Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu

Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari fer mikinn í nýjustu stiklunni úr Marvel ofurhetjumyndinni Captain America: Brave New World. Þar er persóna hans í slagsmálum við engan annan en aðalsögupersónu og hetju myndarinnar, Kaptein Ameríku sem leikinn er af Anthony Mackie.

Bíó og sjónvarp

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Syngur Cha Cha Cha á Söngva­keppninni

Käärijä fulltrúi Finnlands í Eurovision árið 2023 í Liverpool mætir á úrslit Söngvakeppninnar í ár. Þar mun hann taka lagið sem skilaði honum öðru sæti í keppninni það árið, Cha Cha Cha.

Lífið
Fréttamynd

Úr drullumalli og nornaseiði í list­nám í Banda­ríkjunum

„Við uppgötvuðum listina svolítið saman,“ segja listakonurnar Karen Ösp og Petra. Þær eru æskuvinkonur frá því þær voru saman í Austurbæjarskóla og hafa báðar lagt land undir fót og sint listinni í Bandaríkjunum og víða um Evrópu. Um helgina opnuðu stöllurnar svo samsýninguna „Fornar slóðir“ í SÍM gallerí í Reykjavík.

Menning
Fréttamynd

„Þetta er engin þrauta­ganga fyrir mig“

Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna lýsir ástandi sínu eftir þrefalt kjálkabrot í nýju myndbandi. Hann ætlar ekki í fýlu, benda á sökudólga eða horfa í baksýnisspegilinn. Hann verði kominn á svið aftur áður en fólk veit af.

Lífið
Fréttamynd

Kafla­skil í tískunni þegar hann var tíu ára

„Það er algjör vítamínsprauta að fara í „illuð“ föt,“ segir rapparinn Árni Páll Árnason betur þekktur sem Herra Hnetusmjör. Hann er viðmælandi í fyrsta þætti af Tískutali þar sem hann fer yfir klæðaburðinn, eftirminnileg tískumóment, hverju hann klæddist á fyrsta gigginu, ógleymanleg kaup sem hann gerði tíu ára gamall í Flórída, hvernig stíllinn hans hefur þróast samhliða föðurhlutverkinu og margt fleira.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Mig langaði að segja þessar sögur“

„Það sem stendur svolítið upp úr er að á þessum tíma vissi í raun enginn hvernig ætti að bregðast við í þessum aðstæðum, þegar kom að björgunaraðgerðum og þess háttar,“ segir Daníel Bjarnason leikstjóri heimildarmyndarinnar Fjallið það öskrar sem frumsýnd var á Stöð 2 þann 3.janúar síðastliðinn.

Lífið
Fréttamynd

Vest­firski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“

Þórður Pálsson, leikstjóri íslenska hrollvekjudramans The Damned, segir vetrartökur á Vestfjörðum vera það erfiðasta sem hann hafi gert um ævina. Svo lítið skjól hafi verið af leikbúningunum að glamrað hafi í tönnum leikaranna sem gátu varla talað fyrir kulda. Myndin hefur fengið það góðar viðtökur í Bandaríkjunum að kvikmyndafyrirtækið A24 var fljótt að kalla Þórð á sinn fund.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Merzedes Club snýr aftur

Hljómsveitin Merzedes Club mun snúa aftur eftir langt hlé í Laugardalshöll í maí. Tónleikarnir í Laugardalshöll verða hluti af afmælisveislu FM95Blö.

Lífið
Fréttamynd

Þungarokkarar komast ekki til Ís­lands

Bandarísku þungarokkararnir í MANOWAR komast ekki til landsins vegna óveðurs, þar sem flug liggur niðri. Því neyðist sveitin til að fresta tónleikum sínum sem fara áttu fram í Hörpu á morgun 1. febrúar.

Lífið
Fréttamynd

Páll Óskar féll í yfir­lið og þríkjálkabrotnaði

Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari kjálkabrotnaði illa eftir að hann féll í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Hann segir ástæðuna fyrir yfirliðinu mega rekja til hjartagalla en hann hefur verið á hjartalyfjum síðustu þrjú ár. Páll Óskar gefur í dag út nýtt lag, tekur meiðslunum af æðruleysi og ætlar að vera kominn aftur á svið eftir örfáa mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Syndir á móti straumnum í old school hip­hopi

Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject.

Lífið
Fréttamynd

Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024

Lokahnykkur í því sem óvænt varð hamfaraþríleikur, Árið án sumars, verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld. Verkið er úr smiðju sviðslistahópsins Marmarabarna og er rómantísk hrollvekja um vináttu og veður.

Menning
Fréttamynd

Margar milljónir í menninguna

Hátt í hundrað verkefni hlutu styrk úr borgarsjóði á sviði menningarmála, en 225 umsóknir bárust í haust um styrki sem hljóða upp á tæplega 390 milljónir króna. Útnefning Listhóps Reykjavíkur 2025 fór fram í Iðnó í dag.

Menning
Fréttamynd

Plottað um heims­yfir­ráð eða dauða

Blásið verður til Kvennaárs með dansveislu í Iðnó í kvöld. Í ár eru fimmtíu ár liðin frá Kvennafrídeginum og í tilefni þess verður allt árið verður lagt undir jafnréttisbaráttu að sögn formanns BSRB. Tugir samtaka standa að viðburðinum.

Innlent
Fréttamynd

Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dóna­legt

„Það þarf mikinn kjark til að fóta sig ein í borginni og það tók verulega á,“ segir kvikmyndagerðakonan Katla Sólnes. Það vantar ekki ævintýrin í líf Kötlu. Hún hefur verið búsett í New York síðastliðin ár, er að útskrifast úr meistaranámi við virta háskólann Columbia og var valin í tólf manna hóp af þúsundum umsækjenda í prógram hjá einni stærstu kvikmyndahátíð í heimi, Sundance. Blaðamaður ræddi við Kötlu um þetta og margt fleira.

Lífið
Fréttamynd

Rán, Guð­jón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið

Þeir rithöfundar sem þóttu að mati íslenskra bókaútgefenda hafa skarað fram úr á árinu 2024 voru afhent hin Íslensku bókmenntaverðlaun. Sérstök athöfn var á Bessastöðum þar sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti verðlaunin og ávarpaði samkomuna.

Lífið
Fréttamynd

Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway

Bandaríski leikarinn Will Ferrell ætlar að umbreyta Eurovision kvikmyndinni sem sló í gegn árið 2020 í söngleik á Broadway. Hann segist einfaldlega ekki geta slitið sig frá Eurovision.

Lífið