Sport

Líklegt að Perez nái endurkjöri

Forsetakjör er hjá spænska stórliðinu Real Madrid í dag. Flest bendir til þess að núverandi forseti félagsins, Florentino Perez, muni ná endurkjöri og standa af sér harða atlögu Lorenzo Sans. Perez keypti Zinedan Zidan, Ronaldo, Luis Figo og David Beckham til félagsins en þrátt fyrir það vann Real Madrid engan titil á síðustu leiktíð. Kosningarétt eiga um 65 þúsund stuðningsmenn Real Madrid.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×