Viðskipti innlent

Krónan hækkað um 2,76%

Gengi krónunnar hefur hækkað um 2,76% í dag og hefur sjaldan eða aldrei hækkað meira á einum degi. Bandaríkjadollar hélt áfram að lækka og er nú kominn niður í 62 krónur og 50 aura. Miklar sveiflur voru á gjaldeyrismarkaði í dag og var gjaldeyrisveltan á millibankamarkaði 17,7 milljarðar króna. Í einni sveiflunni var gengi krónunnar orðið enn hærra en lokagengið varð. Gengi Evrunnar er 83,62 og sterlingspundið er 120,95.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×