Á sveppaveiðum 2. september 2004 00:01 "Uppáhaldssveppurinn minn vex ekki á Íslandi," segir Ágúst Pétursson, kennari, sveppaáhugamaður og matargúru að auki. "Sá sveppur heitir myrkill og er afskaplega sérkennilegur í laginu, svona eins og hann sé á röngunni, og bragðið er sterkt og sérstakt. Þessi sveppur vex í sendnum jarðvegi í frekar heitum löndum. En hann er sjaldgæfur og kílóið af honum þurrkuðum er á um 30.000 krónur. Flestir falla fyrir honum um leið og þeir bragða hann." Ágúst segir að skógarsveppirnir séu það sem fólk er að tína hér heima. "Það eru aðallega furusveppir og lerkisveppir og þeir sem eru lengra komnir fara í kantarellurnar og kóngssveppina. Það er að segja ef það veit hvar þá er að finna," bætir hann við, hlær leyndardómsfullur og harðneitar að gefa upp staðsetningar. "Ég get upplýst að þeir eru helst í gömlu skóglendi. En allir þessir sveppir hafa í sér svo mikið bragð af skógi, ekki síst kóngssveppurinn, það er bara eins og að borða skóg," segir hann hlæjandi. Ágúst matreiðir sveppina á margvíslegan hátt og segir þá alla jafn ljúffenga þegar þeir eru einfaldlega steiktir í smjöri og hvítlauk. "Þá eru þeir góðir í eggjakökur og pasta og hægt að búa til úr þeim rjómasósur svo eitthvað sé nefnt." Hann mælir þó ekki með að þeir séu notaðir hráir. "Það eru ekki bara mennirnir sem elska sveppi, flugurnar verpa í þá þannig að helst vill maður steikja þá. Hægt er að geyma þá í frysti eftir að þeir hafa verið steiktir eða léttsoðnir." Það eru til sveppir á Íslandi sem hafa létt eitrunaráhrif þannig að Ágúst segir vissara fyrir byrjendur að fá leiðsögn í sveppatínslunni. "Það er til ágætis sveppahandbók sem gott er að hafa til leiðsagnar svo fólk sé ekki að taka neina sénsa. Furusveppina og lerkisveppina er maður alveg öruggur með og gott að byrja á þeim." Ágúst fær sérstakt glimt í augað þegar hann talar um sveppatínsluferðirnar og segist fá útrás fyrir veiðieðlið þegar hann tínir sveppi. "Ég fer ekki í sveppatínslu heldur á sveppaveiðar," segir hann og skellir upp úr. Sveppi er hægt að tína fram að fyrstu frostum. Matur Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Uppáhaldssveppurinn minn vex ekki á Íslandi," segir Ágúst Pétursson, kennari, sveppaáhugamaður og matargúru að auki. "Sá sveppur heitir myrkill og er afskaplega sérkennilegur í laginu, svona eins og hann sé á röngunni, og bragðið er sterkt og sérstakt. Þessi sveppur vex í sendnum jarðvegi í frekar heitum löndum. En hann er sjaldgæfur og kílóið af honum þurrkuðum er á um 30.000 krónur. Flestir falla fyrir honum um leið og þeir bragða hann." Ágúst segir að skógarsveppirnir séu það sem fólk er að tína hér heima. "Það eru aðallega furusveppir og lerkisveppir og þeir sem eru lengra komnir fara í kantarellurnar og kóngssveppina. Það er að segja ef það veit hvar þá er að finna," bætir hann við, hlær leyndardómsfullur og harðneitar að gefa upp staðsetningar. "Ég get upplýst að þeir eru helst í gömlu skóglendi. En allir þessir sveppir hafa í sér svo mikið bragð af skógi, ekki síst kóngssveppurinn, það er bara eins og að borða skóg," segir hann hlæjandi. Ágúst matreiðir sveppina á margvíslegan hátt og segir þá alla jafn ljúffenga þegar þeir eru einfaldlega steiktir í smjöri og hvítlauk. "Þá eru þeir góðir í eggjakökur og pasta og hægt að búa til úr þeim rjómasósur svo eitthvað sé nefnt." Hann mælir þó ekki með að þeir séu notaðir hráir. "Það eru ekki bara mennirnir sem elska sveppi, flugurnar verpa í þá þannig að helst vill maður steikja þá. Hægt er að geyma þá í frysti eftir að þeir hafa verið steiktir eða léttsoðnir." Það eru til sveppir á Íslandi sem hafa létt eitrunaráhrif þannig að Ágúst segir vissara fyrir byrjendur að fá leiðsögn í sveppatínslunni. "Það er til ágætis sveppahandbók sem gott er að hafa til leiðsagnar svo fólk sé ekki að taka neina sénsa. Furusveppina og lerkisveppina er maður alveg öruggur með og gott að byrja á þeim." Ágúst fær sérstakt glimt í augað þegar hann talar um sveppatínsluferðirnar og segist fá útrás fyrir veiðieðlið þegar hann tínir sveppi. "Ég fer ekki í sveppatínslu heldur á sveppaveiðar," segir hann og skellir upp úr. Sveppi er hægt að tína fram að fyrstu frostum.
Matur Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira