Erlent

Bardagar í hverfum sjíta-múslima

Harðir bardagar geisa í hverfum sjíta-múslima í nokkrum borgum Íraks, þar á meðal í Najaf þar sem átök hafa staðið yfir nær linnulaust í fimm daga. Klerkur sjíta, Moqtada al-Sadir, segir fylgismenn sína ekki ætla að leggja niður vopn. Breskur hermaður lést í borginni Basra í átökum við uppreisnarmenn og þar stöðvuðu menn tímabundið olíuframleiðslu af ótta við árásir skæruliða. Einum líbönskum gísl var sleppt úr haldi í dag en mannræningjar sögðu ekki hvers vegna þeir hefðu veitt manninum frelsi. Fylgismenn al-Sadir sjást hér í Najaf í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×