Úrvalsvísitalan lækkar áfram 27. október 2004 00:01 Úrvalsvísitalan hélt áfram að lækka í Kauphöll Íslands í morgun í miklum viðskiptum. Flest bendir til að margir smærri hlutafjáreigendur séu að innleysa hagnað undanfarinna missera af ótta við enn frekari lækkun. Vísitalan hefur lækkað um samanlagt rúm sjö prósent síðustu tvo daga, sem er mesta tveggja daga lækkun til þessa, og í þónokkra dag þar á undan var daglega einhver lækkun. Enn varð lækkun í morgun en þegar líða tók á morguninn fóru gengi í ýmsum fyrirtækjum að sveiflast og yfirleitt heldur til hækkunar. Þannig var KB banki um tíma kominn niður í 434 krónur á hlut eftir að hafa losað 500 krónur skömmu eftir 50 milljarða hlutafjárútboðið. Það var á genginu 480 þannig að þeir innlendu fjárfestar sem þá keyptu 25 milljarða hlut myndu tapa 2,3 milljörðum króna á þeim viðskiptum, ef þeir seldu núna, og maðurinn af götunni, sem keypt hefði fyrir milljón, myndi tapa röskum 90 þúsundum á að selja núna. En stórir fjárfestar hugsa til lengri tíma og vænta jafnvægis innan skamms. Enginn sem fréttastofan hefur rætt við óttast hrun. Það liggi hins vegar í augum uppi að tvö- til þreföldun verðgildis hlutabréfa á rúmum tveimur árum sé langt umfram það sem hafi verið að gerast að vestrænum markaði og bréf í ýmsum fyrirtækjum hafi verið orðin of dýr. Þá liggur fyrir að Íslandsbanki, Bakkavör, SÍF, Flugleiðir og Burðarás ætla að efna til hlutafjárútboða. Með sölu Landssímans til viðbótar gætu bréf upp á 150 til 160 milljarða komið inn á markaðinn í náinni framtíð sem slægi væntanlega á yfirverð á öðrum bréfum. Almennt sagt óttast menn ekki hrun heldur talsverða lækkun sem gæti komið illa niðri á þeim sem hafa tekið lán til hlutafjárkaupa eða gert framvirka samninga á því sviði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Úrvalsvísitalan hélt áfram að lækka í Kauphöll Íslands í morgun í miklum viðskiptum. Flest bendir til að margir smærri hlutafjáreigendur séu að innleysa hagnað undanfarinna missera af ótta við enn frekari lækkun. Vísitalan hefur lækkað um samanlagt rúm sjö prósent síðustu tvo daga, sem er mesta tveggja daga lækkun til þessa, og í þónokkra dag þar á undan var daglega einhver lækkun. Enn varð lækkun í morgun en þegar líða tók á morguninn fóru gengi í ýmsum fyrirtækjum að sveiflast og yfirleitt heldur til hækkunar. Þannig var KB banki um tíma kominn niður í 434 krónur á hlut eftir að hafa losað 500 krónur skömmu eftir 50 milljarða hlutafjárútboðið. Það var á genginu 480 þannig að þeir innlendu fjárfestar sem þá keyptu 25 milljarða hlut myndu tapa 2,3 milljörðum króna á þeim viðskiptum, ef þeir seldu núna, og maðurinn af götunni, sem keypt hefði fyrir milljón, myndi tapa röskum 90 þúsundum á að selja núna. En stórir fjárfestar hugsa til lengri tíma og vænta jafnvægis innan skamms. Enginn sem fréttastofan hefur rætt við óttast hrun. Það liggi hins vegar í augum uppi að tvö- til þreföldun verðgildis hlutabréfa á rúmum tveimur árum sé langt umfram það sem hafi verið að gerast að vestrænum markaði og bréf í ýmsum fyrirtækjum hafi verið orðin of dýr. Þá liggur fyrir að Íslandsbanki, Bakkavör, SÍF, Flugleiðir og Burðarás ætla að efna til hlutafjárútboða. Með sölu Landssímans til viðbótar gætu bréf upp á 150 til 160 milljarða komið inn á markaðinn í náinni framtíð sem slægi væntanlega á yfirverð á öðrum bréfum. Almennt sagt óttast menn ekki hrun heldur talsverða lækkun sem gæti komið illa niðri á þeim sem hafa tekið lán til hlutafjárkaupa eða gert framvirka samninga á því sviði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira