Hringja beint gegnum tölvuna
Nú geta tölvueigendur hringt beint í heimilissíma og farsíma úr tölvunni ef þeir útvega sér nýtt forrit. Það eru forsvarsmenn fyrirtækisins Skype sem settu forritið á markaðinn en þeir hafa áður hannað forrit sem gerir tölvum kleift að hafa samband ókeypis sín á milli gegnum netið. Notendum símaforritsins verður aftur á móti gert að greiða fyrir þjónustuna. Verðið verður samkeppnishæft við það sem best gerist að sögn forráðamanna Skype.