Lífgar upp Laugaveginn 16. desember 2004 00:01 "Þetta er dönsk keðja og við erum sjötta verslunin sem opnar í heiminum. Við sáum þessa verslun í Danmörku og kolféllum fyrir henni. Við ákváðum að opna hana hér því okkur fannst vanta svona verslun og svo er verðið mjög sanngjarnt," segir Kamilla Sveinsdóttir en hún rekur verslunina ásamt stöllu sinni, Þórdísi Lárusdóttur. Verslunin er einstaklega falleg á að líta og er öll hönnun og innréttingar mjög stílhreinar. "Við seljum í raun allt nema föt. Við erum með aukahluti eins og skó, veski, skartgripi og belti. Við seljum líka vörur sem eru í stíl þannig að konur geta keypt sér belti, skó og tösku, allt í stíl á sama staðnum. Síðan er verðið svo gott að það er ódýrt að skipta út aukahlutunum og kaupa sér nýja," segir Kamilla en þær Þórdís eru vanar verslunar- og afgreiðslustörfum. "Þórdís er flugfreyja og ég á heildsölu með manninum mínum þannig að við erum þaulvanar og fylgjumst vel með straumum og stefnum í tísku. Það koma sex línur á ári í verslunina þannig að það er alltaf eitthvað nýtt á boðstólum." Þórdís og Kamilla eru að vonum glaðar með verslunina enda hafa þær fengið feykigóðar viðtökur. "Fólk talar mikið um hve verðið sé gott og hvernig verslunin lífgi upp á Laugaveginn. Við höfum vægast sagt fengið æðislegar móttökur og það er frábært." Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Þetta er dönsk keðja og við erum sjötta verslunin sem opnar í heiminum. Við sáum þessa verslun í Danmörku og kolféllum fyrir henni. Við ákváðum að opna hana hér því okkur fannst vanta svona verslun og svo er verðið mjög sanngjarnt," segir Kamilla Sveinsdóttir en hún rekur verslunina ásamt stöllu sinni, Þórdísi Lárusdóttur. Verslunin er einstaklega falleg á að líta og er öll hönnun og innréttingar mjög stílhreinar. "Við seljum í raun allt nema föt. Við erum með aukahluti eins og skó, veski, skartgripi og belti. Við seljum líka vörur sem eru í stíl þannig að konur geta keypt sér belti, skó og tösku, allt í stíl á sama staðnum. Síðan er verðið svo gott að það er ódýrt að skipta út aukahlutunum og kaupa sér nýja," segir Kamilla en þær Þórdís eru vanar verslunar- og afgreiðslustörfum. "Þórdís er flugfreyja og ég á heildsölu með manninum mínum þannig að við erum þaulvanar og fylgjumst vel með straumum og stefnum í tísku. Það koma sex línur á ári í verslunina þannig að það er alltaf eitthvað nýtt á boðstólum." Þórdís og Kamilla eru að vonum glaðar með verslunina enda hafa þær fengið feykigóðar viðtökur. "Fólk talar mikið um hve verðið sé gott og hvernig verslunin lífgi upp á Laugaveginn. Við höfum vægast sagt fengið æðislegar móttökur og það er frábært."
Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira