EMC gerir SE-VAR Partner samning við Tæknival 27. október 2004 00:01 Tæknival og bandaríska fyrirtækið EMC, stærsta fyrirtæki heims á sviði gagnageymslulausna, hafa undirritað samstarfssamning um sölu og þjónustu á EMC búnaði á Íslandi. Tæknival er eina íslenska fyrirtækið sem uppfyllir þær kröfur sem EMC gerir um þjónustu og hefur eitt íslenskra fyrirtækja beinan aðgang að EMC, en alls eru samstarfsfyrirtæki EMC sextíu talsins um heim allan. Samstarfssamningurinn var staðfestur á fjölsóttri ráðstefnu síðastliðinn föstudag í Reykjavík sem haldin var í tilefni lokavottunarferlis samningsins. "SE-VAR samningurinn felur í sér að Tæknival er nú hluti af þjónustuneti EMC og veitir þjónustu og ráðgjöf á gagnageymslulausnum byggða á stöðlum EMC," segir Almar Örn Hilmarsson forstjóri Tæknivals. Hann segir að á síðustu misserum hafi Tæknival gengið í gegnum ítarlega úttekt EMC með tilliti til þjónustuferla og samhliða því hafa tæknimenn og ráðgjafar Tæknivals lokið þjálfun með tilheyrandi prófum sem snúa bæði að þjónustu og söluráðgjöf gagnageymslulausna frá EMC. EMC er leiðandi fyrirtæki gangageymslulausna fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum (SAN, CAS, NAS, DAS). EMC sérhæfir sig í að þróa lausnir sem gera fyrirtækjum kleift að stjórna, vernda og deila upplýsingum á sem hagkvæmastan og skilvirkastan hátt. EMC hefur kynnt til sögunnar hugtakið "stjórnun æviskeiðs upplýsinga" (Information Lifecycel Management) þar sem innviðir upplýsingatækni og fyrirtækis byggja á gildi upplýsinga. Styrkur EMC felst m.a. í að lausnir þess eru óháðar vörumerkjum netþjóna sem fyrir eru hjá fyrirtækjum og þannig er viðhaldið verðmæti fjárfestinga. "SE-VAR Partner” samningurinn er sannarlega fjöður í hatt Tæknivals og mikil viðurkenning á þjónustugetu fyrirtækisins," segir Almar og bendir á að gildi samstarfsins séu víðtæk, meðal annnars megi nefna að starfsmenn Tæknivals hafi nú aðgang og fullan stuðning þjónustuvers EMC, allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, allt árið um kring. Tækni Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Tæknival og bandaríska fyrirtækið EMC, stærsta fyrirtæki heims á sviði gagnageymslulausna, hafa undirritað samstarfssamning um sölu og þjónustu á EMC búnaði á Íslandi. Tæknival er eina íslenska fyrirtækið sem uppfyllir þær kröfur sem EMC gerir um þjónustu og hefur eitt íslenskra fyrirtækja beinan aðgang að EMC, en alls eru samstarfsfyrirtæki EMC sextíu talsins um heim allan. Samstarfssamningurinn var staðfestur á fjölsóttri ráðstefnu síðastliðinn föstudag í Reykjavík sem haldin var í tilefni lokavottunarferlis samningsins. "SE-VAR samningurinn felur í sér að Tæknival er nú hluti af þjónustuneti EMC og veitir þjónustu og ráðgjöf á gagnageymslulausnum byggða á stöðlum EMC," segir Almar Örn Hilmarsson forstjóri Tæknivals. Hann segir að á síðustu misserum hafi Tæknival gengið í gegnum ítarlega úttekt EMC með tilliti til þjónustuferla og samhliða því hafa tæknimenn og ráðgjafar Tæknivals lokið þjálfun með tilheyrandi prófum sem snúa bæði að þjónustu og söluráðgjöf gagnageymslulausna frá EMC. EMC er leiðandi fyrirtæki gangageymslulausna fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum (SAN, CAS, NAS, DAS). EMC sérhæfir sig í að þróa lausnir sem gera fyrirtækjum kleift að stjórna, vernda og deila upplýsingum á sem hagkvæmastan og skilvirkastan hátt. EMC hefur kynnt til sögunnar hugtakið "stjórnun æviskeiðs upplýsinga" (Information Lifecycel Management) þar sem innviðir upplýsingatækni og fyrirtækis byggja á gildi upplýsinga. Styrkur EMC felst m.a. í að lausnir þess eru óháðar vörumerkjum netþjóna sem fyrir eru hjá fyrirtækjum og þannig er viðhaldið verðmæti fjárfestinga. "SE-VAR Partner” samningurinn er sannarlega fjöður í hatt Tæknivals og mikil viðurkenning á þjónustugetu fyrirtækisins," segir Almar og bendir á að gildi samstarfsins séu víðtæk, meðal annnars megi nefna að starfsmenn Tæknivals hafi nú aðgang og fullan stuðning þjónustuvers EMC, allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, allt árið um kring.
Tækni Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira