Fá tvær vikur til lausnar 8. nóvember 2004 00:01 Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í dag fá samninganefndirnar eina til tvær vikur til að ná saman áður en lög verða sett á verkfallið, segir Gunnar I. Birgisson formaður menntamálanefndar Alþingis. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir þann tíma ekki of stuttan til samninga sé nægilegu fjármagni veitt í samningana: "Gunnar er sveitarstjórnarmaður og ber ábyrgð sem slíkur," segir Eiríkur sem telur lagasetningu verða til þess að kennurum fækki. Gunnar segist ekki sjá hvernig hægt sé að veita meira fé til að leysa kennaradeiluna: "Efnahagslífið fer á hvolf verði meira fé veitt til lausnar á deilunni." Eiríkur segir hvern sem skilja vilji sjá að fólk sem bundið sé með lögum inn í skólana verði ekki sátt. "Það mun hver og einn kennari bregðast við því eins og hann telur rétt. Auðvitað er ekki hægt að gefa sér hvers konar lög þetta yrðu en mín hugsun er ekki bundin við lög heldur við það hvernig hægt verður að leysa þessa deilu ef svo fer að miðlunartillagan verði felld." Eiríkur segir miðlunartillöguna ekki mæta kröfum kennara: "Það er ekki hægt að gefa þessi spil upp á nýtt. Það verður að koma nýtt fjármagn inn í kjarasamninginn." Hann segir of litla launahækkun ekki það eina sem margir telja ábótavant í tillögunni: "Það er mjög mikil óánægja með að starfsaldurstenging við kennsluferil sé engin. Því verður að breyta. Það eru einnig fleiri þættir inni sem hafa skapað mikla ólgu og reiði og verður að breyta." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga í viðræðunum, segir alla kosti í skoðun verði miðlunartillagan felld. Launanefndin hafi þó ekki nýtt tilboð á borðinu. Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari, segir lög ekki á hans snærum: "Gunnar hefur gefið ýmsar yfirlýsingar um lagasetningar í þessu ferli. Ég hef ekkert um það að segja." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í dag fá samninganefndirnar eina til tvær vikur til að ná saman áður en lög verða sett á verkfallið, segir Gunnar I. Birgisson formaður menntamálanefndar Alþingis. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir þann tíma ekki of stuttan til samninga sé nægilegu fjármagni veitt í samningana: "Gunnar er sveitarstjórnarmaður og ber ábyrgð sem slíkur," segir Eiríkur sem telur lagasetningu verða til þess að kennurum fækki. Gunnar segist ekki sjá hvernig hægt sé að veita meira fé til að leysa kennaradeiluna: "Efnahagslífið fer á hvolf verði meira fé veitt til lausnar á deilunni." Eiríkur segir hvern sem skilja vilji sjá að fólk sem bundið sé með lögum inn í skólana verði ekki sátt. "Það mun hver og einn kennari bregðast við því eins og hann telur rétt. Auðvitað er ekki hægt að gefa sér hvers konar lög þetta yrðu en mín hugsun er ekki bundin við lög heldur við það hvernig hægt verður að leysa þessa deilu ef svo fer að miðlunartillagan verði felld." Eiríkur segir miðlunartillöguna ekki mæta kröfum kennara: "Það er ekki hægt að gefa þessi spil upp á nýtt. Það verður að koma nýtt fjármagn inn í kjarasamninginn." Hann segir of litla launahækkun ekki það eina sem margir telja ábótavant í tillögunni: "Það er mjög mikil óánægja með að starfsaldurstenging við kennsluferil sé engin. Því verður að breyta. Það eru einnig fleiri þættir inni sem hafa skapað mikla ólgu og reiði og verður að breyta." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga í viðræðunum, segir alla kosti í skoðun verði miðlunartillagan felld. Launanefndin hafi þó ekki nýtt tilboð á borðinu. Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari, segir lög ekki á hans snærum: "Gunnar hefur gefið ýmsar yfirlýsingar um lagasetningar í þessu ferli. Ég hef ekkert um það að segja."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira