Erlent

80% skuldanna felld niður

Rússar hafa samþykkt að fella niður 80 prósent skulda Íraka sem hljóða upp á um það bil 125 milljarða dollara. Þetta er haft eftir bandarískum embættismanni en Bandaríkjamenn leggja mikla áherslu á að skuldirnar verði felldar niður. 19 stærstu iðnríki heims, eða hinn svokallaði Parísar-klúbbur, hefur fundað um skuldir Íraka og fleiri mál í Þýskalandi um helgina og eru ekki allir á sama máli um hvað skuli gera varðandi hið stríðshrjáða land. Meðal þeirra sem er andvígur því að skuldir Íraka verði felldar niður er Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, en hann segir að ef ástandið í landinu fari batnandi verði að vera hægt að endurskoða málið, með hliðsjón af því að Írak er ríkt olíuríki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×