Innlent

Útkoma Björns vekur mesta athygli

"Þetta staðfestir að Geir H. Haarde hefur yfirburðastöðu," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Svanur telur mikið fylgi Geirs þó ekki þurfa að koma á óvart og bendir á að Geir sé varaformaður flokksins. Þá telur Svanur að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra geti vel við unað. "Þorgerður Katrín kemur vel út úr þessu, ekki síst í ljósi þess að hún var ekki efst á lista í sínu kjördæmi," segir Svanur. Svanur segir þó slæma útkomu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra vekja mesta athygli. "Hann er maður sem ýmsir hafa nefnt sem arftaka Davíðs þannig að þetta er í raun mjög niðurlægjandi niðurstaða fyrir Björn Bjarnason."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×