Danir styðja Bandaríkjamenn 9. ágúst 2004 00:01 Forsætisráðherra Danmerkur segir að Danir standi þétt við bakið á Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu, þrátt fyrir neikvæðar skýrslur og harða gagnrýni á gang mála. Hann tekur undir áhyggjur danskra fjölmiðla sem óttast hefndaraðgerðir vegna fregna af pyntingum danskra hermanna á írökskum föngum. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem staddur er hér á landi ásamt forsætisráðherrum annarra ríkja Norðurlanda, segir að neikvæðar skýrslur og fregnir af ástandi mála í Írak hafi ekki breytt afstöðu dönsku ríkisstjórnarinnar til afdráttarlauss stuðnings við stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak. Hann telur þvert á móti nauðsynlegra nú en nokkru sinni fyrr að Danir séu þar í landi og hjálpi hinni nýju íröksku ríkisstjórn við að koma á jafnvægi og lýðræði í Írak. Þess vegna hafi Danir ákveðið að vera þar áfram og hafi til bráðabirgða ákveðið að lengja dvölina um heilt ár. Fregnir hafa borist af því síðustu daga að danskir hermenn hafi tekið þátt í því að að pynta írakska stríðsfanga. Í dönskum fjölmiðlum hefur komið fram að þetta kunni að leiða til refsiaðgerða Íraka gegn dönskum hermönnum eða Dönum sem starfa í Írak. Rasmussen segir þetta auðvitað alltaf áhættu en að þau mannrán sem umheimurinn hafi orðið vitni að í landinu bitni bæði á bandalagsþjóðunum og þeim þjóðum sem standi utan við bandalagið. Hættan sé því ávallt til staðar og hún undirstriki þörfina á að alþjóðasamfélagið standi saman við að berjast gegn hryðjuverkum og að því að hjálpa írökskum stjórnvöldum að byggja upp öruggara og lýðræðislegra Írak. Rasmussen kveðst ekki sjá neinn annan kost í stöðunni. Ef við verðum hrædd við hryðjuverkamennina þá jafnist það á við að þeir hafi sigrað. Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Forsætisráðherra Danmerkur segir að Danir standi þétt við bakið á Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu, þrátt fyrir neikvæðar skýrslur og harða gagnrýni á gang mála. Hann tekur undir áhyggjur danskra fjölmiðla sem óttast hefndaraðgerðir vegna fregna af pyntingum danskra hermanna á írökskum föngum. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem staddur er hér á landi ásamt forsætisráðherrum annarra ríkja Norðurlanda, segir að neikvæðar skýrslur og fregnir af ástandi mála í Írak hafi ekki breytt afstöðu dönsku ríkisstjórnarinnar til afdráttarlauss stuðnings við stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak. Hann telur þvert á móti nauðsynlegra nú en nokkru sinni fyrr að Danir séu þar í landi og hjálpi hinni nýju íröksku ríkisstjórn við að koma á jafnvægi og lýðræði í Írak. Þess vegna hafi Danir ákveðið að vera þar áfram og hafi til bráðabirgða ákveðið að lengja dvölina um heilt ár. Fregnir hafa borist af því síðustu daga að danskir hermenn hafi tekið þátt í því að að pynta írakska stríðsfanga. Í dönskum fjölmiðlum hefur komið fram að þetta kunni að leiða til refsiaðgerða Íraka gegn dönskum hermönnum eða Dönum sem starfa í Írak. Rasmussen segir þetta auðvitað alltaf áhættu en að þau mannrán sem umheimurinn hafi orðið vitni að í landinu bitni bæði á bandalagsþjóðunum og þeim þjóðum sem standi utan við bandalagið. Hættan sé því ávallt til staðar og hún undirstriki þörfina á að alþjóðasamfélagið standi saman við að berjast gegn hryðjuverkum og að því að hjálpa írökskum stjórnvöldum að byggja upp öruggara og lýðræðislegra Írak. Rasmussen kveðst ekki sjá neinn annan kost í stöðunni. Ef við verðum hrædd við hryðjuverkamennina þá jafnist það á við að þeir hafi sigrað.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira