Verkfall brestur á að nýju 8. nóvember 2004 00:01 Kennarar kolfelldu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilunni við sveitarfélögin. 93% þeirra voru á móti tillögunni. Launanefnd sveitarfélaga ætlar að biðja kennara um að aflýsa verkfalli en formaður Kennarasambandsins segir að það verði ekki gert nema nýtt útspil komi frá launanefndinni í kvöld. Allt bendir til þess að verkfall kennara bresti á að nýju á morgun. Tæplega fimmþúsund kennararar voru á kjörskrá um miðlunartillögu sáttasemjara. Klukkan eitt í dag rann út frestur til að skila inn atkvæðum og þá höfðu 4617 kennarar skilað inn atkvæði sínu. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir úrslitin þýða að miðlunartillagan hafi fengið mjög eindregna og skýra andstöðu. Hann segist þurfa að ráðgast við samningsaðila áður en ákveðið verði hvert næsta skref sé og á von á því að boðað verði til fundar strax í kvöld. Gunnar Rafn Sigurbjörnssonm, formaður launanefndar sveitarfélaga, segir þetta þýða að samningsaðilar séu komnir aftur á byrjunarreit. Að sögn Gunnars mun nefndin fara fram á það við kennara að verkfallinu verði aflýst því aðstæðurnar í þjóðfélaginu séu það þungbærar að þær trufli gang eðlilegra viðræðna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir þetta líklega mest afgerandi niðurstöðu kosninga innan raða stéttarinnar. Hann lítur á þetta sem yfirlýsingu félagsmanna um að það sem verið hafi á borðinu sé langt frá því sem nokkur geti sætt sig við. Þetta eru því skilaboð til forystunnar um að halda áfram með viðræðurnar. Eiríkur segir ekki mögulegt að fresta verkfalli án þess að fyrir liggi viðunandi samningstilboð. Verkfall mun því að öllu óbreyttu hefjast að nýju á morgun. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Kennarar kolfelldu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilunni við sveitarfélögin. 93% þeirra voru á móti tillögunni. Launanefnd sveitarfélaga ætlar að biðja kennara um að aflýsa verkfalli en formaður Kennarasambandsins segir að það verði ekki gert nema nýtt útspil komi frá launanefndinni í kvöld. Allt bendir til þess að verkfall kennara bresti á að nýju á morgun. Tæplega fimmþúsund kennararar voru á kjörskrá um miðlunartillögu sáttasemjara. Klukkan eitt í dag rann út frestur til að skila inn atkvæðum og þá höfðu 4617 kennarar skilað inn atkvæði sínu. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir úrslitin þýða að miðlunartillagan hafi fengið mjög eindregna og skýra andstöðu. Hann segist þurfa að ráðgast við samningsaðila áður en ákveðið verði hvert næsta skref sé og á von á því að boðað verði til fundar strax í kvöld. Gunnar Rafn Sigurbjörnssonm, formaður launanefndar sveitarfélaga, segir þetta þýða að samningsaðilar séu komnir aftur á byrjunarreit. Að sögn Gunnars mun nefndin fara fram á það við kennara að verkfallinu verði aflýst því aðstæðurnar í þjóðfélaginu séu það þungbærar að þær trufli gang eðlilegra viðræðna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir þetta líklega mest afgerandi niðurstöðu kosninga innan raða stéttarinnar. Hann lítur á þetta sem yfirlýsingu félagsmanna um að það sem verið hafi á borðinu sé langt frá því sem nokkur geti sætt sig við. Þetta eru því skilaboð til forystunnar um að halda áfram með viðræðurnar. Eiríkur segir ekki mögulegt að fresta verkfalli án þess að fyrir liggi viðunandi samningstilboð. Verkfall mun því að öllu óbreyttu hefjast að nýju á morgun.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira