Innlent

Stjórnarfundur væntanlega í dag

Ríkisstjórnin stefnir að því að halda aukafund í dag til að útkljá deilu ríkisstjórnarflokkanna um frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ekki hefur þó verið boðað til fundarins en margir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru fjarverandi. Upp úr sauð á milli ríkisstjórnarflokkanna í gær þegar ráðherrar Framsóknarflokksins yfirgáfu fund ríkisstjórnar eftir tæpar 15 mínútur en ráðherrar sjálfstæðisflokksins sátu sem fastast í klukkustund til viðbótar. Helsti ágreiningur flokkanna snýr að lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni um fjölmiðlalögin. Nokkrir forystumenn sjálfstæðismanna vilja að minnst 44 prósent atkvæðisbærra manna þurfi til að fella fjölmiðlalögin úr gildi í atkvæðagreiðslu en framsóknarmenn vilja ekki að mörkin verði sett hærra en 30 prósent. Formenn stjórnarflokkanna freista þess að ná samkomulagi um frumvarpið og fá það samþykkt í ríkisstjórn í dag en það verður lagt fyrir Alþingi á mánudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×