Indí-krakkar á barnum 15. júlí 2004 00:01 Þetta var víst besta sveitin sem ég missti af á Hróarskelduhátíðinni í ár, samkvæmt því fólki sem ég tek eitthvað mark á þegar kemur að tónlist. Þetta er systkinasveit frá Bandaríkjunum sem eru alin upp innan um bunka af hljóðfærum. Þau kunna því að leika sér og tónlist þeirra ber merki þess. Hér er allt frekar frjálslegt og lifandi. Þetta er tónlist sem hefði þess vegna getað verið gerð fyrir þrjátíu árum síðan. Það væri meira að segja hægt að ljúga því að mér að þetta væri hljóðritað á gamla segulbandið. Þetta er þó mjög ólíkt ruslrokkbylgjunni sem skaust út úr New York fyrir um þremur árum síðan. Það er stutt í húmorinn, og þessi tónlist getur virkað svolítið kjánaleg á köflum. Hljómar stundum eins og ef Belle and Sebastian hefðu farið á fyllerí á írskum pöbb og stofnað hljómsveit á staðnum með bargestum. Þar í hópnum væri einn fullur blúsgítarleikari og glás of indie-krökkum. Textarnir eru skemmtilegir. Einn þeirra, Tropical Ice-Land, vakti athygli mína af augljósum ástæðum. Annað systkinanna hlýtur hreinlega að hafa eytt einhverjum tíma hér, því lýsingarnar á vetrardögunum eru of nákvæmar til þess að vera uppspuni. Talað um hlé í bíó, sviðahausa í kjörbúðunum, ást á rjómaís og þann ljóma sem íslensk ungmenni sjá í heimsókn til Christianiu á sumrin. Þetta þekkja bara heimamenn! Miðað við að ég hef ekki enn hitt neinn sem heldur vatni yfir tónleikum sveitarinnar á Hróarskeldu er ég byrjaður að draga þá ályktun að þessi sveit njóti sín betur á tónleikum. Platan er vissulega mjög áhugaverð, og góð, en snilldin lekur ekki alveg af henni... maður þarf svolítið að hafa fyrir því að nudda hana af. The Fiery Furnaces: Gallowsbirds BarkBirgir Örn Steinarsson Tónlist Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Þetta var víst besta sveitin sem ég missti af á Hróarskelduhátíðinni í ár, samkvæmt því fólki sem ég tek eitthvað mark á þegar kemur að tónlist. Þetta er systkinasveit frá Bandaríkjunum sem eru alin upp innan um bunka af hljóðfærum. Þau kunna því að leika sér og tónlist þeirra ber merki þess. Hér er allt frekar frjálslegt og lifandi. Þetta er tónlist sem hefði þess vegna getað verið gerð fyrir þrjátíu árum síðan. Það væri meira að segja hægt að ljúga því að mér að þetta væri hljóðritað á gamla segulbandið. Þetta er þó mjög ólíkt ruslrokkbylgjunni sem skaust út úr New York fyrir um þremur árum síðan. Það er stutt í húmorinn, og þessi tónlist getur virkað svolítið kjánaleg á köflum. Hljómar stundum eins og ef Belle and Sebastian hefðu farið á fyllerí á írskum pöbb og stofnað hljómsveit á staðnum með bargestum. Þar í hópnum væri einn fullur blúsgítarleikari og glás of indie-krökkum. Textarnir eru skemmtilegir. Einn þeirra, Tropical Ice-Land, vakti athygli mína af augljósum ástæðum. Annað systkinanna hlýtur hreinlega að hafa eytt einhverjum tíma hér, því lýsingarnar á vetrardögunum eru of nákvæmar til þess að vera uppspuni. Talað um hlé í bíó, sviðahausa í kjörbúðunum, ást á rjómaís og þann ljóma sem íslensk ungmenni sjá í heimsókn til Christianiu á sumrin. Þetta þekkja bara heimamenn! Miðað við að ég hef ekki enn hitt neinn sem heldur vatni yfir tónleikum sveitarinnar á Hróarskeldu er ég byrjaður að draga þá ályktun að þessi sveit njóti sín betur á tónleikum. Platan er vissulega mjög áhugaverð, og góð, en snilldin lekur ekki alveg af henni... maður þarf svolítið að hafa fyrir því að nudda hana af. The Fiery Furnaces: Gallowsbirds BarkBirgir Örn Steinarsson
Tónlist Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira