkum til að halda efnahagslífinu áfram í jafnvægi með almennum og hefðbundnum ráðstöfunum og tryggja öryggi lands og þjóðar eru það einkum þrjú svið sem mikilvægt er að ríkisstjórnin einbeiti sér að. Nærtækast er að nefna fyrst sölu Símans. Tíminn til þess ætti að vera einkar heppilegur núna þegar vinna þarf gegn vaxandi þenslu og eyðslu í þjóðfélaginu. Skoðanamunur um léttvæg aukaatriði má ekki tefja þetta mál. Í öðru lagi þarf að lækka skatta í samræmi við fyrirheit stjórnarsáttmálans. Í tengslum við það verður ríkisstjórnin að sýna hugrekki og rifa seglin í ríkisbúskapnum. Er í því sambandi meðal annars eðlilegt að líta til óhóflegs kostnaðar og bruðls í utanríkisþjónustunni eins og forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans hefur bent á. Vonandi sýnir hinn nýi utanríkisráðherra meiri tilþrif á því sviði en fyrirrennari hans. Í þriðja lagi þarf að takast á við endurskipulagningu mennta- og heilbrigðiskerfisins með það að leiðarljósi að nýta enn frekar en gert hefur verið yfirburði einkaframtaks og einkarekstrar. Samfylkingin hefur unnið að því að móta tillögur á þessum sviðum og nýi forsætisráðherrann á að vera nógu stór til að þora að leita eftir samstarfi við stjórnarandstöðuna um hugmyndir og tillögur. Samráðsstjórnmál eru kall tímans eftir það skipbrot sem valdboðsstjórnmálin biðu í sumar.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun