KB banki á sænska úrvalslistann 17. júní 2004 00:01 KB-banki hefur verið skráður á úrvalslista kauphallarinnar í Stokkhólmi, fyrstur íslenskra fyrirtæka. Er bankinn þar með kominn í hóp fjörtíu öflugustu fyrirtækjanna í sænsku kauphöllinni. Þetta er talið auka mjög möguleika bankans í tengslum við fyrirhugað tugmilljarða hlutafjárútboð. "Þetta eykur sýnileika bréfa félagsins og að öllu jöfnu áhuga fjárfesta á bankanum," sagði Sigurður Einarsson, forstjóri KB-banka í samtali við Fréttablaðið. Í kjölfar kaupa KB-banka á danska FIH-bankanum um síðustu helgi tilkynntu stjórnendur KB að framundan væri 35-45 milljarða króna hlutafjárútboð. Að sögn Sigurðar mun skráning KB á úrvalslistann í Stokkhólmi auðvelda útboðið en stjórnendur KB hafi þó verið bjartsýnir á að slíkt útboð myndi ganga vel óháð skráningunni á úrvalslistann. "Þetta hefur auðvitað áhrif á auðseljanleika bréfanna í Svíþjóð og mun þannig verða eitt af þeim atriðum sem auðveldar útboðið," segir Sigurður. Skráningin á úrvalslistann hefur til að mynda þau áhrif að stórir sjóðir munu frekar fjárfesta í KB en slíkir sjóðir fjárfesta alla jafna ekki í fyrirtækjum nema þau séu á úrvalslistanum. Yfirlýst stefna KB-banka er að verða leiðandi banki á Norðurlöndum og ljóst er að með svo örum vexti sem bankinn hefur verið í þarf hann að sækja sér hlutafé á markað. Hlutafjáraukningin sem framundan er er mjög stór á íslenskan mælikvarða, eða litlu minni en áætlað söluverð Landssímans. Sænski markaðurinn er hins vegar margfalt stærri en sá íslenski og möguleikar að sækja sér hlutafé á markað til stækkunar rýmkast þvi verulega við skráninguna á úrvalslistann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
KB-banki hefur verið skráður á úrvalslista kauphallarinnar í Stokkhólmi, fyrstur íslenskra fyrirtæka. Er bankinn þar með kominn í hóp fjörtíu öflugustu fyrirtækjanna í sænsku kauphöllinni. Þetta er talið auka mjög möguleika bankans í tengslum við fyrirhugað tugmilljarða hlutafjárútboð. "Þetta eykur sýnileika bréfa félagsins og að öllu jöfnu áhuga fjárfesta á bankanum," sagði Sigurður Einarsson, forstjóri KB-banka í samtali við Fréttablaðið. Í kjölfar kaupa KB-banka á danska FIH-bankanum um síðustu helgi tilkynntu stjórnendur KB að framundan væri 35-45 milljarða króna hlutafjárútboð. Að sögn Sigurðar mun skráning KB á úrvalslistann í Stokkhólmi auðvelda útboðið en stjórnendur KB hafi þó verið bjartsýnir á að slíkt útboð myndi ganga vel óháð skráningunni á úrvalslistann. "Þetta hefur auðvitað áhrif á auðseljanleika bréfanna í Svíþjóð og mun þannig verða eitt af þeim atriðum sem auðveldar útboðið," segir Sigurður. Skráningin á úrvalslistann hefur til að mynda þau áhrif að stórir sjóðir munu frekar fjárfesta í KB en slíkir sjóðir fjárfesta alla jafna ekki í fyrirtækjum nema þau séu á úrvalslistanum. Yfirlýst stefna KB-banka er að verða leiðandi banki á Norðurlöndum og ljóst er að með svo örum vexti sem bankinn hefur verið í þarf hann að sækja sér hlutafé á markað. Hlutafjáraukningin sem framundan er er mjög stór á íslenskan mælikvarða, eða litlu minni en áætlað söluverð Landssímans. Sænski markaðurinn er hins vegar margfalt stærri en sá íslenski og möguleikar að sækja sér hlutafé á markað til stækkunar rýmkast þvi verulega við skráninguna á úrvalslistann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira