Ólafur hefði neitað EES-samningnum 20. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar því að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti landsins, telji málskotsréttinn svo virkan að hún hefði talið rétt að vísa Kárahnjúkamálinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir að ummæli Vigdísar styrki ákvörðun hans um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. Þetta sagði Ólafur Ragnar í samtali við fréttamann Stöðvar 2 og Bylgjunnar á Bessastöðum í gær. „Ég tók því fagnandi að hún skyldi telja málskotsréttinn svo virkan að ef hún hefði verið í sporum forsetans hefði hún vísað Kárahnjúkamálinu til þjóðarinnar. Það er töluvert annað en hún sagði þegar hún ákvað að vísa EES-samningnum ekki til þjóðarinnar,“ segir forseti. „Ég tel þessa tilkynningu hennar því til styrktar ákvörðun minni.“ Aðspurður hvort persónuleg skoðun forsetans skipi eitthvað hlutverk í ákvörðun hans um að skjóta lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Ólafur Ragnar að forseti þurfi ekki að hafa skoðun, með eða á móti, viðkomandi lögum. „Það getur verið nóg, eins og var í mínu tilviki, að forseti telji að þjóðin skuli vera sá dómari sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hún sé í afmörkuðum málum.“ Ólafur segir að æskilegt sé hins vegar að þingið, ríkisstjórnin og allir sem eigi aðild að málum vandi, svo vel vinnubrögð að þessi staða komi ekki upp. Tæp vika er í forsetakosningar og hefur Ólafur Ragnar verið í viðtali við helstu fjölmiðla landsins undanfarna daga, nú síðast hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Bylgjunni í morgun. Þar kom vel í ljós hve ósammála hann og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, eru um hvers konar mál forseti eigi að synja staðfestingar. Hún telur að lög um Kárahnjúkavirkjun séu dæmi um lög sem forsetinn eigi að synja staðfestingar. Ólafur Ragnar mat það hins vegar ekki svo. Hún staðfesti lögin um evrópska efnahagssvæðið en Ólafur Ragnar telur að þar hefði hún átt að neita að skrifa undir. Í samtalinu við Arnþrúði Karlsdóttur sagði hann að það varðaði ekki hvort menn væru með eða á móti samningnum, heldur að í samningnum fólust ákvæði sem snertu fullveldisrétt þjóðarinnar. Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar því að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti landsins, telji málskotsréttinn svo virkan að hún hefði talið rétt að vísa Kárahnjúkamálinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir að ummæli Vigdísar styrki ákvörðun hans um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. Þetta sagði Ólafur Ragnar í samtali við fréttamann Stöðvar 2 og Bylgjunnar á Bessastöðum í gær. „Ég tók því fagnandi að hún skyldi telja málskotsréttinn svo virkan að ef hún hefði verið í sporum forsetans hefði hún vísað Kárahnjúkamálinu til þjóðarinnar. Það er töluvert annað en hún sagði þegar hún ákvað að vísa EES-samningnum ekki til þjóðarinnar,“ segir forseti. „Ég tel þessa tilkynningu hennar því til styrktar ákvörðun minni.“ Aðspurður hvort persónuleg skoðun forsetans skipi eitthvað hlutverk í ákvörðun hans um að skjóta lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Ólafur Ragnar að forseti þurfi ekki að hafa skoðun, með eða á móti, viðkomandi lögum. „Það getur verið nóg, eins og var í mínu tilviki, að forseti telji að þjóðin skuli vera sá dómari sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hún sé í afmörkuðum málum.“ Ólafur segir að æskilegt sé hins vegar að þingið, ríkisstjórnin og allir sem eigi aðild að málum vandi, svo vel vinnubrögð að þessi staða komi ekki upp. Tæp vika er í forsetakosningar og hefur Ólafur Ragnar verið í viðtali við helstu fjölmiðla landsins undanfarna daga, nú síðast hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Bylgjunni í morgun. Þar kom vel í ljós hve ósammála hann og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, eru um hvers konar mál forseti eigi að synja staðfestingar. Hún telur að lög um Kárahnjúkavirkjun séu dæmi um lög sem forsetinn eigi að synja staðfestingar. Ólafur Ragnar mat það hins vegar ekki svo. Hún staðfesti lögin um evrópska efnahagssvæðið en Ólafur Ragnar telur að þar hefði hún átt að neita að skrifa undir. Í samtalinu við Arnþrúði Karlsdóttur sagði hann að það varðaði ekki hvort menn væru með eða á móti samningnum, heldur að í samningnum fólust ákvæði sem snertu fullveldisrétt þjóðarinnar.
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira