Viðskipti innlent

Eignast meirihluta í BN-bankanum

Íslandsbanki hefur hækkað tilboð sitt í BN-bankann í Noregi og virðist hafa tryggt sér meirihluta hlutafjár, samkvæmt tilkynningu sem Íslandsbanki sendi frá sér í morgun. Þar segir að bankinn hafi nú þegar tryggt sér 46% hlutafjár og að hluthafar, sem ráði yfir 14% til viðbótar, ætli að samþykkja tilboð Íslandsbanka sem er 26% hærra en gangverð á bréfum í bankanum var áður en Íslandsbanki fór að sýna áhuga á honum. Kaupverðið er 33 milljarðar íslenskra króna en þetta er fjórði stærsti viðskiptabanki í Noregi. Meðal seljenda á bréfum í BN-banka er Sparibanken Öst sem seldi Íslandsbanka tæplega 10% hlut sinn með fyrirvara um samþykki stjórnvalda. Höfuðstöðvar BN-bankans eru í Þrándheimi og ef af kaupunum verður verður BN-bankinn rekinn sem sjálfstæð eining með höfuðstöðvar áfram þar. Stjórnendur Íslandsbanka ætla að auka umsvif BN-banka í Noregi en þeir líta á Ísland og Noreg sem heimamarkaði og ætla að verða leiðandi í ráðgjöf til sjávarútvegsfyrirtækja og fjármögnun á þeim.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×