Innlent

Ríkisstjórnarfundi frestað

Ríkisstjórnarfundi var óvænt frestað til föstudags rétt áður en hann átti að hefjast í stjórnarráðinu klukkan hálftólf. Sagt var að það væri vegna anna. Davíð Oddsson forsætisráðherra átti að stýra fundinum en hann hefur verið frá vegna veikinda síðan í lok júlí. Þetta er síðasta vika Davíðs í embætti forsætisráðherra því á miðvikudag í næstu viku tekur hann við starfi utanríkisráðherra og Halldór Ásgrímsson sest í forsætisráðherrastólinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×