Innlent

Engar tímaáætlanir um sölu Símans

Ekki er búið að ákveða hvenær boðin verður út vinna við ráðgjöf í tengslum við sölu Símans. Að sögn Ólafs Davíðssonar, formanns framkvæmdanefndar um einkavæðingu, hefur ekki verið ákveðið hvenær útboð vegna ráðgjafar fer fram. "Þetta frestaðist um tíma og nú, úr því það er komið fram á sumarið, þá frestast þetta yfir hásumarið en það verður væntanlega farið að sinna því aftur fljótlega," segir hann. Greiningardeildir bankanna hafa látið í ljós þá skoðun að nú sé góður tími til að selja Símann en miðað við gengi bréfa á markaði er verðmæti fyrirtækisins yfir 50 milljarðar þótt sú verðmyndun sé ekki talin fullkomlega marktæk þar sem viðskipti með bréf í bankanum eru mjög lítil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×