Lífið

Djömmuðu á EM á kostnað ESB

"Þetta var bara grín í næstum því tvo mánuði," segir Bogi Ragnarsson sem er nýkominn heim úr ótrúlegri ferð frá Portúgal. Bogi og vinur hans Jón Eiríksson sóttu um að starfa á Evrópumótinu í knattspyrnu og fengu allt borgað, flug, mat, drykk, gistingu og miða á leikina. "Þetta var bara algjör tilviljun. Jónsi var að surfa um á netinu og fann auglýsingu um þetta. Við ákváðum að taka sénsinn og sjáum ekki eftir því. Evrópusambandið borgaði allt fyrir okkur auk þess sem við sóttum um styrki í íslensk fyrirtæki. Við höfðum ekki hugmynd út í hvað við vorum að fara, bjuggumst við að fá frían mat og frítt húsnæði en reyndin var að þetta var allt frítt. Við fengum meira að segja flugið endurgreitt en þar sem við höfðum fengið styrk fyrir því hjá Plúsferðum fóru þeir peningar bara í okkar vasa. Við höfðum því meira en nóg af seðlum alla ferðina og þrátt fyrir að hafa lifað hátt í tvo mánuði kom ég heim í plús." Ítarlegt viðtal við drengina og myndir frá ótrúlegri ferð þeirra er í DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.