Bob og Robbie í bobba Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. febrúar 2025 07:00 Simpansinn Robbie Williams og rokkarinn Bob Dylan takast á í bíóhúsum þessar vikurnar. Bob virðist ætla að hafa vinninginn þó Robbie sé mun betri. Um þessar mundir eru tvær myndir um heimsfræga tónlistarmenn í bíó. Önnur er fagmannlega gerð og vel leikin en skilur lítið eftir sig. Hin er fullkomið dæmi um hvernig má lífga upp á lúna kvikmyndagrein með skýrri listrænni sýn, skapandi sviðsetningu og kóreógrafíu. Hollywood er með ævisögur tónlistarmanna á heilanum. Slíkar myndir hafa alltaf verið vinsælar en á síðustu árum hefur orðið sprenging á framleiðslu þeirra. Einn stór áhrifavaldur held ég að sé Bohemian Rhapsody sem kom út 2018 og fjallaði um Freddie Mercury. Myndin rakaði inn gríðarlegum fjárhæðum og hlaut á einhvern ótrúlegan hátt fjögur óskarsverðlaun. Síðan þá hafa komið út myndir um fjölda frægra tónlistarmanna: Elton John, Whitney Houston, Arethu Franklin, Bob Marley, Elvis og ýmsa fleiri. Í ár er von á myndum um Bruce Springsteen, Janis Joplin, Bítlana og Michael Jackson. Sú síðastnefnda er þó í lausu lofti eftir að stór hluti myndarinnar reyndist ónothæfur vegna gleymdrar klásúlu. Sjá einnig: Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 Þá eru tvær myndir ótaldar: A Complete Unknown um bandaríska söngvaskáldið Bob Dylan og Better Man um enska popparann Robbie Williams. Gagnrýnandi fór nýverið á þessar tvær myndir og mun rýna í þær saman hér. Ein klisjukenndasta kvikmyndagreinin Ævisögur merkismanna eru sígilt umfjöllunarefni sjónvarpsþátta og kvikmynda. Sögurnar falla vel inn í hefðbundna hetjubyggingu, eru auðmeltanlegar og vekja áhuga almennings. Ein helsta undirgrein slíkra mynda fjallar um ævi tónlistarmanna og eru þær jafnvel enn formfastari. John C. Reilly lék hinn hæfileikaríka Dewey Cox sem réði illa við frægðina, átti í erfiðleikum með vímuefni og var í sífelldri leit að hinum hreina tóni.Sony Walk Hard: A Dewey Cox Story (2007) er paródía á greininni með John C. Reilly í aðalhlutverki. Hún er í senn frábær tónlistarmynd og afhjúpun á öllum klisjum greinarinnar. Áhorfendur fylgjast með Dewey frá því hann stígur sín fyrstu skref þar til hann slær í gegn og fjarar loks út. Allar helstu klisjurnar eru til staðar: erfiðleikarnir í byrjun, uppgötvun snilligáfunnar, ofurvelgengnin, tónleikaferðalögin, eiturlyfjaneyslan og hjónabandið sem riðar til falls. Myndin deilir á tónlistarmanna-ævisögugreinina í heild sinni en fékk sérstakan innblástur frá tveimur myndum sem voru nýbúnar að slá í gegn: Ray (2004) um Ray Charles og Walk the Line (2005) um Johnny Cash. Persóna Cox byggir á fjölda tónlistarmanna, þar á meðal Roy Orbison, Glen Campbell, Bob Dylan, Elvis, John Lennon og Hank Williams. Þegar rýnt er í myndirnar um Dylan og Williams er gott að hafa Cox bakvið eyrað í ljósi þess að báðar myndirnar búa yfir mjög hefðbundinni framvindu og innihalda ýmsar klisjur. Zimmerman verður Dylan verður Júdas Robert Allen Zimmerman fæddist 14. maí 1941 í Duluth í Minnesota. Á táningsaldri hóf hann að semja tónlist og tók upp nafnið Bob Dylan. Síðustu sjö áratugi hefur Dylan orðið að einum stærsta tónlistarmanni samtímans, gefið út 40 plötur, haft ómæld áhrif á rokktónlist og hlotið Nóbelsverðlaun. Kvikmyndin A Complete Unknown fjallar um fyrstu fjögur árin á tónlistarferli Dylan. Myndin hefst þegar hann kemur nítján ára til New York árið 1961 til að meika það og lýkur þegar hann „svíkur“ þjóðlagahreyfinguna með því að færa sig yfir í rafmagnað rokk árið 1965. Dylan þeysist um á mótorhjóli seinni hluta myndar svo Dylan-hausar biðu í ofvæni eftir ákveðinni senu sem kom aldrei. Myndinni er leikstýrt af hinum fjölhæfa en misjafna James Mangold sem hóf ferilinn með Cop Land og Girl, Interrupted og hefur síðan leikstýrt myndum af öllum gerðum. Á síðustu árum hefur Mangold verið fenginn inn sem reddari fyrir bæði The Wolverine og fimmtu myndina um Indiana Jones. Mest lof hefur hann hlotið fyrir tvær ævisögumyndir, Walk the Line um Johnny Cash og Ford v Ferrari um formúlukappa á sjöunda áratugnum. Sjá einnig: Hollywood-drama í háum gæðaflokki Handrit A Complete Unknown skrifar Mangold sjálfur með aðstoð hins reynda Jay Cocks. Ungstirnið Timothee Chalamet leikur Bob Dylan en með önnur hlutverk fara Edward Norton, Elle Fanning, Monica Barbaro, Boyd Holbrooke og Scoot McNairy. Goðsögnin eða maðurinn? Ævisögumyndir reyna oft að fanga marga áratugi í lífi tónlistarmannsins. Fyrir vikið verða þær gjarnan frekar klisjukenndar því það þarf að treysta enn betur á klassísku söguatriðin: fyrstu skrefin, uppgötvunina, velgengnina, mótlætið og fallið. Mynd sem forðast þetta er I‘m Not There (2007) en hún fjallar einmitt um Dylan. Todd Haynes sem leikstýrði myndinni og skrifaði handritið (með Oren Moverman) ákvað, frekar en að taka eitt tímabil í lífi Dylan, að fanga hin ólíku andlit Dylan í sviðsljósinu. Hann er þannig leikinn af sex ólíkum leikurum, þar á meðal einni konu og einum þeldökkum dreng. Þannig er hægt að fjalla um hjónabandserfiðleikana, dularfulla söngvaskáldið, leiðinlega rokkarann, áhugann á Woody Guthrie og trúarlega tímabilið án þess að þurfa að troða því inn í eina persónu. Að sama skapi tapast ákveðin dýpt þegar dreifa þarf tímanum á margar persónur, sagan verður ekki jafn hnitmiðuð og tónlistin fær minna rými. Marcus Carl Franklin, Cate Blanchett, Christian Bale, Ben Whishaw, Heath Ledger og Richard Gere leika ólíkar útgáfur af Dylan. A Complete Unknown er mun hefðbundnari en gerir þó vel í að takmarka sig við fjögurra ára tímabil. Dylan ferðast til New York til að heimsækja þjóðlagasöngvarann Woody Guthrie (McNairy) sem er á spítala með Huntingtonssjúkdóm. Þar hittir hann fyrir Pete Seeger (Norton) sem tekur Dylan undir sinn verndarvæng og hjálpar honum að koma sér á framfæri í tónlistarsenunni í Greenwich Village. Dylan kynnist listakonunni Sylvie Russo (Fanning) og hefur samband með henni. Á tónleikum vekur Dylan athygli bæði tónlistarkonunnar Joan Baez (Barbaro) og umboðsmannsins Alberts Grossmann (Dan Fogler) í mjög týpískri senu. Framan af gengur brösuglega hjá Bob, fyrsta platan selst illa og Sylvie finnst hann of lokaður. Dylan nýtir sér félagslega og pólitíska ólgu og semur baráttulög sem slá í gegn. Ferillinn hrekkur í gang en Dylan finnst hann samt ekki njóta listræns frelsis. Lokahluti myndarinnar fjallar svo um þjóðlagahátíðina í Newport árið 1965 þar hátíðarstjórnendur vilja að Dylan spili hefðbundna þjóðlagatónlist en hann vill spila nýju rafmögnuðu músíkina sína. Dylan góður, Baez betri, Cash bestur Myndin er sannfærandi að flestu leyti. Mangold heldur vel um taumana, stígandinn er góður og áhorfendur hverfa inn í framvinduna. Frábær leikmynd flytur áhorfendur aftur til sjöunda áratugarins og myndataka Phedon Papamichael er fyrsta flokks. Chalamet nær Dylan-muldrinu helvíti vel. Leikhópurinn er öflugur en mest mæðir á Chalamet sem stendur sig nokkuð vel. Fyrst sem dularfulli ungi tónlistarmaðurinn með skrítnu röddina og nördalega sjarmann. Síðan sem muldrandi sjálfhverfa rokkstjarnan sem ergir sig á væntingum umheimsins. Chalamet fangar húmorinn, sem hefði mátt vera mun meiri, en er líka góður skíthæll. Þegar maður hefur melt myndina virkar þessi Dylan þó á mann sem yfirborðsmynd. Firnagóð eftirherma af þessari Dylan-fígúru sem hefur mótast gegnum tíðina. Það er aldrei kafað mjög djúpt, samböndin við konurnar tvær eru lítið könnuð og Dylan er jafnfjarlægur okkur áhorfendum og þeim. Elle Fanning leikur Sylvie Russo og Monica Barbaro leikur Joan Baez. Þær þurfa að þola fýluna í Zimmerman. Elle Fanning og Monica Barbaro gera mikið úr því litla sem þær fá. Hlutskipti þeirra er að heillast af Dylan og þola sjálfhverfu hans áður en þær gefast loksins upp. Barbaro nær Joan Baez algjörlega, bæði í söng og tali, en þar fyrir utan er stjörnu-ára yfir henni sem skilar sér gegnum skjáinn. Svo eru það karlarnir. Edward Norton er nógu lágstemmdur til að Seeger verði ekki kjánalegur með sín háu kollvikin. McNairy kemur taugahrörnun Guthrie til skila á áhrifamikinn hátt. Í hvert skipti sem Boyd Holbrook birtist í hlutverki Johnny Cash stelur hann senunni. Stórt hlutverk Cash í myndinni er pínu fyndið í ljósi þess að Mangold hefur þegar gert mynd um kántrísöngvarann og virðist ekki fá nóg af honum. Pete Seeger, Johnny Cash og Woody Guthrie bregður öllum fyrir í myndinni. Apaköttur Úr einum tónlistarmanni í annan; Robert Peter Williams fæddist 13. febrúar 1974 í Stoke-on-Trent. Hann var einn af stofnmeðlimum strákabandsins Take That árið 1990 en var rekinn úr því 1995. Tveimur árum síðar kom út platan Life Thru a Lens sem markaði upphafið að vel lukkuðum sólóferli Robbie Williams. Robbie Williams skartar aflituðu hári á Glastonbury 1995.Getty Ævi hans er til umfjöllunar í Better Man sem er leikstýrt af Ástralanum Michael Gracey. Sá hefur áður leikstýrt söngvamyndinni The Greatest Showman (2017) og heimildamyndinni Pink: All I Know So Far (2021). Gracey starfaði um tveggja áratuga skeið við tæknibrellugerð og fór þaðan yfir í auglýsingaleikstjórn og loks kvikmyndagerð. Robbie Williams sjálfur er sögumaður myndarinnar en leikhópurinn einkennist mest megnis af lítt þekktum leikurum. Jonno Davies leikur Robbie og honum til halds og trausts eru Steve Pemberton, Rachelle Banno, Alison Steadman, Tom Budge og Damon Herriman. Það sem greinir Better Man fyrst og fremst frá öðrum ævisögumyndum er að Williams birtist áhorfendum sem tölvugerður api gegnum alla myndina. Apaspil Það fyrsta sem allir spyrja sig er auðvitað: „Af hverju er hann api en ekki maður?“ Robbie Williams hefur sagt í viðtölum að hann hafi alltaf séð sjálfan sig sem apa sem skemmtir fólki (e. performing monkey). Aðalmarkmið kvikmyndagerðarfólksins virðist hafa verið að brjóta upp formið, gera eitthvað óhefðbundið og laða fólk þannig að. Miðað við aðsóknartölurnar virðist apinn fæla fólk frá myndinni frekar en ella. Williams spilaði fyrir mörg hundruð þúsund manns yfir þrjá daga á Knebworth-hátíðinni 2003. Ákvörðunin er samt sem áður snjöll að mörgu leyti. Apinn undirstrikar dýrsleg einkenni Williams um leið og áhorfendur finna til með honum á annan hátt en ef hann væri manneskja. Apinn stendur jafnframt út, sem er sérstaklega mikilvægt í senum framan af myndinni þar sem hinir meðlimir Take That renna saman í eina gaurasúpu. Skiptingin milli barns, unglings og fullorðins Williams verður mun mýkri með apanum því það þarf ekki að skipta um leikara. Heilinn samþykkir fantasíuheiminn nánast um leið því tölvubrellurnar eru svo sannfærandi. Hins vegar get ég ímyndað mér að svona „bull“ böggi marga. Að þú skulir vera til Myndin hefst á því að ræfilslegur Williams er tuskaður til í götubolta hverfisins. Um kvöldið útskýrir pabbi hans (Pemberton) fyrir drengnum að fólk sé annað hvort fætt með „það“ eða það er einskis vert. Feðgarnir syngja svo saman „My Way“ með Frank Sinatra í sjónvarpinu. Nagandi sjálfsefa Williams, sem er stöðugt að eltast við það hvað öðrum finnst, má rekja aftur til þessa augnabliks. Sárin dýpka enn frekar þegar pabbinn yfirgefur fjölskylduna til að reyna fyrir sér sem skemmtikraftur. Þetta er ekki sérlega frumlegt en það má líka segja um handritið í heild sinni sem tikkar í allflest boxin í „Ævisögu tónlistarmanns 101“. Það sem lyftir sögunni upp úr flatneskjulegu handriti er leikstjórn Gracey sem nær að fylla hverja senu af lífi og tónlistaratriði sem eru hvert öðru stórfenglegra. Hæðin sögumannsrödd Williams brýtur reglulega upp framvinduna með vel lukkuðum og fyndnum innskotum. Fyrsta tónlistaratriðið kemur eftir að pabbinn lætur sig hverfa. Ólíkt mörgum sambærilegum myndum þjóna lögin frásagnarhlutverki, þau eru ekki bara lög heldur partur af sögunni. Apinn syngur Feel í óaðfinnanlegri útgáfu hins tíu ára Carter J. Murphy á meðan mæðginin flytja á nýjan stað og taka áhorfendur með sér í ferðalagið. Robbie Williams, Mark Owen, Gary Barlow, Jason Orange og Howard Donald.Getty Myndin fylgir síðan hefðbundinni uppbyggingu og sýnir okkur fyrstu skrefin á ferlinum. Williams kemst inn í nýstofnað strákaband, Take That, þrátt fyrir lélega prufu hjá slímuga umboðsmanninum Nigel Martin-Smith (Herriman). Sveitin byrjar að túra smátt en verður svo risavaxin með tilheyrandi grúppíum og vellystingum. Velgengni sveitarinnar er fönguð í magnaðri útgáfu af Rock DJ sem drengirnir flytja á Regent Street dansandi eftir götunni. Senan, sem er tekin í einni töku, er fullkominn kokteill tónlistar, sviðsetningar, danshreyfinga og sjónarspils. Svona grettinn, grár og ljótur Williams er á endanum bolað út úr bandinu vegna vímuefnaneyslu semog deilna við bæði Gary Barlow og Nigel Martin-Smith. Hann brunar í burtu á sportbíl og við tekur rosalegur flutningur á „Come Undone“ þar sem allar reglur tíma og rúms eru brotnar til að fanga viðskilnaðinn og innri átök popparans á myndrænan hátt. Banno leikur Nicole Appleton sem kynnist Robbie Williams, leiknum af Jonno Davies, í grímupartýi. Þau dansa og syngja She's the One saman. Eftir slitin glímir apinn við sköpunar-harðlífi og nær ekki að koma sólóferlinum af stað. Hins vegar byrjar hann með Nicole Appleton (Banno) sem er í stelpusveitinni All Saints og skömmu síðar hefst samstarf hans við textahöfundinn Guy Chambers (Budge). Apinn gefur út fyrstu plötuna sína og slær í gegn. Vinsældirnar aukast og Williams verður stærri og stærri. Nagandi sjálfsefinn ásækir apann þó áfram og hann leitar í vímuefni til að deyfa sig. Nánast allar ævisögumyndir rokkara innihalda smá eiturlyfja-kafla og Better Man heldur þar í hefðirnar. Neyslunni er þó komið frumlega til skila með snjallri og hraðri klippingu. Um þetta leyti er allur léttleiki horfinn úr myndinni og þungt drama tekið við. Um svipað leyti fer hún í fyrsta skipti að hökta, áhorfendur sjá aðeins of vel hvert stefnir. Williams brennir allar brýr, bregst ástvinum, fjölskyldu sinni og vinum. Gegnum myndina er Williams ásóttur af yngri útgáfum af sjálfum sér sem hann sér í hverju skoti. Draugar fortíðar ná loksins til hans á Knebworth-hátíðinni fyrir framan mörg hundruð þúsund manns. Hér fyrir ofan má sjá flutning Williams á hátíðinni 2003 en sú útgáfa er notuð í myndinni. Auðvitað eru þetta ekki venjulegir tónleikar í myndinni heldur vígvöllur þar sem Williams berst við sjálfan sig meðan „Let Me Entertain You“ ómar undir. Sjálfshatrið, þunglyndið og vímuefnaneyslan ná hámarki og apinn virðist ætla að ganga frá sér. Apaköttur... apaspil? Framvinda Better Man er hefðbundin og smellpassar inn í steypumótið. Handritið er fyrirsjáanlegt, grunnt og uppfullt af klisjum. Myndin er algjör þeysireið frá upphafi til enda þó hún hökti dálítið þegar neyslu-senurnar dynja á áhorfendum. Myndin er þrátt fyrir það ein af bíóupplifunum ársins þökk sé kynngimögnuðum tónlistaratriðum og sjónarspili sem hefur varla sést áður í ævisögmyndum sem þessum. Jonno Davies sem leikur Williams hefur gleymst dálítið í umfjöllun um myndina enda er hann falinn undir apagervi og syngur ekki lögin. Án sterkrar frammistöðu frá Davies væri myndin alls ekki eins góð og hún er. Kjaftfor en brothættur popparinn lifnar algjörlega við í höndum Davies. Williams sjálfur syngur svo lögin og er frábær sem galsafullur hæðinn sögumaður. Niðurstaða: Hvorug myndanna segir frumlega eða sterka sögu en þær eru þó báðar góðar til síns brúks. Sömuleiðis eru þær báðar frábærar kynningar á tónlist mannanna tveggja. Munurinn á myndunum liggur einna helst í muni á kjarki og sköpunarkrafti. A Complete Unknown er flott períóda með góðum leikurum en hún tekur enga sénsa, skortir dýpt og átök og er ekki mjög eftirminnileg. Better Man er aftur á móti uppfull af fantasískum bíótöfrum og undursamlegum tónlistaratriðum auk þess sem hún hefur eitthvað að segja um frægðina. Meðan Dylan rausar yfir pressunni sem fylgir því að vera frægur þá birtist frægðin í Better Man sem eyðileggjandi afl sem eitrar fyrir þeim sem gæta sín ekki. Williams lendir í þeytivindunni og er heppinn að hún tætir hann ekki í sundur. Dylan-myndin er eins og að fara á góða tribute-tónleika, fínasta skemmtun, en Williams-myndin er eins og að fara á Cirque de soleil, einstök upplifun. Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01 Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Hvað gerir Hollywood-stjarna þegar hún er ekki nógu ung og sæt til að vera lengur á skjánum? Hún neitar að sætta sig við örlög sín og reynir hvað hún getur til að verða ung á ný, sprautar sig jafnvel með dularfullu efni án þess að hugsa út í mögulegar aukaverkanir. 7. nóvember 2024 08:31 Mest lesið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Sænska prinsessan komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Hollywood er með ævisögur tónlistarmanna á heilanum. Slíkar myndir hafa alltaf verið vinsælar en á síðustu árum hefur orðið sprenging á framleiðslu þeirra. Einn stór áhrifavaldur held ég að sé Bohemian Rhapsody sem kom út 2018 og fjallaði um Freddie Mercury. Myndin rakaði inn gríðarlegum fjárhæðum og hlaut á einhvern ótrúlegan hátt fjögur óskarsverðlaun. Síðan þá hafa komið út myndir um fjölda frægra tónlistarmanna: Elton John, Whitney Houston, Arethu Franklin, Bob Marley, Elvis og ýmsa fleiri. Í ár er von á myndum um Bruce Springsteen, Janis Joplin, Bítlana og Michael Jackson. Sú síðastnefnda er þó í lausu lofti eftir að stór hluti myndarinnar reyndist ónothæfur vegna gleymdrar klásúlu. Sjá einnig: Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 Þá eru tvær myndir ótaldar: A Complete Unknown um bandaríska söngvaskáldið Bob Dylan og Better Man um enska popparann Robbie Williams. Gagnrýnandi fór nýverið á þessar tvær myndir og mun rýna í þær saman hér. Ein klisjukenndasta kvikmyndagreinin Ævisögur merkismanna eru sígilt umfjöllunarefni sjónvarpsþátta og kvikmynda. Sögurnar falla vel inn í hefðbundna hetjubyggingu, eru auðmeltanlegar og vekja áhuga almennings. Ein helsta undirgrein slíkra mynda fjallar um ævi tónlistarmanna og eru þær jafnvel enn formfastari. John C. Reilly lék hinn hæfileikaríka Dewey Cox sem réði illa við frægðina, átti í erfiðleikum með vímuefni og var í sífelldri leit að hinum hreina tóni.Sony Walk Hard: A Dewey Cox Story (2007) er paródía á greininni með John C. Reilly í aðalhlutverki. Hún er í senn frábær tónlistarmynd og afhjúpun á öllum klisjum greinarinnar. Áhorfendur fylgjast með Dewey frá því hann stígur sín fyrstu skref þar til hann slær í gegn og fjarar loks út. Allar helstu klisjurnar eru til staðar: erfiðleikarnir í byrjun, uppgötvun snilligáfunnar, ofurvelgengnin, tónleikaferðalögin, eiturlyfjaneyslan og hjónabandið sem riðar til falls. Myndin deilir á tónlistarmanna-ævisögugreinina í heild sinni en fékk sérstakan innblástur frá tveimur myndum sem voru nýbúnar að slá í gegn: Ray (2004) um Ray Charles og Walk the Line (2005) um Johnny Cash. Persóna Cox byggir á fjölda tónlistarmanna, þar á meðal Roy Orbison, Glen Campbell, Bob Dylan, Elvis, John Lennon og Hank Williams. Þegar rýnt er í myndirnar um Dylan og Williams er gott að hafa Cox bakvið eyrað í ljósi þess að báðar myndirnar búa yfir mjög hefðbundinni framvindu og innihalda ýmsar klisjur. Zimmerman verður Dylan verður Júdas Robert Allen Zimmerman fæddist 14. maí 1941 í Duluth í Minnesota. Á táningsaldri hóf hann að semja tónlist og tók upp nafnið Bob Dylan. Síðustu sjö áratugi hefur Dylan orðið að einum stærsta tónlistarmanni samtímans, gefið út 40 plötur, haft ómæld áhrif á rokktónlist og hlotið Nóbelsverðlaun. Kvikmyndin A Complete Unknown fjallar um fyrstu fjögur árin á tónlistarferli Dylan. Myndin hefst þegar hann kemur nítján ára til New York árið 1961 til að meika það og lýkur þegar hann „svíkur“ þjóðlagahreyfinguna með því að færa sig yfir í rafmagnað rokk árið 1965. Dylan þeysist um á mótorhjóli seinni hluta myndar svo Dylan-hausar biðu í ofvæni eftir ákveðinni senu sem kom aldrei. Myndinni er leikstýrt af hinum fjölhæfa en misjafna James Mangold sem hóf ferilinn með Cop Land og Girl, Interrupted og hefur síðan leikstýrt myndum af öllum gerðum. Á síðustu árum hefur Mangold verið fenginn inn sem reddari fyrir bæði The Wolverine og fimmtu myndina um Indiana Jones. Mest lof hefur hann hlotið fyrir tvær ævisögumyndir, Walk the Line um Johnny Cash og Ford v Ferrari um formúlukappa á sjöunda áratugnum. Sjá einnig: Hollywood-drama í háum gæðaflokki Handrit A Complete Unknown skrifar Mangold sjálfur með aðstoð hins reynda Jay Cocks. Ungstirnið Timothee Chalamet leikur Bob Dylan en með önnur hlutverk fara Edward Norton, Elle Fanning, Monica Barbaro, Boyd Holbrooke og Scoot McNairy. Goðsögnin eða maðurinn? Ævisögumyndir reyna oft að fanga marga áratugi í lífi tónlistarmannsins. Fyrir vikið verða þær gjarnan frekar klisjukenndar því það þarf að treysta enn betur á klassísku söguatriðin: fyrstu skrefin, uppgötvunina, velgengnina, mótlætið og fallið. Mynd sem forðast þetta er I‘m Not There (2007) en hún fjallar einmitt um Dylan. Todd Haynes sem leikstýrði myndinni og skrifaði handritið (með Oren Moverman) ákvað, frekar en að taka eitt tímabil í lífi Dylan, að fanga hin ólíku andlit Dylan í sviðsljósinu. Hann er þannig leikinn af sex ólíkum leikurum, þar á meðal einni konu og einum þeldökkum dreng. Þannig er hægt að fjalla um hjónabandserfiðleikana, dularfulla söngvaskáldið, leiðinlega rokkarann, áhugann á Woody Guthrie og trúarlega tímabilið án þess að þurfa að troða því inn í eina persónu. Að sama skapi tapast ákveðin dýpt þegar dreifa þarf tímanum á margar persónur, sagan verður ekki jafn hnitmiðuð og tónlistin fær minna rými. Marcus Carl Franklin, Cate Blanchett, Christian Bale, Ben Whishaw, Heath Ledger og Richard Gere leika ólíkar útgáfur af Dylan. A Complete Unknown er mun hefðbundnari en gerir þó vel í að takmarka sig við fjögurra ára tímabil. Dylan ferðast til New York til að heimsækja þjóðlagasöngvarann Woody Guthrie (McNairy) sem er á spítala með Huntingtonssjúkdóm. Þar hittir hann fyrir Pete Seeger (Norton) sem tekur Dylan undir sinn verndarvæng og hjálpar honum að koma sér á framfæri í tónlistarsenunni í Greenwich Village. Dylan kynnist listakonunni Sylvie Russo (Fanning) og hefur samband með henni. Á tónleikum vekur Dylan athygli bæði tónlistarkonunnar Joan Baez (Barbaro) og umboðsmannsins Alberts Grossmann (Dan Fogler) í mjög týpískri senu. Framan af gengur brösuglega hjá Bob, fyrsta platan selst illa og Sylvie finnst hann of lokaður. Dylan nýtir sér félagslega og pólitíska ólgu og semur baráttulög sem slá í gegn. Ferillinn hrekkur í gang en Dylan finnst hann samt ekki njóta listræns frelsis. Lokahluti myndarinnar fjallar svo um þjóðlagahátíðina í Newport árið 1965 þar hátíðarstjórnendur vilja að Dylan spili hefðbundna þjóðlagatónlist en hann vill spila nýju rafmögnuðu músíkina sína. Dylan góður, Baez betri, Cash bestur Myndin er sannfærandi að flestu leyti. Mangold heldur vel um taumana, stígandinn er góður og áhorfendur hverfa inn í framvinduna. Frábær leikmynd flytur áhorfendur aftur til sjöunda áratugarins og myndataka Phedon Papamichael er fyrsta flokks. Chalamet nær Dylan-muldrinu helvíti vel. Leikhópurinn er öflugur en mest mæðir á Chalamet sem stendur sig nokkuð vel. Fyrst sem dularfulli ungi tónlistarmaðurinn með skrítnu röddina og nördalega sjarmann. Síðan sem muldrandi sjálfhverfa rokkstjarnan sem ergir sig á væntingum umheimsins. Chalamet fangar húmorinn, sem hefði mátt vera mun meiri, en er líka góður skíthæll. Þegar maður hefur melt myndina virkar þessi Dylan þó á mann sem yfirborðsmynd. Firnagóð eftirherma af þessari Dylan-fígúru sem hefur mótast gegnum tíðina. Það er aldrei kafað mjög djúpt, samböndin við konurnar tvær eru lítið könnuð og Dylan er jafnfjarlægur okkur áhorfendum og þeim. Elle Fanning leikur Sylvie Russo og Monica Barbaro leikur Joan Baez. Þær þurfa að þola fýluna í Zimmerman. Elle Fanning og Monica Barbaro gera mikið úr því litla sem þær fá. Hlutskipti þeirra er að heillast af Dylan og þola sjálfhverfu hans áður en þær gefast loksins upp. Barbaro nær Joan Baez algjörlega, bæði í söng og tali, en þar fyrir utan er stjörnu-ára yfir henni sem skilar sér gegnum skjáinn. Svo eru það karlarnir. Edward Norton er nógu lágstemmdur til að Seeger verði ekki kjánalegur með sín háu kollvikin. McNairy kemur taugahrörnun Guthrie til skila á áhrifamikinn hátt. Í hvert skipti sem Boyd Holbrook birtist í hlutverki Johnny Cash stelur hann senunni. Stórt hlutverk Cash í myndinni er pínu fyndið í ljósi þess að Mangold hefur þegar gert mynd um kántrísöngvarann og virðist ekki fá nóg af honum. Pete Seeger, Johnny Cash og Woody Guthrie bregður öllum fyrir í myndinni. Apaköttur Úr einum tónlistarmanni í annan; Robert Peter Williams fæddist 13. febrúar 1974 í Stoke-on-Trent. Hann var einn af stofnmeðlimum strákabandsins Take That árið 1990 en var rekinn úr því 1995. Tveimur árum síðar kom út platan Life Thru a Lens sem markaði upphafið að vel lukkuðum sólóferli Robbie Williams. Robbie Williams skartar aflituðu hári á Glastonbury 1995.Getty Ævi hans er til umfjöllunar í Better Man sem er leikstýrt af Ástralanum Michael Gracey. Sá hefur áður leikstýrt söngvamyndinni The Greatest Showman (2017) og heimildamyndinni Pink: All I Know So Far (2021). Gracey starfaði um tveggja áratuga skeið við tæknibrellugerð og fór þaðan yfir í auglýsingaleikstjórn og loks kvikmyndagerð. Robbie Williams sjálfur er sögumaður myndarinnar en leikhópurinn einkennist mest megnis af lítt þekktum leikurum. Jonno Davies leikur Robbie og honum til halds og trausts eru Steve Pemberton, Rachelle Banno, Alison Steadman, Tom Budge og Damon Herriman. Það sem greinir Better Man fyrst og fremst frá öðrum ævisögumyndum er að Williams birtist áhorfendum sem tölvugerður api gegnum alla myndina. Apaspil Það fyrsta sem allir spyrja sig er auðvitað: „Af hverju er hann api en ekki maður?“ Robbie Williams hefur sagt í viðtölum að hann hafi alltaf séð sjálfan sig sem apa sem skemmtir fólki (e. performing monkey). Aðalmarkmið kvikmyndagerðarfólksins virðist hafa verið að brjóta upp formið, gera eitthvað óhefðbundið og laða fólk þannig að. Miðað við aðsóknartölurnar virðist apinn fæla fólk frá myndinni frekar en ella. Williams spilaði fyrir mörg hundruð þúsund manns yfir þrjá daga á Knebworth-hátíðinni 2003. Ákvörðunin er samt sem áður snjöll að mörgu leyti. Apinn undirstrikar dýrsleg einkenni Williams um leið og áhorfendur finna til með honum á annan hátt en ef hann væri manneskja. Apinn stendur jafnframt út, sem er sérstaklega mikilvægt í senum framan af myndinni þar sem hinir meðlimir Take That renna saman í eina gaurasúpu. Skiptingin milli barns, unglings og fullorðins Williams verður mun mýkri með apanum því það þarf ekki að skipta um leikara. Heilinn samþykkir fantasíuheiminn nánast um leið því tölvubrellurnar eru svo sannfærandi. Hins vegar get ég ímyndað mér að svona „bull“ böggi marga. Að þú skulir vera til Myndin hefst á því að ræfilslegur Williams er tuskaður til í götubolta hverfisins. Um kvöldið útskýrir pabbi hans (Pemberton) fyrir drengnum að fólk sé annað hvort fætt með „það“ eða það er einskis vert. Feðgarnir syngja svo saman „My Way“ með Frank Sinatra í sjónvarpinu. Nagandi sjálfsefa Williams, sem er stöðugt að eltast við það hvað öðrum finnst, má rekja aftur til þessa augnabliks. Sárin dýpka enn frekar þegar pabbinn yfirgefur fjölskylduna til að reyna fyrir sér sem skemmtikraftur. Þetta er ekki sérlega frumlegt en það má líka segja um handritið í heild sinni sem tikkar í allflest boxin í „Ævisögu tónlistarmanns 101“. Það sem lyftir sögunni upp úr flatneskjulegu handriti er leikstjórn Gracey sem nær að fylla hverja senu af lífi og tónlistaratriði sem eru hvert öðru stórfenglegra. Hæðin sögumannsrödd Williams brýtur reglulega upp framvinduna með vel lukkuðum og fyndnum innskotum. Fyrsta tónlistaratriðið kemur eftir að pabbinn lætur sig hverfa. Ólíkt mörgum sambærilegum myndum þjóna lögin frásagnarhlutverki, þau eru ekki bara lög heldur partur af sögunni. Apinn syngur Feel í óaðfinnanlegri útgáfu hins tíu ára Carter J. Murphy á meðan mæðginin flytja á nýjan stað og taka áhorfendur með sér í ferðalagið. Robbie Williams, Mark Owen, Gary Barlow, Jason Orange og Howard Donald.Getty Myndin fylgir síðan hefðbundinni uppbyggingu og sýnir okkur fyrstu skrefin á ferlinum. Williams kemst inn í nýstofnað strákaband, Take That, þrátt fyrir lélega prufu hjá slímuga umboðsmanninum Nigel Martin-Smith (Herriman). Sveitin byrjar að túra smátt en verður svo risavaxin með tilheyrandi grúppíum og vellystingum. Velgengni sveitarinnar er fönguð í magnaðri útgáfu af Rock DJ sem drengirnir flytja á Regent Street dansandi eftir götunni. Senan, sem er tekin í einni töku, er fullkominn kokteill tónlistar, sviðsetningar, danshreyfinga og sjónarspils. Svona grettinn, grár og ljótur Williams er á endanum bolað út úr bandinu vegna vímuefnaneyslu semog deilna við bæði Gary Barlow og Nigel Martin-Smith. Hann brunar í burtu á sportbíl og við tekur rosalegur flutningur á „Come Undone“ þar sem allar reglur tíma og rúms eru brotnar til að fanga viðskilnaðinn og innri átök popparans á myndrænan hátt. Banno leikur Nicole Appleton sem kynnist Robbie Williams, leiknum af Jonno Davies, í grímupartýi. Þau dansa og syngja She's the One saman. Eftir slitin glímir apinn við sköpunar-harðlífi og nær ekki að koma sólóferlinum af stað. Hins vegar byrjar hann með Nicole Appleton (Banno) sem er í stelpusveitinni All Saints og skömmu síðar hefst samstarf hans við textahöfundinn Guy Chambers (Budge). Apinn gefur út fyrstu plötuna sína og slær í gegn. Vinsældirnar aukast og Williams verður stærri og stærri. Nagandi sjálfsefinn ásækir apann þó áfram og hann leitar í vímuefni til að deyfa sig. Nánast allar ævisögumyndir rokkara innihalda smá eiturlyfja-kafla og Better Man heldur þar í hefðirnar. Neyslunni er þó komið frumlega til skila með snjallri og hraðri klippingu. Um þetta leyti er allur léttleiki horfinn úr myndinni og þungt drama tekið við. Um svipað leyti fer hún í fyrsta skipti að hökta, áhorfendur sjá aðeins of vel hvert stefnir. Williams brennir allar brýr, bregst ástvinum, fjölskyldu sinni og vinum. Gegnum myndina er Williams ásóttur af yngri útgáfum af sjálfum sér sem hann sér í hverju skoti. Draugar fortíðar ná loksins til hans á Knebworth-hátíðinni fyrir framan mörg hundruð þúsund manns. Hér fyrir ofan má sjá flutning Williams á hátíðinni 2003 en sú útgáfa er notuð í myndinni. Auðvitað eru þetta ekki venjulegir tónleikar í myndinni heldur vígvöllur þar sem Williams berst við sjálfan sig meðan „Let Me Entertain You“ ómar undir. Sjálfshatrið, þunglyndið og vímuefnaneyslan ná hámarki og apinn virðist ætla að ganga frá sér. Apaköttur... apaspil? Framvinda Better Man er hefðbundin og smellpassar inn í steypumótið. Handritið er fyrirsjáanlegt, grunnt og uppfullt af klisjum. Myndin er algjör þeysireið frá upphafi til enda þó hún hökti dálítið þegar neyslu-senurnar dynja á áhorfendum. Myndin er þrátt fyrir það ein af bíóupplifunum ársins þökk sé kynngimögnuðum tónlistaratriðum og sjónarspili sem hefur varla sést áður í ævisögmyndum sem þessum. Jonno Davies sem leikur Williams hefur gleymst dálítið í umfjöllun um myndina enda er hann falinn undir apagervi og syngur ekki lögin. Án sterkrar frammistöðu frá Davies væri myndin alls ekki eins góð og hún er. Kjaftfor en brothættur popparinn lifnar algjörlega við í höndum Davies. Williams sjálfur syngur svo lögin og er frábær sem galsafullur hæðinn sögumaður. Niðurstaða: Hvorug myndanna segir frumlega eða sterka sögu en þær eru þó báðar góðar til síns brúks. Sömuleiðis eru þær báðar frábærar kynningar á tónlist mannanna tveggja. Munurinn á myndunum liggur einna helst í muni á kjarki og sköpunarkrafti. A Complete Unknown er flott períóda með góðum leikurum en hún tekur enga sénsa, skortir dýpt og átök og er ekki mjög eftirminnileg. Better Man er aftur á móti uppfull af fantasískum bíótöfrum og undursamlegum tónlistaratriðum auk þess sem hún hefur eitthvað að segja um frægðina. Meðan Dylan rausar yfir pressunni sem fylgir því að vera frægur þá birtist frægðin í Better Man sem eyðileggjandi afl sem eitrar fyrir þeim sem gæta sín ekki. Williams lendir í þeytivindunni og er heppinn að hún tætir hann ekki í sundur. Dylan-myndin er eins og að fara á góða tribute-tónleika, fínasta skemmtun, en Williams-myndin er eins og að fara á Cirque de soleil, einstök upplifun.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01 Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Hvað gerir Hollywood-stjarna þegar hún er ekki nógu ung og sæt til að vera lengur á skjánum? Hún neitar að sætta sig við örlög sín og reynir hvað hún getur til að verða ung á ný, sprautar sig jafnvel með dularfullu efni án þess að hugsa út í mögulegar aukaverkanir. 7. nóvember 2024 08:31 Mest lesið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Sænska prinsessan komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01
Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Hvað gerir Hollywood-stjarna þegar hún er ekki nógu ung og sæt til að vera lengur á skjánum? Hún neitar að sætta sig við örlög sín og reynir hvað hún getur til að verða ung á ný, sprautar sig jafnvel með dularfullu efni án þess að hugsa út í mögulegar aukaverkanir. 7. nóvember 2024 08:31