Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. mars 2025 07:00 24% fólkst í Z-kynslóðinni segir líklegt eða mjög líklegt að það flytji erlendis í fimm ár eða lengur og veltir Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósent, fyrir sér hvort sá hópur muni þá snúa aftur? Í dag rýnum við í nýjar niðurstöður Prósents um Z-kynslóðina. Vísir/Anton Brink „Það sem er athyglisvert er að fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda í fimm ár eða lengur. Og spurningin er þá: Ef svo verður, mun þetta fólk snúa til baka?“ spyr Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri rannsóknarfyrirtækisins Prósent. En nýjar niðurstöður kynslóðamælinga Prósents sýna að 24% Z-kynslóðarinnar svokölluðu telur líklegt eða mjög líklegt að þau flytji erlendis í fimm ár eða lengur. „Við spurðum viljandi um fimm ár eða lengur til að tímabilið næði lengra en líkleg dvöl erlendis vegna náms,“ útskýrir Trausti. Umræðan er Z-kynslóðin og þær áherslur og venjur sem þessi kynslóð virðist vera að sýna ólíkt öðrum. Þar á meðal þegar kemur að sjálfbærnimálum en nýverið sagði Atvinnulífið frá því að samkvæmt rannsóknum Prósents er augljóst að unga fólkið er mikið með hugann við sjálfbærnimálin. En ekki nóg með það; ýmislegt virðist benda til þess að atvinnulífið þurfi að aðlaga sig að breyttum aðstæðum eftir því sem stærri hópur þessarar kynslóðar mætir inn á vinnumarkaðinn. Tryggð Z-kynslóðarinnar við vinnustaði er til dæmis mun minni en við höfum séð hjá eldri kynslóðum. Nýjar tölur sýna 18% þeirra sem tilheyra Z-kynslóðinni og er kominn á vinnumarkað, er að leita sér að nýrri vinnu og 54% segjast opin fyrir nýjum tækifærum.“ Samkvæmt rannsóknum mun Z-kynslóðin breyta hvað mest í heimi viðskipta og atvinnulífs á komandi árum og áratugum. Í gær og í dag rýnir Atvinnulífið í áherslur Z-kynslóðarinnar. Fréttir, áhrifavaldar og fleira Til að setja hlutina í samhengi er ágætt að byrja á því að rifja upp, hvaða tímabil gilda fyrir hverja kynslóð. Z-kynslóðin er fólk fætt 1995 til 2012, þar af nær könnun Prósents til fólks niður í 15 ára aldurinn. Y-kynslóðin er aldamótakynslóðin, fædd 1980 til ársins 1994. X-kynslóðin er fólk fætt tímabilið 1965-1979. Uppgangskynslóðin, eða Baby Boomers, er fólk fætt á tímabilinu 1946-1964. Rannsókn Prósents fór fram dagana 14.febrúar til 2.mars. Svarendur voru 2.466 eða sem nemur 51% af heildarúrtaki. Oft er talað um að Z-kynslóðin sé sú kynslóð sem muni breyta nánast öllu á komandi árum og áratugum. En hvaðan ætli þessi hópur sé að sækja sér fréttir og upplýsingar? „Z-kynslóðin notar íslenska fréttavefmiðla meira en áður. Því þetta hlutfall hækkar frá 68% í 76% og hér erum við þá að tala um þessa helstu miðla eins og Vísi, Mbl og fleiri,“ segir Trausti en bætir við: „Fleiri segjast hins vegar fylgjast með fréttum í gegnum Tik Tok en í sjónvarpi því 44% hópsins segist sækja sér fréttir á Tik Tok. Til samanburðar má nefna að 39% hópsins segjast horfa á fréttir í íslensku sjónvarpi.“ Fimm vinsælustu samfélagsmiðlar Z-kynslóðarinnar mælast sem hér segir: (spurt hvaða samfélagsmiðla notar þú reglulega) Instagram (87%) Snapchat (76%) Facebook (73%) Tik Tok (64%) Youtube (60%) „Það sem kemur kannski mest á óvart í þessu er hversu mikið unga fólkið er að nota Facebook, því það er eitthvað sem margir hafa haldið að væri liðin tíð. En svo virðist ekki vera því þarna er verið að spyrja um samfélagsmiðla sem fólk notar reglulega.“ Þegar kemur að áhrifavöldum sker Z-kynslóðin sig líka úr. Því 33% segjast hafa keypt vöru eða þjónustu í kjölfarið af því að hafa séð eða heyrt áhrifavalda ræða um vöruna eða þjónustuna.“ Þegar kemur að því að sækja sér fréttir tróna íslensku vefmiðlarnir á toppnum en síðan Tik Tok. Sem samfélagsmiðill er Instagram vinsælast og næst Snapchat en hér er eingöngu verið að spyrja um hvernig og hvar fólk af Z-kynslóðinni fylgist með fréttum. Næstu árin spennandi Í síðustu könnunum Prósents hefur komið fram að Z-kynslóðin hefur áhyggjur af fjárhagnum sínum og þótt þetta hlutfall fari minnkandi miðað við könnunina árið 2023, segjast enn 52% aðspurðra hafa áhyggjur af peningamálunum. Trausti segir þetta mögulega skýrast af því að hópurinn er enn ungur og ekki að öllu leyti kominn á fullt út á vinnumarkaðinn. Að rýna í niðurstöður þeirra sem eru þó byrjaðir að vinna er nokkuð áhugavert því Trausti segir margfalt hærra hlutfall Z-kynslóðarinnar hafa skipt um starf á síðastliðnum 12 mánuðum í samanburði við aðra, eða 37%. Trausti segir margt enn ómótað hjá Z-kynslóðinni. Til dæmis hvað varðar neyslu. „Z-kynslóðin er til dæmis sá hópur sem kaupir notuð föt og notuð húsgögn hvað mest. Hvort það skýrist af umhverfisástæðum eða einfaldlega fjárhag er erfitt að segja; Því ekki er ólíklegt að unga fólkið sé einfaldlega að kaupa notuð föt vegna þess að þau eru ódýrari.“ Margt verður samt spennandi að fylgjast með á næstu árum. „Karlar sem tilheyra Z-kynslóðinni eru til dæmis marktækt meira að taka á sig þriðju vaktina miðað við eldri hópa og þar virðist þróunin vera í þá átt að ungir karlmenn eru sífellt í meira mæli að taka þátt í þessari þriðju vakt,“ segir Trausti en bætir við: „Konur í Z-kynslóðinni eru þó enn þær sem sjá um þriðju vaktina að mestu, eða sem nemur 60%. Hlutfallið hjá karlmönnum hefur þó hækkað frá 6% í 22% og það þykir mér jákvæð þróun.“ Eins og í fyrri könnunum, hefur Z-kynslóðin mestu áhyggjurnar af heilsu. „Það sem er jákvætt er að þessi hópur mælist hamingjusamari nú en áður og þótt þetta sé sá hópur sem hefur mestu áhyggjurnar af andlegu heilsunni, þá er þróunin líka jákvæð hvað það varðar; hlutfall þeirra sem hefur miklar áhyggjur hefur færst úr 46% niður í 40%. Það er hins vegar athyglisvert að unga fólkið hefur ekki minni áhyggjur af líkamlegri heilsu sinni en þau sem eldri eru. Sem dæmi má nefna hefur 32% Z-kynslóðarinnar áhyggjur af líkamlegri heilsu sinni á meðan 30% X-kynslóðarinnar hefur áhyggjur af líkamlegri heilsu.“ Þá er töluverður munur á milli Z-kynslóðarinnar og elstu kynslóðarinnar, eða uppgangskynslóðinni (e. Baby boomers) þegar kemur að viðhorfi til fjölmenningarsamfélags. „Því 54% einstaklinga sem tilheyra Z-kynslóðinni eru sammála fullyrðingunni að þau vilji búa í fjölmenningarlegu samfélagi á móti 42% þeirra sem tilheyra uppgangskynslóðinni.“ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Við völdum fyrirtæki sem stúdentar eru að versla mikið við því þetta eru fyrirtæki sem við viljum einfaldlega að séu með hlutina í lagi; starfi eftir þeim gildum sem við viljum hafa að leiðarljósi,“ segir Arent Orri Jónsson Claessen, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands um þau 400 fyrirtæki sem sjónunum er beint að í átakinu Stúdentar taka til. 26. mars 2025 07:00 Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Niðurstöður Sjálfbærniásins í fyrra sýna að unga fólkið er greinilega að hugsa mikið um sjálfbærnimálin. Þannig sögðu 60% fólks á aldrinum 18-24 ára að sjálfbærnimál fyrirtækja skipti miklu máli. 13. mars 2025 07:02 Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga. 28. febrúar 2025 07:03 Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01 Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Sjá meira
En nýjar niðurstöður kynslóðamælinga Prósents sýna að 24% Z-kynslóðarinnar svokölluðu telur líklegt eða mjög líklegt að þau flytji erlendis í fimm ár eða lengur. „Við spurðum viljandi um fimm ár eða lengur til að tímabilið næði lengra en líkleg dvöl erlendis vegna náms,“ útskýrir Trausti. Umræðan er Z-kynslóðin og þær áherslur og venjur sem þessi kynslóð virðist vera að sýna ólíkt öðrum. Þar á meðal þegar kemur að sjálfbærnimálum en nýverið sagði Atvinnulífið frá því að samkvæmt rannsóknum Prósents er augljóst að unga fólkið er mikið með hugann við sjálfbærnimálin. En ekki nóg með það; ýmislegt virðist benda til þess að atvinnulífið þurfi að aðlaga sig að breyttum aðstæðum eftir því sem stærri hópur þessarar kynslóðar mætir inn á vinnumarkaðinn. Tryggð Z-kynslóðarinnar við vinnustaði er til dæmis mun minni en við höfum séð hjá eldri kynslóðum. Nýjar tölur sýna 18% þeirra sem tilheyra Z-kynslóðinni og er kominn á vinnumarkað, er að leita sér að nýrri vinnu og 54% segjast opin fyrir nýjum tækifærum.“ Samkvæmt rannsóknum mun Z-kynslóðin breyta hvað mest í heimi viðskipta og atvinnulífs á komandi árum og áratugum. Í gær og í dag rýnir Atvinnulífið í áherslur Z-kynslóðarinnar. Fréttir, áhrifavaldar og fleira Til að setja hlutina í samhengi er ágætt að byrja á því að rifja upp, hvaða tímabil gilda fyrir hverja kynslóð. Z-kynslóðin er fólk fætt 1995 til 2012, þar af nær könnun Prósents til fólks niður í 15 ára aldurinn. Y-kynslóðin er aldamótakynslóðin, fædd 1980 til ársins 1994. X-kynslóðin er fólk fætt tímabilið 1965-1979. Uppgangskynslóðin, eða Baby Boomers, er fólk fætt á tímabilinu 1946-1964. Rannsókn Prósents fór fram dagana 14.febrúar til 2.mars. Svarendur voru 2.466 eða sem nemur 51% af heildarúrtaki. Oft er talað um að Z-kynslóðin sé sú kynslóð sem muni breyta nánast öllu á komandi árum og áratugum. En hvaðan ætli þessi hópur sé að sækja sér fréttir og upplýsingar? „Z-kynslóðin notar íslenska fréttavefmiðla meira en áður. Því þetta hlutfall hækkar frá 68% í 76% og hér erum við þá að tala um þessa helstu miðla eins og Vísi, Mbl og fleiri,“ segir Trausti en bætir við: „Fleiri segjast hins vegar fylgjast með fréttum í gegnum Tik Tok en í sjónvarpi því 44% hópsins segist sækja sér fréttir á Tik Tok. Til samanburðar má nefna að 39% hópsins segjast horfa á fréttir í íslensku sjónvarpi.“ Fimm vinsælustu samfélagsmiðlar Z-kynslóðarinnar mælast sem hér segir: (spurt hvaða samfélagsmiðla notar þú reglulega) Instagram (87%) Snapchat (76%) Facebook (73%) Tik Tok (64%) Youtube (60%) „Það sem kemur kannski mest á óvart í þessu er hversu mikið unga fólkið er að nota Facebook, því það er eitthvað sem margir hafa haldið að væri liðin tíð. En svo virðist ekki vera því þarna er verið að spyrja um samfélagsmiðla sem fólk notar reglulega.“ Þegar kemur að áhrifavöldum sker Z-kynslóðin sig líka úr. Því 33% segjast hafa keypt vöru eða þjónustu í kjölfarið af því að hafa séð eða heyrt áhrifavalda ræða um vöruna eða þjónustuna.“ Þegar kemur að því að sækja sér fréttir tróna íslensku vefmiðlarnir á toppnum en síðan Tik Tok. Sem samfélagsmiðill er Instagram vinsælast og næst Snapchat en hér er eingöngu verið að spyrja um hvernig og hvar fólk af Z-kynslóðinni fylgist með fréttum. Næstu árin spennandi Í síðustu könnunum Prósents hefur komið fram að Z-kynslóðin hefur áhyggjur af fjárhagnum sínum og þótt þetta hlutfall fari minnkandi miðað við könnunina árið 2023, segjast enn 52% aðspurðra hafa áhyggjur af peningamálunum. Trausti segir þetta mögulega skýrast af því að hópurinn er enn ungur og ekki að öllu leyti kominn á fullt út á vinnumarkaðinn. Að rýna í niðurstöður þeirra sem eru þó byrjaðir að vinna er nokkuð áhugavert því Trausti segir margfalt hærra hlutfall Z-kynslóðarinnar hafa skipt um starf á síðastliðnum 12 mánuðum í samanburði við aðra, eða 37%. Trausti segir margt enn ómótað hjá Z-kynslóðinni. Til dæmis hvað varðar neyslu. „Z-kynslóðin er til dæmis sá hópur sem kaupir notuð föt og notuð húsgögn hvað mest. Hvort það skýrist af umhverfisástæðum eða einfaldlega fjárhag er erfitt að segja; Því ekki er ólíklegt að unga fólkið sé einfaldlega að kaupa notuð föt vegna þess að þau eru ódýrari.“ Margt verður samt spennandi að fylgjast með á næstu árum. „Karlar sem tilheyra Z-kynslóðinni eru til dæmis marktækt meira að taka á sig þriðju vaktina miðað við eldri hópa og þar virðist þróunin vera í þá átt að ungir karlmenn eru sífellt í meira mæli að taka þátt í þessari þriðju vakt,“ segir Trausti en bætir við: „Konur í Z-kynslóðinni eru þó enn þær sem sjá um þriðju vaktina að mestu, eða sem nemur 60%. Hlutfallið hjá karlmönnum hefur þó hækkað frá 6% í 22% og það þykir mér jákvæð þróun.“ Eins og í fyrri könnunum, hefur Z-kynslóðin mestu áhyggjurnar af heilsu. „Það sem er jákvætt er að þessi hópur mælist hamingjusamari nú en áður og þótt þetta sé sá hópur sem hefur mestu áhyggjurnar af andlegu heilsunni, þá er þróunin líka jákvæð hvað það varðar; hlutfall þeirra sem hefur miklar áhyggjur hefur færst úr 46% niður í 40%. Það er hins vegar athyglisvert að unga fólkið hefur ekki minni áhyggjur af líkamlegri heilsu sinni en þau sem eldri eru. Sem dæmi má nefna hefur 32% Z-kynslóðarinnar áhyggjur af líkamlegri heilsu sinni á meðan 30% X-kynslóðarinnar hefur áhyggjur af líkamlegri heilsu.“ Þá er töluverður munur á milli Z-kynslóðarinnar og elstu kynslóðarinnar, eða uppgangskynslóðinni (e. Baby boomers) þegar kemur að viðhorfi til fjölmenningarsamfélags. „Því 54% einstaklinga sem tilheyra Z-kynslóðinni eru sammála fullyrðingunni að þau vilji búa í fjölmenningarlegu samfélagi á móti 42% þeirra sem tilheyra uppgangskynslóðinni.“
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Við völdum fyrirtæki sem stúdentar eru að versla mikið við því þetta eru fyrirtæki sem við viljum einfaldlega að séu með hlutina í lagi; starfi eftir þeim gildum sem við viljum hafa að leiðarljósi,“ segir Arent Orri Jónsson Claessen, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands um þau 400 fyrirtæki sem sjónunum er beint að í átakinu Stúdentar taka til. 26. mars 2025 07:00 Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Niðurstöður Sjálfbærniásins í fyrra sýna að unga fólkið er greinilega að hugsa mikið um sjálfbærnimálin. Þannig sögðu 60% fólks á aldrinum 18-24 ára að sjálfbærnimál fyrirtækja skipti miklu máli. 13. mars 2025 07:02 Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga. 28. febrúar 2025 07:03 Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01 Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Sjá meira
Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Við völdum fyrirtæki sem stúdentar eru að versla mikið við því þetta eru fyrirtæki sem við viljum einfaldlega að séu með hlutina í lagi; starfi eftir þeim gildum sem við viljum hafa að leiðarljósi,“ segir Arent Orri Jónsson Claessen, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands um þau 400 fyrirtæki sem sjónunum er beint að í átakinu Stúdentar taka til. 26. mars 2025 07:00
Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Niðurstöður Sjálfbærniásins í fyrra sýna að unga fólkið er greinilega að hugsa mikið um sjálfbærnimálin. Þannig sögðu 60% fólks á aldrinum 18-24 ára að sjálfbærnimál fyrirtækja skipti miklu máli. 13. mars 2025 07:02
Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga. 28. febrúar 2025 07:03
Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01
Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02