Erlent

13 hið minnnsta látnir

Níu fórust þegar öflug bílsprengja sprakk í morgun við bandarísk-írakska herstöð í vesturhluta Íraks. Ekki færri en fimmtíu særðust í sprengingunni og segja talsmenn sjúkrahússins á staðnum ástæðu til að ætla að tala fallinna muni hækka. Auk þess féllu fjórir í sjálfsmorðsárás á eftirlitsstöð norður af Bagdad fyrir stundu. Nokkrar sprengingar heyrðust einnig í Bagdad í morgun, í nánd við græna svæðið svokallaða þar sem hersetulið Bandaríkjamanna og bráðabirgðaríkisstjórn Íraks hafa höfuðstöðvar sínar. Engar fregnir hafa borist af föllnum eða særðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×