SUF vill fara aðrar leiðir 7. júlí 2004 00:01 Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna vill fara allt aðrar leiðir varðandi fjölmiðlafrumvarpið en forysta flokksins stefnir að og vill bíða með að að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Þetta kemur fram í ályktun SUF sem samþykkt var í gærkvöldi. Ungir framsóknarmenn telja að ekki aðeins beri að fresta lögfestingu nýrra laga um fjölmiðla þar til víðtækt samráð hefur verið haft við hagsmunaaðila, stjórnarandstöðu og fólkið í landinu, heldur sé mikilvægt að stjórnmálaflokkunum sjálfum gefist tími og tóm til þess að móta sína eigin stefnu í málinu. Það verði best gert á vettvangi flokksþinga og landsfunda og að kjósendum eigi fyrst að gefast færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við stofnanir flokkanna. Þar geti almenningur einna helst haft áhrif á ákvarðanir sem teknar eru á Alþingi og því eðlilegt, í ljósi þess að málið varðar grundvallarmannréttindi og stjórnskipun landsins, að stofnanir flokkanna fái skoðanir kjósenda ti umfjöllunar. Þrátt fyrir að ungir framsóknarmenn séu þannig á öndverðum meiði við flokksforystuna eru þeir ánægðir með staðfestu Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins, sem „af lipurð hefur sveigt Sjálfstæðisflokkinn frá afleitu upphaflegu frumvarpi Davíðs Oddssonar“, eins og það er orðað í ályktuninni, og þar segir enn fremur: „Ber sú framistaða skýrt merki um um hæfi Halldórs til að koma auga á skynsamlegar leiðir út úr erfiðum aðstæðum, án alls óðagots.“ Á Deiglunni, þar sem ungir, framsæknir Sjálfstæðismenn tjá sig, er þeirri spurningu varpað fram hvort það geti verið - ef 26. grein stjórnarskrárinnar er virk - að Alþingi geti einfaldlega, í hvert sinn sem málum er skotið til þjóðarinnar, samþykkt nánast samhljóða lög og fellt þar með hin eldri úr gildi og komist þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu fram í hið óendanlega. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna vill fara allt aðrar leiðir varðandi fjölmiðlafrumvarpið en forysta flokksins stefnir að og vill bíða með að að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Þetta kemur fram í ályktun SUF sem samþykkt var í gærkvöldi. Ungir framsóknarmenn telja að ekki aðeins beri að fresta lögfestingu nýrra laga um fjölmiðla þar til víðtækt samráð hefur verið haft við hagsmunaaðila, stjórnarandstöðu og fólkið í landinu, heldur sé mikilvægt að stjórnmálaflokkunum sjálfum gefist tími og tóm til þess að móta sína eigin stefnu í málinu. Það verði best gert á vettvangi flokksþinga og landsfunda og að kjósendum eigi fyrst að gefast færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við stofnanir flokkanna. Þar geti almenningur einna helst haft áhrif á ákvarðanir sem teknar eru á Alþingi og því eðlilegt, í ljósi þess að málið varðar grundvallarmannréttindi og stjórnskipun landsins, að stofnanir flokkanna fái skoðanir kjósenda ti umfjöllunar. Þrátt fyrir að ungir framsóknarmenn séu þannig á öndverðum meiði við flokksforystuna eru þeir ánægðir með staðfestu Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins, sem „af lipurð hefur sveigt Sjálfstæðisflokkinn frá afleitu upphaflegu frumvarpi Davíðs Oddssonar“, eins og það er orðað í ályktuninni, og þar segir enn fremur: „Ber sú framistaða skýrt merki um um hæfi Halldórs til að koma auga á skynsamlegar leiðir út úr erfiðum aðstæðum, án alls óðagots.“ Á Deiglunni, þar sem ungir, framsæknir Sjálfstæðismenn tjá sig, er þeirri spurningu varpað fram hvort það geti verið - ef 26. grein stjórnarskrárinnar er virk - að Alþingi geti einfaldlega, í hvert sinn sem málum er skotið til þjóðarinnar, samþykkt nánast samhljóða lög og fellt þar með hin eldri úr gildi og komist þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu fram í hið óendanlega.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira