Langt í úrlausn verkfalls 23. september 2004 00:01 Samninganefnd kennara hyggst ekki funda með launanefnd sveitarfélaganna fyrr en nýtt tilboð liggur á borðinu. Launanefnd sveitarfélaganna ætlar ekki að leggja fram tilboðið fyrr en umræður hafa farið fram milli þeirra og kennara. Fyrsta fundi deilenda eftir að til verkfalls kennara kom lauk á tólfta tímanum í gærmorgun. Næsti fundur hefur verið boðaður eftir tæpa viku. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir tilboði launanefndarinnar ekki hafa verið hnikað um sentimetra frá því í vor. "Það hlýtur að liggja í augum uppi að við bíðum þar til þeir sýna einhvern lit," segir Finnbogi. "Það sem liggur á borðinu hjá þeim núna er nákvæmlega það sama og í vor og ástæða þess að við greiddum atkvæði um verkfall." Birgir Björn Sigurjónsson segir launanefnd sveitarfélaganna hafa komið með nýtt tilboð á fund kennara á sunnudag. Um það hafi ekki verið rætt. "Ég held að báðar samninganefndirnar hafi gengið eins langt og þær treystu sér til á sunnudag. Sáttasemjari bað báða hópana um að hittast á mánudaginn og fara í opna umræðu um hvaða leiðir væru mögulegar í stöðunni. Kennararnir sögðu að kröfur þeirra væru ófrávíkjanlegar og höfnuðu viðræðum. Þeir sögðu að ekki kæmi til neinna viðræðna fyrr en við legðum fram nýtt tilboð. Þar stendur málið," segir Birgir. Launanefndin sé öllum stundum tilbúin til viðræðna við kennara. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir mikinn ágreining um efnisdrög samninganna. "Ég hef hvatt báða aðila til að hugleiða hvernig þeir geti nálgast hvorn annan," segir Ásmundur. Eiríkur Jónsson gerði grein fyrir stöðu kjaradeilnanna á fundi með kennurum í verkfallshúsi þeirra í Borgartúni í fyrrakvöld. Hann segir samninganefnd kennara hafa fengið skýr skilaboð frá félagsmönnum. "Við förum ekki frá samningaborðinu fyrr en við höfum náð markmiðum okkar varðandi kennsluskyldu og verkstjórnarþáttinn, ásamt því að svokallaður launapottur verði færður inn í grunnlaun. Þetta eru ófrávíkjanlegar kröfur," segir Eiríkur, sem fundar ekki fyrr en tilboð sveitafélaganna berst. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Samninganefnd kennara hyggst ekki funda með launanefnd sveitarfélaganna fyrr en nýtt tilboð liggur á borðinu. Launanefnd sveitarfélaganna ætlar ekki að leggja fram tilboðið fyrr en umræður hafa farið fram milli þeirra og kennara. Fyrsta fundi deilenda eftir að til verkfalls kennara kom lauk á tólfta tímanum í gærmorgun. Næsti fundur hefur verið boðaður eftir tæpa viku. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir tilboði launanefndarinnar ekki hafa verið hnikað um sentimetra frá því í vor. "Það hlýtur að liggja í augum uppi að við bíðum þar til þeir sýna einhvern lit," segir Finnbogi. "Það sem liggur á borðinu hjá þeim núna er nákvæmlega það sama og í vor og ástæða þess að við greiddum atkvæði um verkfall." Birgir Björn Sigurjónsson segir launanefnd sveitarfélaganna hafa komið með nýtt tilboð á fund kennara á sunnudag. Um það hafi ekki verið rætt. "Ég held að báðar samninganefndirnar hafi gengið eins langt og þær treystu sér til á sunnudag. Sáttasemjari bað báða hópana um að hittast á mánudaginn og fara í opna umræðu um hvaða leiðir væru mögulegar í stöðunni. Kennararnir sögðu að kröfur þeirra væru ófrávíkjanlegar og höfnuðu viðræðum. Þeir sögðu að ekki kæmi til neinna viðræðna fyrr en við legðum fram nýtt tilboð. Þar stendur málið," segir Birgir. Launanefndin sé öllum stundum tilbúin til viðræðna við kennara. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir mikinn ágreining um efnisdrög samninganna. "Ég hef hvatt báða aðila til að hugleiða hvernig þeir geti nálgast hvorn annan," segir Ásmundur. Eiríkur Jónsson gerði grein fyrir stöðu kjaradeilnanna á fundi með kennurum í verkfallshúsi þeirra í Borgartúni í fyrrakvöld. Hann segir samninganefnd kennara hafa fengið skýr skilaboð frá félagsmönnum. "Við förum ekki frá samningaborðinu fyrr en við höfum náð markmiðum okkar varðandi kennsluskyldu og verkstjórnarþáttinn, ásamt því að svokallaður launapottur verði færður inn í grunnlaun. Þetta eru ófrávíkjanlegar kröfur," segir Eiríkur, sem fundar ekki fyrr en tilboð sveitafélaganna berst.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira