Innlent

Skilorð fyrir nefbrot

Maður á þrítugsaldri var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, fyrir að hafa slegið fertuga konu hnefahögg í andlitið þannig að hún nefbrotnaði. Maðurinn var hjálpa vinkonu sinni sem var í slagsmálum við konuna sem hann síðan kýldi sig. Sannað þykir að maðurinn hafi veitt konunni þá áverka sem hann var sakaður um en hann hefur ekki áður gerst sekur um refisverða háttsemi. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að rannsókn og meðferð málsins tók langan tíma en árásin átti sér stað fyrir rúmu ári síðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×