Stórhuga leið 22. júní 2004 00:01 Það getur verið auðvelt að gleyma því hversu stórhuga verkefni forystumenn Evrópusambandsins hafa ráðist í þegar við sjáum þá verjast spurningum á blaðamannafundum eða standa hver á sínu þjóðþingi fyrir málamiðlun innan sambandsins. Það er sama hversu auðvelt er að gera lítið úr Evrópusambandinu og henda grín að skriffinnskunni þar og öllum reglugerðunum; það eru ekki til kröftugri eða merkari tilraunir til að forðast mistök fortíðar og þoka samfélagsgerð okkar áfram. Evrópusambandið er síður en svo sjálfgefin staðreynd. Það var stofnað til þess að minnka hættuna á stríði í Evrópu. Og þótt okkur finnist sú hætta æ léttvægari þá er enn stríð í Evrópu og aðeins sextíu ár síðan álfan öll logaði. Það hafa verið stofnuð önnur samtök ríkja á þessum árum með svipuð markmið en þau hafa flest ýmist lognast út af eða verið sprengd upp. Á sama tíma hafa Evrópulöndin fellt niður landamæri sín og opnað þau fyrir fólki og viðskiptum. Það má margt finna að evrópskri hagstjórn -- þunglamalegum vinnumarkaði og of fyrirferðarmiklu ríkisvaldi. En rót þessa vanda má rekja aftur fyrir Evrópusambandið og það er ekkert sem segir að erfiðara verði að glíma við hann innan sambandsins en ef hvert land væri sjálfstæð eining. Það er ekki hægt að skamma Evrópusambandið fyrir að bera einkenni evrópsku ríkjanna. Evrópusambandið er vissulega viðskiptalegt varnarsamband. Eitt af markmiðum þess er að styrkja Evrópu sem markaðssvæði í samkeppni við Bandaríkin, Asíu og önnur öflug svæði. Við þurfum ekki að horfa nema þrjátíu ár aftur í tímann til að sjá að einhverjum árangri hefur Evrópusambandið náð. Þá þótti það ekki fráleitur spádómur að gamla heimsálfan myndi sitja eftir þegar spútniklönd Asíu og Suður-Ameríku myndu sækja fram. Mikill fjöldi starfa hefur verið fluttur frá Evrópu undanfarna áratugi og til fátækari svæða en Evrópusambandinu hefur tekist að halda uppi nokkrum stöðugleika og hagsæld þrátt fyrir miklar breytingar á atvinnulífi álfunnar. Pólitísk þróun Evrópusambandsins hefur alla tíð verið í átt að bandalagsríki Evrópu. Þetta hefur ekki verið yfirlýst markmið en öll þróun hefur stefnt í þessa átt. Af þjóðernisástæðum hefur hins vegar ekki mátt nefna þetta upphátt. Þrátt fyrir augljósa kosti hvers aðildarlands að Evrópusambandinu hefur það aldrei verið vinsælt meðal þjóðanna. Hverri þjóð fyrir sig finnst sem verið sé að troða upp á sig útlendu valdi. Pólitísk þróun sambandsins hefur því mjakast áfram í smáskömmtum; nógu stórum til að gagnast en nógu litlum til að meirihluti hverrar þjóðar geti kyngt þeim. Það er mikill galdur að laga skammtana. Ef þeir eru of stórir gæti sambandið leyst upp í erjur og þjóðernissinnar fengið byr í öll segl. Slíkt ástand var ástæða þess að menn réðust í þessa djörfu tilraun og jafnframt helsta upplausnarhættan. En því lengra sem þróun Evróusambandsins þokast, því veigaminni verða hin þjóðernislegu rök. Á endanum munu þau vonandi gefa eftir -- og þá um leið forsendur þess að við Íslendingar viljum ekki taka þátt í þessari tilraun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það getur verið auðvelt að gleyma því hversu stórhuga verkefni forystumenn Evrópusambandsins hafa ráðist í þegar við sjáum þá verjast spurningum á blaðamannafundum eða standa hver á sínu þjóðþingi fyrir málamiðlun innan sambandsins. Það er sama hversu auðvelt er að gera lítið úr Evrópusambandinu og henda grín að skriffinnskunni þar og öllum reglugerðunum; það eru ekki til kröftugri eða merkari tilraunir til að forðast mistök fortíðar og þoka samfélagsgerð okkar áfram. Evrópusambandið er síður en svo sjálfgefin staðreynd. Það var stofnað til þess að minnka hættuna á stríði í Evrópu. Og þótt okkur finnist sú hætta æ léttvægari þá er enn stríð í Evrópu og aðeins sextíu ár síðan álfan öll logaði. Það hafa verið stofnuð önnur samtök ríkja á þessum árum með svipuð markmið en þau hafa flest ýmist lognast út af eða verið sprengd upp. Á sama tíma hafa Evrópulöndin fellt niður landamæri sín og opnað þau fyrir fólki og viðskiptum. Það má margt finna að evrópskri hagstjórn -- þunglamalegum vinnumarkaði og of fyrirferðarmiklu ríkisvaldi. En rót þessa vanda má rekja aftur fyrir Evrópusambandið og það er ekkert sem segir að erfiðara verði að glíma við hann innan sambandsins en ef hvert land væri sjálfstæð eining. Það er ekki hægt að skamma Evrópusambandið fyrir að bera einkenni evrópsku ríkjanna. Evrópusambandið er vissulega viðskiptalegt varnarsamband. Eitt af markmiðum þess er að styrkja Evrópu sem markaðssvæði í samkeppni við Bandaríkin, Asíu og önnur öflug svæði. Við þurfum ekki að horfa nema þrjátíu ár aftur í tímann til að sjá að einhverjum árangri hefur Evrópusambandið náð. Þá þótti það ekki fráleitur spádómur að gamla heimsálfan myndi sitja eftir þegar spútniklönd Asíu og Suður-Ameríku myndu sækja fram. Mikill fjöldi starfa hefur verið fluttur frá Evrópu undanfarna áratugi og til fátækari svæða en Evrópusambandinu hefur tekist að halda uppi nokkrum stöðugleika og hagsæld þrátt fyrir miklar breytingar á atvinnulífi álfunnar. Pólitísk þróun Evrópusambandsins hefur alla tíð verið í átt að bandalagsríki Evrópu. Þetta hefur ekki verið yfirlýst markmið en öll þróun hefur stefnt í þessa átt. Af þjóðernisástæðum hefur hins vegar ekki mátt nefna þetta upphátt. Þrátt fyrir augljósa kosti hvers aðildarlands að Evrópusambandinu hefur það aldrei verið vinsælt meðal þjóðanna. Hverri þjóð fyrir sig finnst sem verið sé að troða upp á sig útlendu valdi. Pólitísk þróun sambandsins hefur því mjakast áfram í smáskömmtum; nógu stórum til að gagnast en nógu litlum til að meirihluti hverrar þjóðar geti kyngt þeim. Það er mikill galdur að laga skammtana. Ef þeir eru of stórir gæti sambandið leyst upp í erjur og þjóðernissinnar fengið byr í öll segl. Slíkt ástand var ástæða þess að menn réðust í þessa djörfu tilraun og jafnframt helsta upplausnarhættan. En því lengra sem þróun Evróusambandsins þokast, því veigaminni verða hin þjóðernislegu rök. Á endanum munu þau vonandi gefa eftir -- og þá um leið forsendur þess að við Íslendingar viljum ekki taka þátt í þessari tilraun.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun